Sunnudagur 09.05.2010 - 12:33 - FB ummæli ()

Kvikan og vísindin

ejafjalla16apr2010-mfulle4145j

Frábærar myndir af gosinu í Eyjafjallajökli á http://www.swisseduc.ch/stromboli/-SMELLA Á MYND

Mikil öskumengun eins og íbúar í Vík í Mýrdal og öðrum stöðum undir Eyjafjallajökli og Vestur-Skaftafelssýslu mega nú þola getur breytt degi í nótt auk þess að geta valdið miklum búsifjum. Landlæknisembættið hefur gefið út ráðleggingar varðandi hugsanlegt heilsutjón sem kann að hljótast af öskumengun sem leggst ílla í öndunarfærin og augun. Auk þess getur með öskunni borist eitraðar gufur sem erfitt getur verið að varast. Þess vegna verða allir að fara með ýtrustu gát kringum gosstöðvarnar. Í helgarblaði Fréttablaðsins er hins vegar áhugaverð grein um íslensku ösku- og gjóskulögin sem skráir að sumu leiti örlagasögu þjóðarinnar. Nú er öldin önnur og mynda má náttúruhamfarirnar um leið og þær gerast. Heimurinn alur fylgist með enda um einstaka atburði að ræða eins og margir erlendir fréttamenn með mikla reynslu um víða veröld hafa tjáð sig um. Á veraldarvefnum er hægt að nálgast margvíslegar upplýsingar, fylgjast með eldgosinu í beinni útsendingu og skoða stórkostlegar myndir án endurgjalds eins og sjá má ef smelt er á myndina hér til hliðar (www.swisseduc.ch/stromboli).

Margt getur verið líkt með kvillum okkar mannanna og duttlungum nátttúrunnar þar sem tæknin kemur einnig að gagni. Kvikuskot í Eyjafjallajökli og eyrnabólgur eiga t.d. ýmislegt sameiginlegt ef betur er að gáð, a.m.k. er gaman að leika sér af samanburðinum þótt hamfarirnar nú sé allt annað en grín. Segja má t.d. að eyrnabólgan verður til við einskonar kvikuskot í kokhlustinni. Eyrnabólgur og ekki síst þrálátar eyrnabólgur er oft erfitt að greina og spá fyrir um. Um er að ræða samspil margra þátta. Umfang bakteríusýkingar í vökva sem safnast hefur í miðeyranu t.d. tengt kvefi, er það sem skiptir máli þegar metinn er hugsanlegur ávinningur af sýklalyfjameðferð. Lang flestar miðeyrnabólgur lagast hins vegar jafnvel af sjálfu sér án sýklalyfjameðferðar. Til að greina þær breytingar sem sjást á hljóðhimnunni þarf bæði kunnáttu, þjálfun og góða eyrnasjá (otoscope). Læknar eru auk þess ekki alltaf sammála um greininguna og sitt sýnist hverjum, sérstaklega þegar meta á umfang sýkingarinnar, bólgueinkenni, roða í hljóðhimnu, hreyfanleika hljóðhimnunnar, æðateikn og jafnvel útbungun. Bólgan og sýkingin getur hegðað sér líkt og eldgosin með gosóra í formi mikilla verkja áður en sjálf útbungunin á hljóðhimnunni á sér stað en sem að lokum getur jafnvel ovaeturinn3sprungið og vellur þá gröfturinn út. Oft hjaðnar sýkingin hins vegar fljót niður af sjálfu sér enda líkaminn hannaður til að takast á við slíkar truflanir af eigin rammleik. Til að greina þetta vel þarf samt greiningartæki svo sem góða eyrnasjá, ekkert síður en jarðfræðingar þurfa sína mæla og tól. Hingað til hefur ekki verið hægt að festa breytingarnar á mynd með góðu móti en nú býður tæknin upp á þann möguleika, ekkert síður en nýja ratsjármyndavél Landhelgisgæslunnar sem skilað hefur svo frábærum myndum að eldstöðvunum í Eyjafjallajökli og sem gefur möguleika á að meta breytingarnar á gosstöðvunum dag eyrnabolgafrá degi, jafnvel þótt skyggnið sé lélegt. Rafeindatæknin býður  nú upp  eyrnasjá sem lítur út í fljótu bragði eins og gamla tækið en sem er með rafrænni myndavél (digital otoscope). Þannig er hægt að taka góðar myndir á mjög einfaldan hátt, bæði venjulegar myndir (eins og myndin hér til hægri) og hreyfimyndir (videó) sem skiptir sköpum ef annar aðili þarf að meta breytingar sem voru til staðar daginn eða daganna áður. Auðvelt er að tengja eyrnasjána við t.d. fartölvu eða síma og skoða breytingarnar á skjánum. Á höfuðborgarsvæðinu er það einmitt svo að yfirleitt kemur aldrei sami læknirinn að greiningunni frá degi til dags. Barn kemur t.d. á læknavakt að kveldi og annar sér barnið daginn eftir. Ef  bíða á með sýklalyfjameðferð og sjá til hvernig hlutir þróast hlýtur að vera mikilvægt að hægt sé að bera breytingarnar saman. Og tækið kostar aðeins rétt rúmlega 200.000 kr. sem teljast verður ódýrt þegar um lækningatæki er að ræða og aðeins þarf eitt slíkt tæki á hverrja stöð. Upplagt t.d. fyrir félaga- og góðgerðarsamtök sem vilja gefa góðar gjafir sem kemur heilsuvernd barna að góðum notum. Kvennadeild Lions í Mosfellsbæ hefur t.d. gefið heilsugæslustöðinni þar í bæ slíkt tæki. Sjón er alltaf sögu ríkari.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · útivist

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn