Færslur fyrir apríl, 2010

Föstudagur 30.04 2010 - 16:46

Langri eyrnabólgusögu að verða lokið!

Loks grillir í bólusetningu gegn algengasta heilsumeini barna á Íslandi, miðeyrnabólgunni. En að mörgu þarf að hyggja þar sem aðeins er verið að tala um bólusetningu gegn alvarlegustu meinvöldunum og meðhöndlun miðeyrnabólgu þarf að vera miklu markvissari en hún hefur verið hingað til. Flestir foreldrar kannast við þann vanda sem fylgir því að eiga eyrnaveikt barn. Ætla má að um […]

Fimmtudagur 29.04 2010 - 16:43

Að byggja úr Legó

Í gamla daga byggði ég oft með syni mínum úr Legó-kubbum. Fyrst voru hlutirnir sem við byggðum einfaldir en eftir nokkur ár voru byggð heilu þorpin, jafnvel með flugvelli og öllu. Lögreglustöðin og slökkviliðsstöðin gleymdust aldrei. Bankar voru yfirleitt ekki byggðir. Oft voru húsin eða þorpin byggð upp aftur og betrumbætt. Með vaxandi aldri fóru hlutirnir samt að […]

Miðvikudagur 28.04 2010 - 16:34

Hjarðáhrif og hjarðónæmi

Ég hlustaði á athyglisvert viðtal við Dr. Huldu Þórisdóttur, félagssálfræðing í mannlegri hegðun í gær, í Kastljósþætti RÚV. Þar var fjallað um hugsanlegar skýringar á því sem gerðist fyrir hrun og sem reyndar var komið inn á í siðferðiskafla Rannsóknarskýrslu Alþingis. Hjarðhegðun var mikil hjá einsleitinni og fámennri þjóð sem auk þess var stoltust allra Evrópuþjóða. Það var […]

Þriðjudagur 27.04 2010 - 23:17

Leggjumst nú öll undir feld

Á köldum vormánuði þegar öskuský liggur yfir landinu og allt flug liggur niðri um ótiltekinn tíma er sennilega best að leggjast undir feld eins og Þorgeir Ljósvetningagoði gerði þegar hann þurfti að hugsa sitt ráð. Nóg er af vandamálum fyrir alla. Forsetinn hefur þó þrátt fyrir allt verið að reyna að blása í menn kjark og […]

Mánudagur 26.04 2010 - 22:37

Að byrja á vitlausum enda

Sum mál er erfiðara að tala um en önnur.  Kynferðisglæpir eru því miður allt of algengir í okkar þjóðfélagi, ekki síst kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Tölur á Íslandi ná aðeins til um 10-20% allra barna og þá frekar stúlkna en drengja. Ofbeldið er greinilega svínslegt í allri sinni ómynd og nær ógerningur er að átta sig á […]

Sunnudagur 25.04 2010 - 23:08

Skynsemin ræður

Við hjónin áttum einu sinni þrjá Trabanta í röð. Þetta var fyrir meira en þremur áratugum. Góðir bílar og á góðu verði. Bílinn kostaði aðeins sem samsvaraði 3-4 mánaðarlaunum. Flestir höfðu þannig efni á þeim. Þeir voru mjög sparneytnir á eldsneyti og nokkuð öruggir. Einkunnarorð þessara bíla báru orð með rentu, „Skynsemin ræður“. Aðrir hefðu […]

Fimmtudagur 22.04 2010 - 14:36

Skín við sólu…

Það veit á gott á sumar þegar það frýs saman við vetur eins og gerðist í nótt. Náttúran hefur ekki brugðist okkur í vetur og sýnt allar sínar hliðar. Við fáum allan skalann og þurfum ekki að kvarta, en sem komið er a.m.k.. E.t.v. er það þess vegna sem við leyfum okkur svo margt, eins […]

Þriðjudagur 20.04 2010 - 13:35

Áhyggjur formanns Læknafélags Íslands

Verulega ber að hafa áhyggjur af atgerfisflótta  íslenskra lækna ef marka má áhuga þeirra á að vinna erlendis í fríum, til lengri eða skemmri tíma. Þetta kom meðal annars fram í hádegisðviðtali við Birnu Jónsdóttur, formanns Læknafélag Íslands í fréttatíma RÚV í gær. Uppsöfnuð frí, m.a. vegna mikillar vinnu á vöktum eru ætluð til að taka sér […]

Sunnudagur 18.04 2010 - 10:30

Þegar flugið bregst heiminum

Endalausar fréttir eru nú á erlendum fréttastöðvum hvernig Ísland heldur Evrópu í heljargreipum eftir dómsdaginn fræga í síðustu viku.  Ástandið hefur ekki verið alvarlegra á friðartímum hvað samgöngur snertir. „Og himnarnir urðu dökkir sem nótt á miðjum degi“. Reiði guðs hefði verið sagt á tímum gamla testamentisins eins og þegar syndarflóðið varð. Eins og þá […]

Mánudagur 12.04 2010 - 13:58

Litla gula hænan

Það er alveg ljóst að við Íslendingar vorum ílla lesnir í viðskiptafræðum og siðfræðinni og ætlum okkur um of úti í hinum stóra heimi.  Eftirlitsstofnanir brugðust og almenningur nennti ekki að hugsa. Allt þetta kemur fram í „svörtu“ rannsóknarskýrslu Alþingis um íslenska efnahagsundrið og hrunið sem lögð var fram í dag. Sennilega hefur eitthvað vantað á grunnfræðin og […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn