Sunnudagur 12.01.2014 - 10:16 - 13 ummæli

Nóg að gera í leiðréttingunum

Gott hjá umhverfisráðuneytinu að gera athugasemdir við fréttaflutning New York Times. Í greinarlista um bestu ferðastaði árið 2014 sagði blaðið að nú væri sniðugt að ferðast um Ísland áður en það hyrfi í virkjanir og veitugarða. Þetta er sannarlega ofsagt um Þjórsáráform Landsvirkjunar, Sigurðar Inga Jóhannssonar umhverfisráðherra og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðarráðherra.

En umhverfisráðuneytið fylgist vel með og leiðréttir jafnóðum ýkjusögur í erlendum fjölmiðlum um landið okkar Ísland og náttúru þess.

Næst hlýtur umhverfisráðuneytið að leiðrétta ýkjusögur sem Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra hefur komið á kreik – vonandi af því hann veit ekki betur.

Opið bréf frá fagmönnum

Það er stutt að fara. Tíu „fagmenn“ hafa sent honum opið bréf vegna staðhæfinga hans síðustu vikur um Þjórsárver og Norðlingaölduveitu (hér). Vísindamennirnir tíu sátu allir í svokölluðum faghópi 1 við gerð rammaáætlunar, og á grundvelli vinnu þeirra gerði formsannahópur verkefnisstjórnar þá tillögu til ráðherra og alþingis að setja landsvæðið við Þjórsárverafriðlandið, þar sem Landsvirkjun vildi/vill hafa Norðlingaölduveitu, í verndarflokk.

Rangt

Vísindamennirnir tíu í faghópi 1 segja það rangt hjá Sigurði Inga Jóhannssyni að svæðið hafi ekki verið skýrt afmarkað í vinnunni við rammaáætlun – en það hefur ráðherrann notað sem rök fyrir því að breyta fullbúnum friðlýsingargögnum. Svæðið var rækilega afmarkað – og við þá afmörkun ver engin athugasemd gerð í umsögnunum, ekki heldur frá Landsvirkjun.

Rangt

Vísindamennirnir tíu í faghópi 1 segja það rangt hjá Sigurði Inga Jóhannssyni að svæðið hafi verið teygt lengra til suðurs í fyrri friðlýsingartillögu en nemur svæðinu undir Norðlingaölduveitu. Þeir vekja athygli á að við þau hafi ekkert samband verið haft um þetta af hálfu ráðherrans eða starfsmanna hans.

Rangt

Vísindamennirnir tíu í faghópi 1segja það rangt hjá Sigurði Inga Jóhannssyni að breytingin sem hann ætlar nú að gera sé „minniháttar“ og að suðurmörkum svæðisins sé breytt „lítillega“. Slíkar fullyrðingar beri ekki vott „um mikinn skilning á verndargildi svæðisins“.

Totan rúlar

Hér er fótunum kippt undan einmitt helstu röksemdum Sigurðar Inga fyrir totutillöguni. Eftir stendur bara það sem allir vita, að umhverfisráðherrann svokallaði er að hlýðnast aðfinnslum frá ál- og orkubatteríinu, sem innan ríkisstjórnarinnar líkamnast í iðnaðarráðherranum Ragnheiði Elínu Árnadóttur, og skapar með totu-tillögunni rúm fyrir ný veitumannvirki á Þjórsárverasvæðinu.

Leiðréttingadeild umhverfisráðuneytisins á talsvert verk fyrir höndum.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • kristinn geir st. briem

    tók eftir þvúi að það var bætt við hópin 2009, senilega bara tilviljun. en hvað um það eflaust ágætasta fólk en telst varla hlutlaust í skoðunum um umhverfismál. en um bl.s sem nemd eru í greininni erhvergi talað um mörk á þórsárverum en kort sem ekki sjást á skýrsluni svo ég gét ekki séð á rammaáætlun hvar mörkin séu ef marka má kortið sem kom í kastljósi og áin fer ekki úr farveigi gétur sigurður verið innan marka línunar sem er dreigin þar en það er endalaust hægt að rífast um þessa fossa

  • Að hafa þennan mann í þessu ráðuneyti á eftir að valda óbætanlegum skaða fyrir landið.

  • Ómar Kristjánsson

    Framsóknarmenn þurfa að velja ,,réttu fagmennina“.

    Framkoma framsóknarmanna náttúrulega með ólíkindum í þessu máli sem og öðrum. Þetta er einhver hryllilegasti flokkur sem komið hefur fram þessi síðari tíma útgáfa af framsóknarflokki. Í gamla daga hafði flokkurinn þó einhvern punkt. Einhverja hugmyndafræði. Samvinnuhugsjónina. Og tilvera hans þá kannski afsakanleg eða skiljanleg. Svo er eigi í dag.

  • Kaldhæðin og vel tilfundin yfirskrift.

    Já, og óborganlegt niðurlag í ummælum kristins geir st. briem „… en það er endalaust hægt að rífast um þessa fossa.“

    Segir allt um hugsun öfgavirkjunnarsinna.

  • Óðinn Þórisson

    Það var hér uppgjör 27 apríl – þjóðin vildi nýja auðlyndasefnu – að við myndum nýta okkar auðlyndir.

    Og enn einu sinni vil ég minna á þá staðreynd að núverandi stjórnarflokkar studdu ekki rammaætlun og í raun löfuðu að breyta henni eins og náttúruverndarlögum.

  • Ásgrímur Jónasson

    Telst varla hlutlaust í skoðunum um umhverfismál, segir kristinn geir st, briem, hér að ofan. Í tilefni af því spyr ég: Hver hefur hagsmuni af því að vernda umhverfið? Ég hef haldið að það værum við öll, þessvegna er svo nauðsýnlegt að stíga varlega til jarðar í umhverfismálum. Nú á tímum virðast margir íslendingar vera mjög hrifnir af ýmiskonar stóriðju og þá kanski helst álvinnslu. Nú á tímum er fyrsta boðorðið í trúarbrögðum margra, arður. Hvort ætli að skili okkur meiri arði, óspillt náttúra eða virkjanir og álver? Skammtíma hagsmunir nokkurra segja álver, en langtíma hagsmunir eru ekki aðeins hagsmunir nokkurra nefndarmanna, þeir eru hagsmunir okkar allra, líka þeirra sem ekki sjá lengra en nef þeirra nær. Þeir hagsmunir segja óspillt náttúra.

  • Haukur Kristinsson

    „Hér var uppgjör“, „þjóðin vill nýja stefnu“,

    Heyra menn ekki fasismann í þessu blaðri Óðins?

  • Þessi ríkisstjórn hefur bara sannað það sem vitað var fyrir. Pólitíkusar eru eiginhagsmunaseggir og nákvæmlega eins og þín ríkisstjórn Mörður sveik almenning í þágu fjármálafyrirtækja, ætlar þessi ríkisstjórn að svíkja þjóðina í þágu vildarvina og peningaaflanna. Ekkert nýtt – allir eins. Óskandi að þessi þjóð gæti mannast og hætt að kjósa sama svika- og græðgisgengið og valið einhverja sem bera hag Íslands og þeirra sem hér búa fyrir brjósti. Við þurfum að fullorðnast og horfast í augu við spillingu stjórnmálaflokka og þar eru fjórflokkarnir fremstir í flokki.

  • kristinn geir st. briem

    ásgrímur jónasson: hvort eithvað skili okkur meiri arð óspilt nátúra eða eða virkjanir er það mín skoðun að alt sé gott í hófi bæði virkjanir og óspilt nátúra men meiga ekki gleima því að með því að rafvæða ísland bjargaði mikklum skógi sem annars hefði farið í eldivið ef nátúran á að njóta vavans á þá ekki að græða landið því það er ingrip í náttúruna. ekki er öll sú eiðíng af völdum manna jöklar hopa og skilja eftir foksand og leir sem er einsog sandpappír á landið á þá ekki að græða þá sanda því það er óspilt náttúra öfgar í allar áttir eru slæmar og géta menn virkjað í sátt við náttúruna éga menn að gera það en þaðer rétt að óspilt nátúra eiga ekki að vera hagsmunir nokkra nemdarmanna en er ekki skríttið hvernig nokkrir landsmenn ségja öllum hinum hvernig ísland eigi að líta út

  • Fjór-/fimmflokkur = Blekkingar alla daga og átakastjórnmál sem leiða til reglulegra efnahagsáfalla og þurrka út eignir stórra hópa.

    Nauðsynlegt er fyrir Íslendinga að kjósa eitthvað annað ef ætlunin er losna við þessa böl.

  • kristinn geir st. briem

    asi: þakka hrósið

  • Allt er best í hófi segja menn… Líka umhverfisvernd.
    Gaman væri að sjá dæmi um þessa öfgafullu umhverfisvernd á Íslandi. Hvenær höfum við, fyrir utan Gullfoss og þriðju Laxárstífluna, látið umhverfisverndina ganga fyrir?
    Var það við Kárahnjúkavirkjun? Eða Hellisheiði? Eða við Hágöngumiðlunina? Eða Blönduvirkjun? Hvenær var það aftur sem umhverfissinnarnir fengu að ráða öllu?

    Nú þegar notum við 4.2x meira rafmagn per haus en Bandaríkjamenn. Og þá er ekki talið sú orka sem fer til húshitunar.
    4.2x meira.
    Erum við 4.2x ríkari en Bandaríkjamenn? Nei? Erum við 2x ríkari? nei? Erum við 20% ríkari? Nei?

    Getur verið að þessi öfgavirkjanastefna (80% af nýtanlegum kostum hafa þegar verið virkjaðir og 90% af orku okkar fer í Álver) sé kannski ekki að skila okkur eins brjálaðri hagsæld og menn lofuðu og héldu? Getur verið að menn þurfi kannski að læra að betra sé að leyfa samfélaginu að vaxa sjálft og hætta að taka fram fyrir hendurnar á því með sósíalískum stórframkvæmdum?
    Getur það verið?

    Neeei, lausnin er að virkja meira. 100% Ekkert minna dugar.
    Og þegar síðasta álverið er búið að fá síðustu ána niðurgreidda í topp svo þeir þurfi nú ekki að borga sanngjarnt verð fyrir orkuna, þá hvað? Hvar eigum við hin að fá orku fyrir eldavélar, hljómflutningstæki og ljósaperur? Nú, þá virkjum við bara Gullfoss, ekkert mál. Málið dautt. Sleppum bara þessari náttúru og lifum öll á þessum stórkostlegu 4.400 störfum sem öll álverin skapa fyrir 95% af orkuauðlindum landsins. Frábært…

    Ég á bara eitt orð yfir þessa hugsun: Klám.

  • kristinn geir st. briem

    svavar knútur : svona umræða er altaf skemtileg. en tökum röðina hjá þér. gullfoss það var ekki á vegum ríkisins það sem bjargaði honum var gjaldþrot títan felagsins að mig minnir.það var nú hætt við laxastíflu skildu heimamen þorað að spreingja þettað aftur
    þettað aftur svo það var stjórnvöld og lögfræðingar sem stoppuðu hana. blönduvirkjun það vou gerðar mótvægisatgerðir í uppgræðslu kárahnúavirkjun var breit. hellisheiði hver skildi hafa ráðið orkuveituni þegar var áhveðið að fara að gera hana. ísland er stórt land ef ekki væri fyrir stóriðjuna er ekki víst að það væri búið að rafvæða ísland gott dæmi er bóndi sem átti heima steinsnar frá sogsvirkujnunum hann fekk ekki rafmagn fyr enn 1974 það er nó svolítill munur á fólksfölda hér og í b,n,a svo það er nú erfitt að bera þessar þjóðir saman hvar færðu þessi 80% veit ég ekki en gullfoss blessaður er að brotna smámsaman niður svo það mindi kanski bjarga honum hreppamenn eru að stela honum smámsaman hvort álver er betra eða verra enn annar iðnaður veit ég ekki en að er komið nóg af honum í bili hér á landi held að þú vitir ekki hver upprunalega þíðíng á orðinu klám geri ráð fyrir að að mörður viti það

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og tveimur? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur