Laugardagur 20.10.2012 - 23:55 - 6 ummæli

Flottar fyrstu tölur

Fyrstu tölur um það bil kl. 23.40 benda til að kjörsókn sé milli 45 og 50% — yfir helmingur í báðum Reykjavíkurkjördæmunum, og að já-atkvæðin við aðalspurningyunni sé um 75—80%.

Birgir Ármansson er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og sameinaðra fýlupoka í Sjónvarpsfréttunum og virðist hafa fundist sú lína best að leggja saman nei-atkvæðín og þá sem ekki komu á kjörstað – það sé bara þriðjungur sem vill endurnýjaða stjórnarskrá. Sú túlkun er út í hött. Eftir atvikum er þátttakan í atkvæðagreiðslunni veruleg, og engin leið að túlka afstöðu þeirra sem heima sátu á nokkurn veg. Formaður Sjálfstæðisflokksins hvatti flokksmenn sína til að mæta og segja nei – með sömu reikningskúnstum og Birgir má finna út að það hafi einungis gert um 15% kjósenda.

Rétt auðvitað að bíða endanlegra talna – en að svo stöddu er ástæða til að fagna bæði kjörsókn og þó einkum ótvíræðum vilja til að leggja frumvarp stjórnlagaráðs til grundvallar við næsta áfanga, samþykkt nýrrar stjórnarskrártillögu á þinginu. Þar verður stjórnarskrárbandalagið að hafa forustu áfram — S, V, O, BF og fleiri, — en andstaða við það frá Bjarna Ben og félögum verður eftir þetta afar fáfengileg, og líklegast að Framsóknarmenn taki eftir atkvæðagreiðsluna enn eitt heljarstökkið í stjórnartskrármálinu.

Fólkið talar – fólkið sker úr. Kjarni hverrar þjóðaratkvæðagreiðslu.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Hans Haraldsson

    Trúir þú þessu sjálfur?

  • Ómar Kristjánsson

    það verður að segjast að ef niðurstaðan verður álíka of fyrstu tölur segja – þá er bæði meiri þáttaka og að niðurstöðurnar miklu mun meira afgerandi en maður bjóst við.

    Sjallafllokkur rann beint á rassinn! þetta er gífurlegt áfall fyrir Sjallaflokk. Strákgreyið hann Birgir Ármanns alveg eins og kjáni þarna í útsndingu RUV. Útsendingu sem var reyndar frekar furðuleg. Útsendingin var eiginlega búin áður en hún byrjaði. Skildi ekki alveg þessa útsendingu.

  • Ef úrslitin verða svona hýtur það að koma þægilega á óvart miðað við að samanlagt fylgi Sjáfstæðis og Framsóknar er langt ofan við 50%. Eina skýringin er að fylgendur þessara flokka hafa þóttst öryggir um að þetta yrði kolfellt og ekki nennt á kjörstað.

  • Leifur A. Benediktsson

    Til hamingju Ísland. Niðurstaðan er afgerandi og ótvíræð. Nú er það Alþingis að klára málið. Við viljum fá nýja Stjórnarskrá samkvæmt þessum tillögum Stjórnlagaráðs.

    Lifi lýðræðið.

  • Haukur Kristinsson

    Góður dagur fyrir þjóðina. Sigur fyrir Stjórnlagaráð, ekki síst fyrir Þorvald.

    Sjallabjálfarnir voru rassskelltir, enda tími til kominn.

    Til hamingju Nýja Ísland, kveðja frá Sviss, “have a nice day”.

  • kristinn geir st. briem

    einusini var mörður að gefa stjónaranstæðingum einkunir hvaða einkun gefur mörður þessari grein hjá honum sjálfum . man ekki betur en foristumenn stjórnarinnar gerðu lítið úr kjöri forseta ísland það var þó meiri kjörsókn en þettað. Mun mörður láta þessa stjórnarskrá fara óbreita í gegn um þyngið fyrst að þettað er svo mikin kjörsókn.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fimm? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur