Laugardagur 06.10.2012 - 19:53 - 16 ummæli

Skríll

Gengjaliðið sem ógnar einstökum lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra, situr um heimili þeirra og sendir þeim hótanir um að þeir viti í hvaða skóla börnin ganga – þetta er sannkallaður skríll.

Þessi skrílslæti bitna ekki bara á lögreglumönnunum sem eru að vinna vinnuna sína, og á fjölskyldum þeirra, heldur á samfélaginu sem slíku. Samfélagið hlýtur með öllum tiltækum ráðum að verja þá sem það hefur falið að gæta laganna, og er um leið að verja sjálft sig.

Án þess að efna til nokkurs konar samanburðar er þó rétt að minna á dæmi Noregs frá síðasta sumri. Jafnframt ráðstöfunum til að koma í veg fyrir að voðaverkin yrðu endurtekin voru Norðmenn staðráðnir í að láta illvirkjann – skrílmennið – ekki eyðileggja kjarnann í samfélagsgerð sinni, hinu opna og lýðræðislega réttarríki.

Þannig eigum við líka að vinna.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (16)

  • Væri ekki ráð að rifja upp ræður ykkar samfylkinga og VG um tilraunir dómsmálaráðherra þáverandi til að koma hér upp lögregluríki og endurstofna Stasi sem sumir ykkar kynntust persónulega?

    Hvers vegna eru óheilindin svo algjörlega ráðandi í íslenskum stjórnmálum?

    Sannarlega ógeðfelld hugsun.

  • Jón Einarsson

    Rósa, er í lagi með sálina í þér?

  • Kári Jónsson

    Ég hélt að eini stjórnmálaflokkurinn, sem hefur verið bendlaður við njósnir væri Sjálfstæðisflokkurinn, enda apparatið rekið með sömu aðferðarfræði og sovétið/stasi, heittrúaðir félagar í þeim flokki, stunduðu njósnir um vinnufélaga sína, oftar en ekki buðu þeir sig til trúnaðarstarfa á vinnustaðnum eða eru til aðrar og meiri upplýsingar um njósnir á landinu-góða.

  • Gústaf Níelsson

    Það er nefnilega allt í lagi með Rósu. Mörður er aðeins að slá sig til riddara. Hann fyrirlítur lögreglulið landsins, en nú hentar honum að ganga til liðs og samúðar með því í stjórnmálatilgangi. Ekki minnist ég þess að hann hafi tekið upp hanskann fyrir ofbeldi gegn lögreglu landsmanna áður, heldur þvert á móti.

  • Kristján Elís Jónasson

    Þetta eru alvöru mál og örugglega verulega erfitt að ráða við aukið ofbeldi, verður það gert með meira ofbeldi?? ég efa það. Ég kann ekki lausn á málinu en hér skrifar fólk eins og Rósa og Gústaf og einhvern vegin finnst mér eins og þau séu hluti af vandamálinu

  • Mörður þetta er ekki bundið við lögregluna. Ég sem móðir fyrrverandi fíkils var með símsvara á tímabili. Drengurinn minn var látinn taka á sig sök fyrir einn af þessum stórtæku eiturlyfjasölum fyrir allmörgum árum. hann gerði það af ótta vegna hótana. Málið var að þegar lögreglan kafaði ofan í málið kom í ljós að hann gat ekki hafa framið þann glæp sem hann tók á sig. En ég var með símsvara á þessum tíma. Þar komu skilaboð um að ef hann stæði ekki við sitt ætluðu þeir að láta hann vita að ef hann ætlaði að guggna á þessu vildu þeir að fram kæmi að þeir vissu hvar systir hans væri, og aðrir fjölskyldumeðlimir. Þeir vissu sem var að honum var nokk sama um sig sjálfan. En að hóta fjölskyldunni var erfitt fyrir hann að kyngja. Það eru um 15 ár síðan þetta var og þeir sem þá voru Kóngarnir eru sennilega barnalegir miðað við í dag, og það þarf enginn að segja mér að alvaran í þessu hafi ekki versnað. Í mínum huga ætti að koma þessu liði fyrir kattarnef segi og skrifa. Þau eru ekki hæf í mannlegu samfélagi og ógna saklausum borgurum. Það er ljótt að segja þetta. En þegar maður hefur upplifað hverslags ruslalýður gengur laus í samfélaginu þá er mál að eitthvað verði gert.

  • Eyjólfur

    Ég er ósammála þér um flest í pólitík, Mörður, en hér tek ég undir með þér. Þetta eru sannkallaðar dreggjar, botnkekkir og drasl. Leyfum þeim aldrei að stýra samfélaginu á neinn hátt. Beygjum okkur ekki og bregðumst alls ekki við með óþarfa helsi eða gerræði.

  • Doktor Samúel Jónsson

    Hvað er annars að frétta af einkavinavæddu bankaræningjunum, sem hafa nú allir verið endurreistir og einkavæddir á nýjan leik, Möddi min?

    Bjóða þeir aftur upp á gull á nös? Menn verð víst vitlausir af þeirri fíkn. Eru þeir nú komnir ti að bjóða þér smá glópagull í nasir.

    Smjörklípur þínar eru farnar að vera fremur slepjulegar.
    Orðinn reikull í spori.
    Segðu okkur nú bara alveg satt Möddi minn, hverra erinda gengurðu?

  • Elín Sigurðardóttir

    Blásaklaus maður sefur eins og barn í vöggu og vaknar við það að menn míga á gluggann hjá honum. Honum bregður illilega og grípur það sem hendi er næst. Hleypur út organdi og klæðalaus til að reka liðið á flótta. Hvað gerist næst? Hann er handtekinn. Nákvæmlega svona kemur lögreglan manni fyrir sjónir. Blásaklaus maðurinn á alla mína samúð.

    http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/10/07/stokk_nakinn_ut_med_svedju/

  • Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson

    Það er til hópur innan SUS (ungir sjálfsstæðismenn) sem vilja leyfa öll fíkniefni, hvort sem þau heita heróín eða kannabis.

  • Doktor Samúel Jónsson

    Árni Páll segir það vera augljóst að Samfylkingin hafi glatað sjálfsmynd sinn í stjórnarsamstarfi sínu við Vinstri-Græna.

    Árni Páll segir það vera augljóst að Samfylkingin hafi glatað sjálfsmynd sinn í stjórnarsamstarfi sínu með Sjálfstæðisflokknum.

    Er Samfylkingin ekki bara skækja, föl hverjum sem er?

    Árni Páll segir það vera augljóst að auðvitað muni Samfylkingin bjóða upp á samstarf, en hann viti bara ekki enn
    hvort hann eigi að raka sitt uppsafnaða skegg eða ekki:

    Sem Hamlet spyr væntanlegur formaður Marðar:

    „Er það fúlskeggjaða lopapeysu verkalúkkið, eða stuttbuxnadeildar lúkkið“?

    Samfylkingin er skækja, föl hverjum sem er. Bara netadræsa.

  • Mörður Árnason

    Dr. Samúel — Líkingamál er sjálfsagt, en lýsir oft þeim sem beitir því.

    Bið annars um að athugasemdir séu gerðar í einhverjum örlitlum tengslum við umfjöllunarefnið.

  • Doktor Samúel Jónsson

    Mörður – Líkingamál þitt um „skríl“ hittir þá sjálfan þig, eða hvað?

    Hinn hugmyndafræðilegi debatt gæti því byrjað á spurningunni:

    Hvað er „skríll“?

  • Doktor Samúel Jónsson

    Vændi fylgir svo oft „skrílnum“ sem um er fjallað.

    En af hvaða ástæðum getur þessi „skríll“ vaðið uppi?
    Af hverju hefur þetta ástand skapast?
    Sat ekki Samfylkingin í hrunstjórninni með Sjálfstæðisflokknum?
    Situr ekki Samfylkingin nú í „vinstri“ Skjaldborgarstjórninni, sem hefur brugðist vegna þjónkunar sinnar við glóbalíska auðhringa heimsins?

    Mörður, mér svíður þetta vþa. að ég hélt að Samfylkingin væri jafnaðarmannaflokkur. Nei, Samfylkingin er með brókarsótt.

  • Sígild saga:

    Fjármagnseigendum allt, það samþykkti Samfylkingin í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Ekki benda á mig sagði þá Samfylkingin.

    Fjármagnseigendum allt, það samþykkti Vinstri hreyfingin (sic!) – grænt framboð(sic!) í stjórn með Samfylkingunni. Nú var það einum kennt og öðrum bent. Nú kunni Samfylkingin trikksið.

    3 flokka hef ég nú nefnt, sem fylgja allir hinni alþekktu aðferð hins 4. og framferðið er eftir því,

    já Möddi minn,

    sem Maddömunnar, sem er jú þekkt fyrir að fara víða og lyfta pilsi sínu í bakgarði, í skúmaskoti, í ráðuneytum, á þingi og bara hvar sem er fyrir fjármagnsglaðning eigendanna í buddu hennar. Jú og nóg er af handrukkurunum og innheimtustofnunum og ríkisstofnunumsem taka að sér innheimtuna fyrir hönd stór-glæpamanna og ræningja.

    Og það virðist koma þér á óvart að spurt sé: Hvað er „skríll“?

  • Doktor Samúel Jónsson

    Og hvað með fylgispekt þína við okrarana og handrukkaða verðtryggingu þeirra og ríkisherranna og þín
    Mörður?

    Hvað er „skríll“
    Mörður?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og tveimur? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur