Mánudagur 13.01.2014 - 14:18 - 5 ummæli

Þjórsárver: Flækja 22

Til að geta fjallað af viti um áform Sigurðar Inga Jóhannssonar um skerta friðlýsingu Þjórsárvera frá fyrri ákvörðun – totufriðlýsinguna – þurfa menn auðvitað að hafa kynnt sér nýjustu veituhugmyndir Landsvirkjunar á svæðinu.

En: Landsvirkjun vill ekki leyfa neinum að skoða veitu- og virkjunarhugmyndir sínar við Þjórsárver fyrren Sigurður Ingi Jóhannsson er búinn að skrifa undir totuna.

Þetta kom í ljós í svarbréfi Landsvirkjunar við beiðni minni frá föstudegi um að fá afhent þau gögn sem fyrir lægju um nýju tillögurnar:

Í ljósi þess að Landsvirkjun er ekki búin að senda inn umræddar breyttar útfærslur er á þessu stigi ekki hægt að gefa nánari upplýsingar um afl virkjananna og flatarmál lóna en fram koma í 2. áfanga rammaáætlunar.

Varðandi Norðlingaölduveitu þá óskar Landsvirkjun eftir umfjöllun um hana í 3. áfanga rammaáætlunar með breyttri útfærslu, nýrri veituútfærslu. Unnið er að þessum útfærslum og liggja þær ekki fyrir og friðlandsmörkin eru auk þess ekki ákveðin.

Sniðugt. Var kallað Catch 22 í frægri bandarískri skáldsögu frá miðri síðustu öld. Enn lengur hefur ásigkomulag af þessu tagi kennt við tékkneska rithöfundinn Franz Kafka.

Huggun harmi gegn er þó það að Hörður Arnarsson forstjóri hefur tekið að sér að lýsa fyrir okkur þessum veituáformum. Á þrettándanum sagði hann frá því í viðtali við 365 (hér á Vísi) að nýju tillögurnar frá Landsvirkjun um Norðlingaölduveitu væru algerlega frábærar.

Annars vegar erum við að skoða að vera með stífluna á sama stað en minnka lónið um helming þannig að lónið yrði alfarið í árfarveginum og hins vegar er möguleiki á að færa stífluna neðar eftir ánni.

Og það sem meira er: Verndun Þjórsárvera er tryggð og menn hafi núna einkum áhyggjur af áhrifum á fossaröðina í Þjórsá, þ.e. Kjálkaversfoss, Dynk og Gljúfurleitarfoss. Þau áhrif séu þó ofmetin:

Það er líka mikilvægt að þessi áhrif eru algjörlega afturkræf. Ef þjóðin vill eftir 20 ár eða eitthvað fjarlægja stífluna er ekkert því til fyrirstöðu og áhrifin hverfa þá algjörlega.

Eða eitthvað. Hörður vill greinilega fá að vera einn til frásagnar um nýju veitutillögurnar hjá Landsvirkjun – að minnsta kosti þangað til Sigurður Ingi er búinn með sinn part.

Opin stjórnsýsla – í anda Árósasamkomulagsins. Við bara skiljum þetta ekki ennþá.

 

 

Tölvupósturinn frá Landsvirkjun (Jóni Cleoni Sigurðssyni, samskiptasviði)  í heild:

Sæll Mörður,

Afsakaðu hvað þetta kemur seinnt.

Varðandi þá fimm kosti sem röðuðust í verndarflokk í 2. áfanga rammaáætlunar hyggst Landsvirkjun senda inn breyttar tæknilegar útfærslur á fjórum virkjunarkostum sem lentu í verndarflokki þar sem tekið verður tillit til athugasemda varðandi áhrif á verðmæt landsvæði.

Þetta eru:

Tungnaárlón: Óskað er eftir umfjöllun með breyttri útfærslu.

Bjallavirkjun: Óskað er eftir umfjöllun með breyttri útfærslu.

Norðlingaölduveita: Óskað er eftir umfjöllun með breyttri útfærslu, nýrri veituútfærslu.

Gjástykki: Óskað er eftir umfjöllun með breyttri útfærslu.

Í ljósi þess að Landsvirkjun er ekki búin að senda inn umræddar breyttar útfærslur er á þessu stigi ekki hægt að gefa nánari upplýsingar um afl virkjananna og flatarmál lóna en fram koma í 2. áfanga rammaáætlunar.

Varðandi Hólmsárvirkjun:

Hólmsárvirkjun við Einhyrning, með miðlun: Óskað er eftir umfjöllun á grundvelli sömu gagna og lögð voru fram í 2. áfanga enda er aðeins verið að óska eftir umfjöllun um þennan virkjunarkost til samanburðar við aðrar útfærslur á Hólmsárvirkjun sem röðuðust í biðflokk í 2. áfanga rammaáætlunar.

Varðandi Norðlingaölduveitu þá óskar Landsvirkjun eftir umfjöllun um hana í 3. áfanga rammaáætlunar með breyttri útfærslu, nýrri veituútfærslu. Unnið er að þessum útfærslum og liggja þær ekki fyrir og friðlandsmörkin eru auk þess ekki ákveðin. Í ljósi þess að Landsvirkjun er ekki búin að vinna umræddar breyttar útfærslur er á þessu stigi ekki unnt að gefa nánari upplýsingar um orkugetu nýrrar veitutilhögunar eða lónstærð umfram þær upplýsingar er fram koma í 2. áfanga rammaáætlunar. Meðfylgjandi uppdráttur af fyrri útfærslum Norðlingaölduveitu sýnir lónhæðir 575 og 578 m y.s. sem Skipulagsstofnun féllst á í mati á umhverfisáhrifum 2002. Úrskurður Skipulagsstofnunar var kærður til umhverfisráðherra. Lónhæð 567,5 m y.s. sýnir þá útfærslu sem tekin var fyrir í 2. áfanga rammaáætlunar og er í samræmi við úrskurð umhverfisráðherra um að veitan skuli ekki ná inn fyrir núgildandi friðlandsmörk Þjórsárvera sem eru í hæðinni 569 m y.s. í farvegi Þjórsár.

Kveðja,

Jón Cleon

 

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • kristinn geir st. briem

    mörður: skemtilegur að vanda hef sjálfur lent í hvernig upplýsíngum er haldið frá fólki hjá landsvirkjun svo þettað er ekkert nýtt það var í þá góðu daga þegar men töluðu um samræðustjórnmál þar sem menn töluðu mest við sjálvan sig. þettað er komið í 3. áfanga þá er alt undir hvaða nafni sem það heitir þannig eru víst lögin og sérfæðíngar eru nú ekki allir samála um hvað ber að vernda, í bið eða í nítíngu ef mörður gétur fullirt að allir séfræðíngar landsins um ágæti rammaáætlunar. 2 þá þarf ég að sjá undirskriftr þeirra áður enn ég trúi einsog tómas fórðum. en eisog ég hef sagt áður mindi ég vilja hafa mörð í hópi rammaáætlunar .3 því það græðir eingin á einsleitni í ráðgjafahóp og þér var hrósað fyrir vinnubrögð meðan þú varst með málið en skoðanirnar eru alt annað mál

  • fridrik indridason

    góð þýðing á catch 22, frábærri bók eftir joseph heller, hefur vafist fyrir mörgum orðsnjöllum mönnum/konum hérlendis. enn sem komið er finnst mér ljóður 22 besta þýðingin.

  • kristinn geir st. briem

    mörður : maður hugsar altof mikkið, en nú tókst samráð iðnarr. og umhverfisráðherra ekki sem skild við rammaáætlun og báru við að það þirfti að taka tilit til umsagna. hvernig findist merði eigi að taka á umsögnum ráðherrar eru venjulega ekki hlutlausir. er skimsamlrgt að láta nemdarmen fara yfir umsagnir sem gétur verið erfit því í ferlinu hafa þeir eflaust gert málamiðlanir við gerð rammaáætlunar í upphafi, er til stofnun sem er nægjanlega hlutlaus til að meta umsagnir í svo fámenu landi er eflaust sama fólkið. er hægt að fá erlenda fagmen til að meta umsagnirna. eflaust er hægt að finna næga íslenska fagmen erlendis og þá verða þeir að rökstiðja það vel áður en þeir leggja breita tilögu fram sem færi þá afur til nemdarinar til umsagnar. en hefur mörður skári hugmind um til þess að gera hlutlausa vinnu við umsagnir

  • Sigurgeir

    Ísland og náttúruauðlindir = Afríka og náttúruauðlindir.

    Svo skammt erum við á veg komin.

  • Mjög sérkennilegt er að enginn áhugi álfursta er fyrir rafmagnskaupum enda er verð á áli lágt um þessar mundir. Nú hafa Bandaríkjamenn hafið söfnun og endurvinnslu á einnota áldósum og öðru þannig að mikill sparnaður felst í því. Hægri menn á Íslandi átta sig ekki á þessu en rembast eins og rjúpan við staurinn að boxa öllum áætlunum um nýjar virkjanir í gegn. Mjög líklegt er að væntingar hægri manna tengjast fyrirgreiðslum, mútum, frá iðnfurstum enda þykir það vera ókurteisi meðal þeirra að sýna þeim ekki lit sem hafa skilið vel hagsmuni þeirra.
    Áhuginn tengist því væntanlega hagsmunagæslu þeirra sjálfra.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fimm? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur