Miðvikudagur 25.07.2012 - 16:10 - 15 ummæli

Hæstiréttur – eitt í dag …

Hæstiréttur neitar því að gallar á forsetakosningunum valdi því að það þurfi að kjósa aftur. Sammála Hæstarétti. Gallarnir felast að sjálfsögðu í því misræmi að sumir fatlaðir fengu að velja sérstakan aðstoðarmann, aðrir fatlaðir ekki. Hér verður að vera annaðhvort – eða, og þann kost verður að velja samkvæmt íslenskum lögum. Þetta hafði hinsvegar engin áhrif á úrslit kosninganna. Þær þarf ekki að endurtaka.

Sami Hæstiréttur ógilti hinsvegar kosningar til stjórnlagaráðs í fyrra – án þess að fjalla um það ákvæði kosningalaganna sem nú er rifjað upp, að kosningar skuli aðeins ógilda ef gallar á þeim hafa haft áhrif á kosningaúrslit.

Hæstiréttur segir eitt í dag, annað á morgun.

Það er ekki gott. Það vekur óþægilegar spurningar um úrskurð dómaranna frá í fyrra.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (15)

  • Það vita allir hver fyrirskipaði ógildinguna í fyrra. Voru það ekki þeir sem skipuðu dómarana?
    Það er ekki sama hver á í hlut.

  • Haukur Kristinsson

    Hæstaréttardómarar eru eins ómarktækir og ritstjóri Moggans.
    Málið er nú ekki flóknara en það.
    Undirmálsmenn.

  • Það er svartur blettur á Íslandi hversu miklir bananar Hæstaréttardómarar eru hér. Enda troðið í embætti af vinum og vandamönnum. Ef við ætlum ekki að taka upp siðaðar ráðningar á þessu fólki heldur þetta bara áfram.
    Til háborinnar skammar eins og svo margt í þessu þjóðfélagi.

    Eitt í dag og annað á morgun – hvaða dóm má bjóða þér elsku vinur, frændi eða spilafélagi? segðu bara til og við reddum því.

    Motto lægstaréttar Íslands.

  • rétt hjá þér Mörður

  • Mörður, hvað er að ljósa?

  • Mörður Árnason

    Sigurbaldur — að ljósa, það er 1) að lýsast, gera ljóst …, 2) að aðstoða við fæðingu, gegna starfi ljósmóður; sbr. http://www.lexis.hi.is/cgi-bin/ritmal/leitord.cgi?adg=daemi&n=628722&s=362464&l=lj%F3sa

    😉 — en hérna samt aðallega ásláttarvilla fyrir kjósa — takk, komið í lag núna …

  • Mörður stjórnlaga þingskosningarnar voru ógiltar vegna þess að þær voru rekjanlegar það er kjörseðlar voru númeraðir, þannig að þessi skrif þín dæma sig sjálf.

  • Haha vel svarað Mörður. Ég náði, engu að síður, inntaki greinarinnar, en takk fyrir að leiðrétta.

  • Kristján

    Við skoðun á fjölmörgum dómum hæstaréttar virðist oft mestu máli skipta hver á í hlut hvernig dómur fér . Því er dómasamræmi gjarnan lítið og erfitt að átta sig á hvernig dómar fara nema kanna tengsl og flokksskírteini málsaðila.
    Hæstaréttadómarar taka gjarnan vinskap og tengsl við FLOKKINN fram yfir lagatexta og sanngirni.
    Er þetta ásættanlegt, er hægt að breyta þessu?

  • Eða eins og ég hef sagt, úrskurður Hæstaréttar í kosningunum til Stjórnlagaráðs, vatnaskil, enginn með óskerta dómgreind getur horft fram hjá því að úrskurðurinn var pólitískur og því fyrr sem það verður opinber sannleikur á Íslandi því betra. Það er ekki gott Mörður þegar álitsgjafar eins og þú eruð eins og köttur í kringum heitan grautinn, ýjið að en segið ekki neitt. Sem álitsgjafar verðið þið að tala skýrt og án vafa, allt annað skemmir og eyðileggur.

  • Sigurður #1

    Þið hafið nú ekki látið niðurstöður Hæstaréttar trufla ykkar störf hingað til.

    Þið skipið Þóru bara Forseta, fínt að hafa einn fyrir ríkisstjórnina og annan fyrir fólkið í landinu.

    Og allir lifðu hamingjusamir til æviloka.

  • Jón Jón Jónsson

    Sigurður #1, smellhittir sem alltaf.

  • Gapandiundrandi

    Ég er krepplingur.

    Samt datt mér ekki í hug að bjóða mig fram til sjórnlagaþings, eða ráðs eða forseta.

    Bara venjulegur krepplingur, sem horfi með furðu á meginmál þimgmanna:

    Gúrka og njóli.

  • Gapandiundrandi

    Ég er krepplingur

    og ég snæði bara gúrku og njóla, guðlaun fyrir „vinstri“ velgjörninginn.

  • Sigurjón

    Mörður, þú segir: „…að kosningar skuli aðeins ógilda ef gallar á þeim hafa haft áhrif á kosningaúrslit.“

    Það vill svo skemmtilega til að lögin um kosningar í stjórnlagaráð byggðu á lögum um kosningar til Alþingis. Þetta sem þú vísar í er í lögunum um kosningar til sveitastjórnakosninga, 94. grein. Þau lög höfðu akkúrat ekkert með málið að gera.

    Í lögunum um kosningar til Alþingis er hvergi minnst á svona ákvæði. Svo einfalt er það.

    Þannig að ef þú ætlar að halda áfram að grafa undan trausti á Hæstarétt, í Guðanna bænum, reyndu að hafa heimildirnar á hreinu.Lögin sem Hæstiréttur dæmdi eftir.

    Merkilegt hvað þessi villa ætlar að vera þrautseig. Eins og Mark Twain sagði eitt sinn: „A lie can travel halfway around the world while the truth is putting on its shoes“.

    Þið klúðruðuð bara kosningunum big time, af hverju er svona erfitt að horfast í augu við það?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sjö? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur