Föstudagur 18.10.2013 - 18:45 - 9 ummæli

Athyglisvert en ekki óvænt

Athyglisvert en ekki beinlínis óvænt – að Jón Steinar Gunnlaugsson skuli hafa fundið út að veiðigjaldið sé kolólöglegt og að sjálf stjórnarskráin banni afskipti Íslendinga af veldi útgerðarmanna á hafinu.

Athyglisvert en ekki beinlínis óvænt að Jón Steinar Gunnlaugsson skuli neita að gefa upp fyrir hvaða útgerðarfyrirtæki lögfræðiálitið var skrifað, og hvað eftirlaunahæstaréttardómarinn fékk fyrir verkið.

Ennþá athyglisverðast að Jón Steinar Gunnlaugsson og útgerðarfyrirtækið góða skuli hafa ákveðið að nota álitið í fjölmiðlaáróður – í staðinn fyrir að láta reyna á röksemdirnar og fara í mál við íslenska ríkið vegna hinna ólöglegu veiðigjalda og hins alvaralega stjórnarskrárbrots. En ekki afar óvænt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Sigurður

    Ætli tilfellið sé ekki að Jón Steinar vann þetta álit fyrir flokkinn sinn, til að réttlæta væntanlegt dekur ríkisstjórnarinnar við LÍÚ mafíuna.

    Mér finnst það líklegast.

    Það er flestum landsmönnum ljóst að meginþorri fjór/fimm flokksins er í vasanum á kvótagreifunum, en mest er ég hissa á að sjá að þessi maður sé farinn að selja samvisku sína.

    Því hann veit betur.

    Aldrei áður hefur maður orðið var við að það sé hægt að fá keypta niðurstöðu frá Jóni Steinari.

  • Eins og mér finnst Jón Steinar leiðinlegur, þá verð ég nú að segja að tuða yfir því að maður úti í bæ, vinni fyrir eitthvað fyrirtæki og þiggi laun fyrir án þess að trúa alþjóð fyrir krónufjöldanum eða vinnuveitanda, er nú einum of kommalegt. Jafnvel fyrir þig Mörður. Auðvitað var þetta fyrir eitthvert fyrirtæki innan LÍÚ – eru ekki öll eða langflest útgerðar fyrirtæki innan þeirra mafíu? Bara eins og í annari mafíu eru flestir innan VR og enn einni innar BSRB?

    Að hann hafi hóað í fjölmiðla til að upplýsa þá um niðurstöðuna, kemur ekki á óvart. Jón Steinari þykir ekki leiðinlegt að njóta athygli – það vita jú allir.

    En að ætlast til þess að hann segi þér sérstaklega fyrir hvern hann, vonandi frjáls maðurinn, vann eða hvað hann fékk í laun er bara frekja í besta falli en argasti kommunismi í versta falli.

  • Ingþór Stefánsson

    Held að fólk þurfi að lesa sig betur til um kommúnisma áður en það notar það sem bara eitthvað neikvætt hlaðið orð, samhengislaust

  • Vann Mörður Árnason aldrei fyrir neinn?

    Var hann ekki málsvari lítilmagnans, öryrkjans, bótaþegans?

    Ríkistarfsmannsins, borgarstarfsmannsins – hins félagslega kerfis?

    Ekki það?

    Mótaðist afstað hans aldrei af hagsmunum þessara hópa og gerði hann sér aldrei von um atkvæði þeirra?

    Var MÁ á þingi ekki málsvari „félagshyggju“ og mótaðist sú afstaða hans aldrei af hagsmunum þeirra sem hann taldi sig málsvari fyrir GEGN öðrum hagsmunum?

    Margur heldur mig sig – segir einhvers staðar.

    Einhver þarf að segja þessu liði að fólk sé ekki fífl.

  • Mörður Árnason

    Sæl Rósa!. — Þessi stutti pistill minn er reyndar ekki aðallega um fyrirtækið sem fékk Jón Steinar til verka en að gefnu tilefni er rétt að taka fram að ég hef aldrei farið leynt með vinnuveitanda eða verkkaupa í störfum eða verkefnum — og held að mönnum sé alveg ágætlega ljóst hverra málsvari ég hef verið í pólitíkinni. — Gaman annars að sjá hvað þúu ert dugleg, ágæta Rósa, að gera athugasemdir þegar ég sting niður penna. Eiginlega kominn tími til að þú kynnir þig?

  • Jón Steinar sinnir verkefnum sínum af alúð.

  • Þorsteinn Jón Óskarsson

    Jón Steinar, Davíð Oddsson og LÍÚ heilög þrenning auðvaldsins á Íslandi. Halelúja.

  • Það er auðvitað stórmerkilegt hvernig kvótaeigendum tekst að flækast fyrir lausn á þessu „ráni“. Álitsgerð Jóns Steinars auðvitað ekkert annað en reykbomba til þess að villa, fela og rugla umræðuna, eitthvað sem hefur skilað árangri aftur og aftur.

    Kvótaeigendur eiga í raun þjóðfélagið, ekki bara Sjálfstæðisflokkinn og Moggann. Þetta álit Félagsdóms er að mínu mati, hreinlega yfirlýsing um að Ísland er ekki réttarríki í dag, eða hvernig í ósköpunum getur það talist löglegt að útgerðarmenn sendi fiskiskip í landi og segi svo sjómönnum að mæta í mótmæli, hreinn fasismi að mínu mati. Enda sýnir það sig, einn dómari skilaði sératkvæði.

    http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/10/13/felagsdomur-syknar-utgerdarmenn-samstodufundur-liu-var-logmaetur/

    Og hvar er þjófélagsumræðan um þennan atburð, útgerðamenn eiga ekki aðeins Sjálfstæðisflokkinn og Moggann, heldur líka alla blaðamenn á Íslandi. Ef ekki beint þá með því að blaðamenn vita hvoru megin rúgbrauðið er smurt.

    Er það ekki hreinn fasismi að Agli er ýtt til hliðar og Gísli Marteinn settur í staðinn? Hvar er þjóðfélagsumræðan um þann atburð.

  • Ólafur Jónsson

    Þetta álit Jón Steinars er engin tilviljun núna og liður í miklu stærra og örlagaríkara samlurli útgerðarinnar sem gengur út á að tryggja kvótahöfum fulla eign á nýtingaréttinum.

    Tökum vel eftir öllum tilburðum Ríkisstjórnar LÍÚ treysta haldlaus rök og safna keyptum álitsgerðum á sama tíma og vissir útgerðamenn ógna mönnum ef þeir voga sér að koma með mótrök.

    Eins eru svikarar í stjórnarandstöðuflokkum tilbúnir að stiðja þetta skítaplott og auka þar með stuðning við nýja fiskveiðistjórnar frumvarpið og forsetinn búinn að sína að honum er ekki treystandi að standa með meiri hluta kjósenda.

    Fólk verður að vera vakandi fyrir þessu stærsta þjófnaði á þjoðarauð sem framin hefur verið Norðan Alpa. Vonandi að heiðarlegir þingmenn eins og Mörður standi með þjóð sinni í að koma í veg fyrir þennan skollaleik.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sex? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur