Þriðjudagur 19.02.2013 - 16:44 - 4 ummæli

Bjarni Ben utan vega

Á bloggsíðu sinni upplýsir Halldór Jónsson okkur um hápunktana í ræðu formanns Sjálfstæðisflokksins á fundi með félögunum í Kópavogi núna um helgina.

Þar fjallaði Bjarni meðal annars um frumvarp til náttúruverndarlaga sem núna er á borðum okkar í umhverfis- og samgöngunefndinni – og Bjarni hefur greinilega fengið um málið meiri upplýsingar en við:

Fyrirliggjandi Náttúrverndarlagafrumvarp yrði til vandamála. Forsjárhyggjan væri mikil. Nútíma tölvu-og gervihnattatækni gæti jafnvel verið látin drepa á bílum ef þeir færu útaf slóð, þannig að menn gætu orðið að hringja í umhverfisráðuneytið ef þeir vildu snúa við til að starta bílnum aftur!

Einmitt svona eru snjallir stjórnmálaforingjar. Þeim tekst á augabragði að greina aðalatriði frá aukaatriðum í flóknum textum – frumvarpið er 97 greinar – og setja fram viðhorf sín í örstuttu máli þannig að allir skilja:

Umhverfisráðherra ætlar í stjörnustríð gegn saklausum ökumönnum á hálendinu. Bara slökkt á bílnum þangað til stormsveitirnar koma og klófesta sárasaklaust fólk.

Kærar þakkir, Bjarni Benediktsson.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Drepa á? kemur bara Dróni og afgreiðir málið….

  • Tæknin bíður uppá þetta segir Möllerinn. Ég trúi honum.

  • Það verður gaman þegar BjarN1 Ben verður kominn til valda og getur t.d.stöðvað vinstra hyskið og gluggaskrautin á leiðinni á kjörstað. Þá þarf ekki að kvíða þjóðaratkvæðagreiðslum!

  • Ef VG opna á sér þverrifuna þá er það alltaf á einn veg þetta má ekki við ætlum að breyta þessu setja í nefnd. Það má ekki fara um landið þá eyðileggjum við það, er betra að það fari í órækt vegna sinu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fimm? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur