Fimmtudagur 16.01.2014 - 13:59 - 5 ummæli

ESB-viðhorf í flokkabönd

Síðan Evrópusambandið var stofnað hafa gengið í það 22 ríki. Í mörgum þeirra hefur auðvitað verið mikil umræða um aðildina – og eitt grannríki okkar hefur hafnað aðild tvisvar eftir hatrammar deilur.

Oftast hafa einstakir stjórnmálaflokkar í þessum ríkjum tekið afstöðu til aðildarinnar en oft hefur komið fyrir að innan þeirra – oft hinna stærstu í ríkjunum – voru menn ekki sammála um aðildarmálið. Víðast hafa komið upp já- og nei-hreyfingar laustengdar einstökum flokkum – Evrópusambandsaðild er mál sem flokkakerfinu í löndunum hentar ekki vel að leysa.

Reyndar á þetta líka við um einstakar spurningar sem ESB-þjóðirnar hafa þurft að svara. Sósíalistaflokkurinn franski var ekki einhuga um Lissabon-samninginn á síðasta áratug. Einn helsti talsmaður hans í þjóðaratkvæðagreiðslunni var François Hollande, sem nú er forseti Frakklands. Einn helsti andstæðingur Lissabon-samningsins var Laurent Fabius, sem nú er utanríkisráðherra Frakklands.

Hér hafa línur í ESB-málum ekki fylgt flokkamörkum nákvæmlega. Samfylkingin tók snemma afstöðu með aðild, eða að minnsta kosti aðildarviðræðum, og VG gegn, en í Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki voru skoðanir skiptar. Síðan hefur slaknað á andstöðunni í VG en Framsóknarmenn sem vilja skoða aðild hafa tamið sér þögnina. Annar nýju flokkanna á þingi vill klára viðræður, hinn hefur ekki skýra afstöðu. Samanlagt fellur Evrópusambandsmálið ekki í greinar flokkslínur hérlendis, að Samfylkingunni undantekinni. Og sú ríkisstjórn sem hóf viðræðurnar fyrir fjórum árum var skipuð stuðningsmönnum, efasemdarmönnum og andstæðingum – með eðlilegum fyrirvara um orðalag samnings, framtíðarástand og Evrópuþróun.

Þetta er breytt.

Ásmundur Daði Einarsson aðstoðarmaður forsætisráðherra hefur nú kveðið upp úr með það að í ríkisstjórninni sem hann styður séu flokkarnir báðir andsnúnir Evrópusambandinu. Þessvegna verði engar frekari viðræður og engin þjóðaratkvæðagreiðsla um eitt eða neitt.

Með þessu segir Ásmundur Einar tvennt:

* Hann hlýtur sem þingmaður að beita sér fyrir afnámi viðræðna með nýrri þingsályktun.

* Hann hvetur áhugamenn um aðildarviðræður í Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum til að hætta þátttöku í þeim og styðja til áhrifa stjórnmálasamtökin Samfylkinguna og Bjarta framtíð.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Það fyndnasta við Daða Einar Ásmundsson er að hann er svo mikil gufa að það er engin leið að muna hvað hann heitir! 🙂

  • … og talar út og suður. Hann elur á ótta og fer í stríð fyrir sína hagsmuni. Flokkadrættir eru hans mál.

  • Sigurgeir

    Svo lengi sem rætt er um inngöngu í ESB mun reynast ómögulegt fyrir okkur að laga stórvægilega galla okkar kerfa.

    Svo lengi sem stórvægilegir gallar okkar kerfa standa óhaggaðir verður ekki hægt að ganga í ESB.

    Það er að segja, fyrst verðum við að laga stórvægilega galla okkar kerfa.

    Því verðum við að beina athygli okkar inn á við.

    Með stórgölluðum kerfum okkar verður ekki raunverulegur efnahagslegur bati hér á landi til lengri tíma litið, auk þess sem ómögulegt verður að ganga í ESB.

    Er það ósk átakastjórnmálamanna?

  • kristinn geir st. briem

    Nú sótti ég fundi með evrópustofu um evrópusátmála og evrópubandalagið nú sagði hún að eitnn sáttmálin væri raun ekki í gildi mann ekki hver en eru ekki allir þessir sáttmálar mismikið í gildi og breitast eftir því sem nýr kemur þar sem mörður hefur kint sér þessa sátmála úttí hörgul gétur hann eflaust sagt mér hvaða samþigt er mest í gildi

  • Mörður ætti einmitt að fagna því hve mikinn siðferðisþroska stjórnarflokkarnir sýndu, með því að slá ekki formlega af viðræðuferlið.

    Allt og sumt sem Ásmundur Daði hefur bent á, er hvílík hrópandi vitleys það er að ætla flokkum sem andvígir eru aðild, að ræða við ESB um aðild.

    Hann benti ekki á nokkuð annað en þ.s. hver og einn ætti að geta séð, að stjórnarflokkarnir mundu aldrei klára aðildarsamning, þó svo að þeir yrðu knúðir til þess að starta viðræðuferlið að nýju.

    Að sjálfsögðu, þ.s. þessir flokkar eru andvígir aðild, þá fara þeir ekki að leiða Ísland hugsanlega inn í ESB, þannig að það kemur að sjálfsögðu ekki til greina að ráða til þess verks að ræða við ESB – stjórnarandstæðinga eða „fræðimenn“ sem eru aðildarsinnaðir og telja sjálfa sig vera „ópólitíska“ þó þeir séu auðvitað aðildarsinnaðir og aðild er auðvitað sem hápólitískt mál, sýnir vel að þeir fræðimenn geta ekki talist ópólitískir. Þeir hljóti að skipa hóp aðildarsinna, styðja flokka aðildarsinna – eru því bersýnilega, pólitískir andstæðingar núverandi stjórnarflokka.

    Aðildarsinnar mundu aldrei ráða til verks að ræða við ESB, andstæðinga sína. Það segir sig sjálft, það er því fremur kjánalegt að ætla núverandi stjórnarflokkum, það að ráða til verks andstæðinga sinna að leiða svo mikilvægt mál – sem að sjálfsögðu er stjórnarflokkunum mikilvægt. Og það með hætti, sem þeir flokkar eru ancvígir.

    Málið er auðvitað það að aðildarmálið er dautt meðan þetta kjörtímbil stendur yfir – – skynsamast er að láta mál kyrr liggja. Þangað til að dregur að nk. kosningum.

    Þá væri skynsamt að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort þjóðinn vill starta viðræðum aftur meðfram þeim kosningum. Það ætti að tryggja að aðildarmálið verði ofarlega í þjóðfélagsumræðinni fyrir þær kosningar þannig að þjóðin standi fyrir skýrum valkosti að kjósa aðildarsinna ef hún virkilega vill viðræður.

    Kv.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og átta? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur