Þriðjudagur 23.10.2012 - 12:42 - 17 ummæli

3. sæti – til þjónustu reiðubúinn

Sendi frá mér áðan fréttatilkynningu um framboð, svona efnislega:

„Framundan er flokksval hjá Samfylkingunni í Reykjavík. Ég hef ákveðið að vera með og óska eftir 3. sæti, sem jafngildir öðru sæti á framboðslista í Reykjavíkurkjördæmi norður eða suður í alþingiskosningunum í apríl.

Ég býð mig fram til þjónustu við Reykvíkinga í samræmi við stefnu jafnaðarmanna. Við eigum að halda áfram að byggja upp samfélag þar sem velferð borgaranna er tryggð, þar sem atvinnulíf er fjölbreytt og öflugt, þar sem jöfnuður og jafnrétti kynja einkennir samfélagsgerðina og grænar áherslur móta atvinnustefnu, landnýtingu og daglegt líf. Menntir og mennig, Evrópusamstarf og þjóðleg hollusta.

Ég sat á þingi fyrir Samfylkinguna í stjórnarandstöðu 2003–2007 og svo aftur frá 2010 sem einarður stuðningsmaður ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Fyrir kosningarnar í vor þarf Samfylkingin að kynna skýra framtíðarsýn í anda jafnaðarmanna og sannfæra landsmenn um að við leggjum okkur í verkin af heilindum og heiðarleik. Ég er reiðubúinn að taka þátt í því verki og legg þar fram reynslu mína, hugmyndir, krafta og trúmennsku.“

Þá-er-það-á-kveð-ið

einsog sagt er í Kardimommubæ. Framundan er prófkjör með kostum sínum – tala við fólk, , vera á ferð og flugi, ydda framsetningu og framgöngu – og göllum – slag við samherja, eiginhagsmunatog og loft lævi blandið.

Ég hef auðvitað gert þetta áður – og alltaf passað upp á að taka ákvörðunina – láta hana ekki taka sig sjálfkrafa einsog er svo auðvelt. Þetta er mikilvægt, vegna þess að þannig verður maður að horfast í augu við sjálfan sig og gera sér grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart fólkinu sem kýs, félögunum og fjölskyldunni, og verður athuga sinn gang í lífinu – sem er einsog aðeins meira alvörumál þegar árin safnast upp, og líka helst vita nokkurnveginn hvað gætigerst ef þetta gengur ekki alveg upp: Hið fræga plan B.

Einsmálshreyfingin

Næstu vikur breytist frambjóðandinn svo í einmálshreyfingu 😉 – þar sem framboðið er nokkurnveginn eina málið sem lífið snýst í kringum. Í dag er það myndataka hjá Spessa – fyrir dreifiefnið sem á að senda út sameiginlega, allar höfuðleðursmyndir orðnar gamlar, og svo greinaskrif í blöð og blogg, og tölvupóstur til væntanlegra kjósenda, og atburðir í aðdragandanum og … Svo má ekki gleymast að maður er líka í vinnu, reyndar vinnu nokkuð tengdri prófkjörinu, sjálfsagt að sýna þar allar sínar bestu hliðar.

Stuðningur er vel þeginn – helst með góðu umtali við væntanlega kjósendur, félaga í Samfylkingunni og þá sem standa flokknum nærri og geta hugsað sér að nota þetta tækifæri til að ganga til liðs við okkur. Skráning fyrir 9. nóvember, flokksvalið sjálft 16. og 17. nóvember. Hafið samband: mordur@althingi.is.

Og fyrir þá sem vilja leggja mér lið með fjárframlagi: 0301-26-203010, kt. 301053-7469. Hver þúsundkall vel þeginn — hámarkskostnaður við flokksvalið áskilinn 500 þúsund krónur.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (17)

  • Sæll Mörður; sem oftar !

    Fremur lítil gagnsemi; hefir verið af ykkur menntamönnunum (upp á bókina), hvað uppbyggingu atvinnulífsins í landinu snertir, að minnsta kosti.

    Þú getur alveg; sparað þér framboðið – eftirspurnin, eftir ykkur hvítflibbunum, er harðla lítil, hygg ég vera.

    Lítið gagnlegt; hefir eftir ykkur legið – hingað til, svo sem.

    Kynnir þú; til Járn – Tré, eða Steinsmíða, eða annarrs handverks mætti skoða hlutina, í öðru ljósi, að nokkru.

    Með kveðjum; þó, úr Árnesþingi /

    Óskar Helgi Helgason – Sérhæfður Fiskvinnzlumaður, og fyrrum Blikk smíðanemi.

  • Af hverju býðurðu þig ekki fram í fyrsta eða annað sæti, Mörður?

  • Finnbogi Vikar

    Mörður Árnason hefur sýnt það með sinni framgöngu á þingi að hann vill breyta kvótakerfinu og afnema einokun fárra aðila á nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar og innleiða heilbrigt viðskipta- og samkeppnisumhverfi í sjávarútvegi.

    Ég styð Mörð Árnason og alla þá sem vilja breyta óréttláttu kvótakerfi í betra kerfi þar sem jafnræði ríkir við úthlutun náttúrugæða sem engin einn á og er í raun þjóðareign og skal nota gegn fullu gjaldi.

    Kvótakerfið er hryggjastykkið í Gamla Íslandi sem við viljum losna við og grunnstoð spillingar í fjármálakerfinu og stjórnmálum.

    Ég trúi því að Mörður Árnason sé vel til þess fallinn að berjast fyrir réttlæti og gegn spillingu Gamla Íslands. Þess vegna styð ég Mörð Árnason og vona að sem flestir geri það.

  • Garðar Garðarsson

    Gangi þér vel Mörður. Þú hefur staðið þig vel, sem dæmi í umhverfismálum og kvótamálinu.

  • Óðinn Þórisson

    31 % styðja stjórnarflokkana samanlagt þannig að margir þingmenn vg og sf verða að leita sér að nýrri vinnu eftir næstu alþingskosngar og það verður erfitt enda er ekki hægt að saka ríkisstjórnina um að hafa áhuga á atvinnumálum.

  • Sælir; á ný !

    Finnbogi Vikar og Garðar Garðarsson !

    Þið eruð rolur; og lúpumenni, ef þið neitið að horfast í augu við
    aðgerðaleysi og skrum Marðar Árnasonar gegnum tíðina, piltar.

    Þarf mig; hér austur í Árnessýlu, eða fleirri til, til þess að opna
    augu ykkar fyrir því, eða hvað.

    Mörður er; líkt hinum 62 félögum hans, fremur óþarfur okkur,
    sem viljum raunverulega hreinsun, hérlendis.

    Með þákkum kveðjum – sem síðustu /

  • áþekkum; átti að standa þar. Skrifað, í rökkri nokkru.

    ÓHH

  • Það sem situr í fólki eru svikin í aðgerðum til hjálpar heimilunum…..
    í staðin voru fjárglæframenn knúsaðir og kysstir…..
    Vogunarsjóðir flykkjast í skjól með sitt…….
    Áfram tikkar verðtryggingin, enginn Stjórnmálamaður hefur svarað því af hverju þetta drápstól er við lýði hér, en er hvergi löglegt annarstaðar í heiminum…..
    Áfram erum við með hæstu vexti , verðbólgu ,hæsta vöruverð, hæstu skattana en lægstu launin……….
    Þessi atriði hafa verið til „skoðunar“ hjá 4 flokknum undanfarna áratugi, án árangurs….en ekki vantar loforðin fyrir kosningar.
    Hvernig ætlar Mörður að lagfæra þessi ósköp sem virðist vera jafn sjálfsagt og að draga andann ?

  • Sælir; sem áður !

    Ólafur (kl. 23:21) !

    Heill þér; fyrir hvert þinna orða, ágæti drengur.

    Mörður og fylgjarar hans; næðu sæmd góðri –
    tækju þau sig til, og viðurkenndu þína málafylgju,
    aldeilis, og ynnu eftir henni !

    Með, hinum sömu kveðjum – sem fyrri /

  • Mörður Árnason

    Ólafur & Ólafur — Ég er ekki kjörfífl með patentlausnir og einsdagsloforð. Veit að undanfarin ár hafa sannarlega verið erfið fyrir marga og þótt hér hafi verið unnið nánast kraftaverk við að endurreisa landið (hrun, muniði, hrun …) er fólk enn í miklum vanda. Hér var ekki gerð stjórnarbylting og tiltæk ráð miðast við skipulag vestrænna réttarríkja, Ísland hefur þar að auki á sérstöðu að eignarréttur nýtur óvenju öflugrar verndar í löggjöfinni. Yfirboð Framsóknarflokksins, Lilju Mós og fleiri eru þessvegna ekkert annað en yfirboð, alveg merkingarlaus — nema menn vilji stimpla landið út úr samfélagi þjóða, sem mundi kalla á ósköp og hörmungar.

    ,,með hæstu vexti , verðbólgu ,hæsta vöruverð, hæstu skattana en lægstu launin …“ — Margt til í þessu — skattar að vísu heldur lægri en í grannlöndum. Sá sem talar svona hlýtur að vera sammála mér um vaxtalækkun og lægra vöruverð með upptöku evru og inngöngu í ESB, um auknar tekjur í almannasjóð með eðlilegu afgjaldi af auðlindanýtingu, um að miða að jafnvægi í hagstjórn og jöfnuði í kjörum með eðlilegu skattakerfi — allt stefnumál jafnaðarmanna, og í undirbæuningi mörg hver jafnframt r rústabjörgun og endurreisn síðustu ára undir forustu Jóhönnu.

  • Ég skil ekki hvernig hækkun skatta á almenning getur verið sjálfstætt pólitískt markmið.

    En þannig er það hjá „norrænu velferðarstjórninni“.

    Ég skil ekki hvernig auknar álögur á almenning geta verið sjálfstætt pólitískt markmið.

    Þannig er það hjá „norrænu velferðarstjórninni.“

    Hér er allt keyrt upp í veðrtryggingu og vísitölum. Miklar hækkanir og auknar álögur framundan.

    Varla þarf að rifja upp orð Jóhönnu Sigurðardóttur og fleiri stjórnenda Samfylkingar um verðtryggingu, vaxtamun og annað sem þetta fólk hefur steingleymt frá því að það settist í ríkisstjórn.

    Hvers vegna kemur þetta fólk fram með þessum hætti? Þessi óheilindi eru mér óskiljanleg.

    Um þetta tjáir Mörður sig ekki.

    Hvers vegna eigum við að tryggja honum önnur 4 ár á þingi?

    Hvað ætlar hann að gera á næstu 4 árum?

    Hverju ætlar hann að ná fram sem hann náði ekki fram á síðustu 4 árum?

    Hvers vegna styður hann hærri skatta og auknar álögur sem sérstakt pólitískt markmið?

    Legg svo til að hann kynni sér skattaálögur í nágrannaríkjum t.d. Noregi.

    Skattar þar eru lægri en hér og menn fá mun meira fyrir þá.

  • Mörður Árnason

    Af hverju þetta, Rósa? Hvar hef ég — eða félagar mínir — sagt að hærri skattar og álögur séu ,,sjálfstætt pólitískt markmið“ ? Eftir hrun hlutu skattar og álögur að hækka, en það var mikilvægt að halda kjörum lág- og millitekjuhópa og -stétta sem bestum og ekki síðpur að verja velferðarþjónustuna fyrir áföllum, Það gefur verið gert þótt peningar séu af skornum skammti. — Skattar í Noregi eru reyndar almennt hærri en hér en fólkið fær svo sannarlega meira fyrir. Aðeins kannski vont að bera sig saman við Noreg, þeir lentu eki í hruni og hafa borð fyrir báru með olíuhagnaðinum en sannarlega má benda á að þeir hugsa betur um jöfnuð og samstöðu í sínu samfélagi, enda jafnaðarmenn við völd, nú og oftast frá kreppuárunum.

    Næstu fjögur ár? Meðal annars lægri vextir, minni verðbólga, verðtrygging burt– með ESB og evru vissulega en líka betri hagstjórn með auknum aga. Við verðum að byrja að greiða niður himinháar skuldir ríkissjóðs en þurfum um leið að verja velferðarþjónustuna og létta skuldavandann sem enn er útbreiddur. Þetta merkir varla skattalækkun — en ég tel að skattar geti ekki hækkað á almenning. Ein leiðin til að afla tekna er að tryggja þjóðinni, eigendunum fullt verð fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum — sbr. veiðigjaldið. Allt stefnumál Samfylkingarinnar, og vonandi
    sem flestra annarra í stjórnmálunum.

  • Kári Jónsson

    Trúi því og treysti að Mörður og félagar muni 100% virða niðurstöður í kosningunni um helgina og tryggja með nýjum lögum um fiskveiðistjórn, ekki bara sanngjarnt veiðigjald, heldur líka úthlutun nýtingarréttarins á auðlindinni á jafnræðis-grundvelli, nýtingarrétturinn verður greiddur eftir að fiskurinn er seldur á fiskmarkaði, sem aftur tryggir jafnræði fiskvinnslunnar.

  • Aldrei verið meira aðkallandi en að ganga í ESB…….sem allra fyrst.
    Stórfurðulegt að ákveðnir flokkar , D B V berjist gegn því með kjafti og klóm að fólki bjóðist betri lífskjör……og hafni inngöngu án þess að sjá nokkurn samning….

  • Mörður Árnason

    Já, Kári! Gott, Ólafur! 😉

  • Sammála Merði og fleirum hér um ESB.

    Ég þekki fólk sem hefur flúið land til Noregs og það greiðir lægri skatta en við hér.

    T.d. er aðeins helmingur skatta innheimtur í nóvember til að glæða jólaverslun.

    Og menn fá miklu meira fyrir skattinn þar.

    Hér þurfa skattar að lækka og aðrar álögur.

    Þessi geggjun er að ganga af heimilunum dauðum og hætta er á vaxandi landflótta.

    Afar slæmt að stjórnmálamenn neiti að horfast í augu við þessa staðreynd.

    Því segi ég að hækkun skatta hljóti að vera sjálfstætt markmið.

  • Komið þið sæl; enn a ný !

    Mörður – Kári og Rósa !

    Hvílíkt ekkisens þvaður; í ykkur.

    Norður- Ameríkuríkið Ísland; á ÖNGVA samleið með gömlu hráskinna
    nýlenduveldunum Evrópsku (ESB) – heldur, þvert á móti.

    Og Mörður !

    Blaður þitt; um viðsnúning hérlendis, er í hróplegu ósamræmi við þá
    staðreynd, að þau Jóhanna og Steingrímur, hafa kappkostað að
    endurreisa Banka Mafíuna, og aðra viðskipta svindlara, á kostnað
    fjölskyldna og heimila landsmanna, sem eru hvert af öðru að fara í
    rúst – eða; orðin að rústum, nú þegar.

    Hvernig; réttlætir þú endurreisn Steinþórs nokkurrs Jónssonar,
    alkunns Hótela- og húseigna braskara suður í Keflavík í sumar,
    drengs;; sem þau Jóhanna og Steingrímur bera á höndum sér,
    líkt og aðra drullusokka, áþekka ?

    Reyndu; að svara með öðru, en flími og útúrsnúningum, Mörður
    Árnason, viljir þú marktækur kallast, yfirleitt !!!

    Svipaðar kveðjur; öðrum fyrri /

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og átta? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur