Þriðjudagur 09.04.2013 - 21:23 - 8 ummæli

Kata Júl laaaangbest …

Efnahagsumræðuþátturinn í Sjónvarpinu var miklu betri en hægt var að búast við – og þar kom fram skýr munur milli aðalframboðanna. Ég var ákaflega ánægður með frammistöðu og styrk míns manns, Katrínar Júlíusdóttur, sem hélt frumkvæði og forustu allan þáttinn – auk Framsóknarformannsins sem auðvitað fær sérstaka athygli í svona þætti vegna fylgisins.

Fyrirgefið að maður er montinn af Kötu! Hún skýrði vel stöðu þjóðarbúsins og það svigrúm sem vonandi skapast á næstunni til að lagfæra skuldir heimilanna og lækka vaxtabyrði ríkissjóðs – sem er einhver mestu hagur almennra heimila, því vextina ógurlæegu borgum við ýmist með sköttum eða verri þjónustu í menntum og velferð. Katrín Júlíusdóttir var á heimavelli sem fjármálaráðherra og Evrópusinni, og var í sérstöku stuði í gjaldmiðilsumræðunni þar sem enginn annar lagði til málanna neitt af viti.

Nafna hennar Jakobsdóttir var góð framanaf en einsog missti flugið þegar hún ætlaði að nota næstu fjögur ár í gjaldmiðilsgreiningar. Og óþægilegt fyrir hana að þurfa að verjast árásum Jóns Bjarnasonar – vandi VG í hnotskurn er sá að flokkurinn telur sér ennþá skylt að sverja af sér svikabrigslin frá Framsóknarkommunum.

Og svo voru allir hinir. Píratinn sem bauð fram gjaldmiðilsstefnu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar – allir gjaldmiðlar í gangi í einu. Gallinn er bara sá að þá situr almi uppi með krónuna, alveg eins og fyrir hrun, en stórfyrirtækin og ríku kallarnir nota evru og dollar.

Hver var annars þessi hávaxni en feimnislegi sem talaði um skattana – var hann frá Hægri lýðræðisdögun? Eða Flokki heimilismannsins? Bjarni, hét hann víst. Benediktsson. Týndist alveg, stakkars gutten …

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Vorum við að horfa á sama þátt?

  • Steini M

    BF og Samfó = Sápukúlur og froða…

  • Það er ekki skrítið að VG og Samfylkingin, ásamt Sjöllum sé að þurrkast út……..

  • Þorleifur H. Gunnarss.

    Kata Júl, uhu!

    Það kom ekkert út úr henni annað ein Evrópa þetta og Evrópa hitt.

    ESB þar og ESB hér, ESB alls staðar.

    Evra sem mun koma eins og mannah af himnum og bjarga hér öllu, sem sagt Evra hér og Evra þar.

    Og svo meira ESB, ESB, ESB, og Evra, Evra og Evra, og bla, bla, bla, Evra og ESB og efnahagslega alsælulyfið Evra sem lækna mun efnahagsleg mein að eilífu eins og töfralyf.

    Samfylkingin er ein mesta ógæfa sem riðið hefur yfir Ísland.

    Vandræði og kreppan hófust hér þegar Samfylkigin komst í ríkisstjórn árið 2007 og hefur varað hér við allar götur síðan.

  • Rafn Guðmundsson

    ég er sammála ykkar stefnu vegna esb mála en ég get ekki sagt að hún kata júl hafi staðið sig vel í kvöld. að segja „laaaangbest …“ er ekki nóg.

  • kristin geir st briem

    það er gott að þú ert ánægður mörður það þarf lítið til að gleðja þig .
    tók eftir því að hún talaði um allan á ríkisjóði að hann væri ekki nema um að mig minnir 3.5.ma.kr að frátreignum vaxtagreiðslum sem er um 90.ma.kr.er þá raunhallinn þá rétt um 93.5.ma.kr. af hvaða uppæð er þessi 90.ma.kr. dreignar veit ég ekki en sínist kata. júl vera að notta grísku leiðina að fela óhreinu börninn hennar evu og vonast til að E.B.sjái það ekki

  • Jóhann Kjartnansson

    Sammála Merði.
    Katrín Júl stóð sig mjög vel og útskýrði í hnotskurn stöðuna og hvert raunverulegt vandamál er.
    Þetta er ekkert EBS hér og evra þar heldur var hún að ræða langtímalausn og möguleika til framtíðar.
    Það er fullt af fólki sammála því að öll okkar efnahagsplön verða ekki raunhæf með krónuna sem gjaldmiðil.
    Annað er bara að setja plástur á sárin þannig að hætti að blæða þangað til grefur í og meinsemdin verður verri seinna.
    Það er líka til fullt af fólki sem vill fá að kjósa um fullgerðan aðildarsamning við ESB en ekki láta aðra segja sér hvað er best.
    Það kallast forræðishyggja.

  • Óðinn Þórisson

    Aðildarviðræðunum við ESB verður ekki haldið áfam án vilja þjóðarinnar..

    3 * hefur Samfylkingin sagt NEI við því að þjóðin komi að málinu.

    Ég get ekki stutt skattaFlokka eins og SF eða VG.

    Bjarni var yfirburðarmaður.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og einum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur