Þriðjudagur 18.05.2010 - 22:47 - FB ummæli ()

1+1=2

nýju lyfinMikill skjálfti virðist kominn í lyfjaframleiðendur erlendis ef marka má fréttir síðustu daga. Haft er eftir framkvæmdastjóra lyfjarisans Roche að íslenski örmarkaðurinn sé það lítill að hann skipti fyrirtækið ekki máli og það íhugi að hætta sölu lyfja til landsins vegna óstöðugs lyfjaverð á algengustu lyfjum. Eins er farið er að bera á því að lyfjafyrirtæki hætti við að skrá ný lyf á markað hér á landi þar sem stjórnvöld voru ekki tilbúin til að borga sambærilegt verð og fæst fyrir lyfin á hinum Norðurlöndunum, segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka framleiðenda frumlyfja og fram kom í Fréttablaðinu í morgun. Fulltrúi íslensku lyfjaframleiðendanna tekur þannig í sama streng og fulltrúi lyfjarisans og kvartar undan að lyfjaverð hér sé að meðaltali um 6.5% lægra en á hinum Norðurlöndunum og sé þannig orðið óeðlilega lágt. Það sem ekki er sagt er, að lyfjaverð hefur náðst niður með bestukaupalistum Sjúkratrygginga Íslands þar sem lyfjafyrirtækin eru látin bjóða í markaðinn hverju sinni. Hver getur kvartað yfir nokkra milljarða króna sparnaði  fyrir ríkið í lyfjum þegar flestir fá sín nauðsynlegustu lyf. Markaðurinn þarf auðvitað að aðlaga sig af aðstæðum hvrju sinni. Vandamálið hefur hins vegar verið meira að innflytjendur og framleiðnedur hafa oft ekki tryggt að lyfin séu til á markaði hverju sinni og því síður sem þau eru ódýrari til að geta grætt sem mest. Jafnvel nauðsynleg lyf hefur s+árlega vantað og engin sambærileg lyf til, vikum og mánuðum saman. Á þetta hefur margsinnis verið bent hér á blogginu mínu um lyfjamál. Stungið hefur því verið upp á að ríkið sjálft annist innflutning lyfja beint og milliliðalaust og endurveki jafnvel upp Lyfjaverslun Ríkisins. Um atvinnuskapandi atvinnurekstur gæti verið að ræða auk íslenskrar framleiðslu eins og tíðkaðist áður t.d. með vökva og næringu í æð, í stað þess að flytja vatnið í pokum til Íslands eins og Ólafur Þór Gunnarsson benti nýlega á í bloggfærslu sinni.

Vandamálið er auðvitað mikil samkeppni um lyfjamarkaðinn og það er ekki gáfulegt að við á litla Íslandi séum að blanda okkur um of í þann leik við ríkjandi aðstæður. Betra væri því að við værum í samfloti með nágranaríkjunum og leituðum tilboða hverju sinn til lengri tíma. Annað vandamál sem snýr að umræðunni í dag og tengist ekki samheitalyfjunum, er að oft getum við notað aðeins eldri lyf sem koma að sama gagni og í sumum tilvikum að meira gagni. Sterk lyf hafa oft óþarflega kröftuga verkun sem getur komið fram með aukaverkunum síðar. Þekktast er dæmið um vinsælasta en um leið lang dýrasta magalyfið sem nú þarf lyfjakort á til að fá. Flestir fá fráhvarfseinkenni ef þeir hætta snögglega á því lyfi og önnur mildari koma þannig oft að betra gagni gagnvart einkennum en valda síður fráhvarfseinkennum. Sjónarspil getur verið með mismunandi verkun á geðlyfjum þar sem verðmismunur er margfaldur. Astmalyfin eru mikið til umræðu nú og margir finna að því að nú þurfi lyfjaskírteini á samsettu lyfin sem eru margfalt dýrari. Um 50.000 kr mun getur verið að ræða fyrir ríkið í hverri ávísun hvort þessi lyf eru notuð eða nánast sömu lyf sem eru gefin í sitt hvoru lagi og sem koma flestum að sama gagni. Auk þess er lyfjaheldni og skilningur sjúklings oft meiri á verkun lyfjanna ef ekki er verið að blanda saman ólíkum lyfjum í eitt lyfjaform. Lyfjaframleiðendur eru hins vegar súrir og því miður sumir læknanna sem eru að því er virðist ekki tilbúnir til að spara þessar upphæðir fyrir ríkið. En einn plús einn eru alltaf tveir hvernig sem litið er á málin og hvað sem hver reiknar.

Flokkar: Óflokkað · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn