Færslur fyrir nóvember, 2010

Mánudagur 29.11 2010 - 07:52

Rauði björninn

Í framhaldi af síðustu færslu minni um gluggann okkar verð ég að sýna ykkur þessa mynd frá Langjökli. Í raun ganga öll vísindi mest út á að finna orsakir og samband á milli hluta til að við getum lært af niðurstöðunum og þróað okkar samfélag betur. Þannig er hægt að rannsaka allskonar tengsl milli athafna […]

Föstudagur 26.11 2010 - 09:40

Glugginn okkar

Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla, eða ættum við ekki heldur að segja litla. Oft hef ég nefnilega velt fyrir mér hvað við höfum litla heildarsýn á málunum og viljum leita langt yfir skammt. Það ræðst sennilega af því, að því lengra sem er í myndefnið og því stærri sem sjónmyndin er, því fallegri […]

Þriðjudagur 23.11 2010 - 17:04

Uppeldið og ramminn fyrir stjórnlagaþingið

Þjóðfélagið endurspeglar vel þá einstaklinga sem það byggja. Þroski og uppeldi er mikilvægast í fari hvers manns og skapar þá eiginleika að gera einstaklinginn að góðri félagsveru í samfélaginu. Að mörgu leiti höfum við Íslendingar gert hlutina öðruvísi en aðrar þjóðir og þroski okkar sem þjóðar hefur verið mjög hraður, kannski allt of hraður. Við höfum […]

Mánudagur 22.11 2010 - 20:37

Vegir liggja til allra átta

Listin eins lífið er sífelt að koma manni skemmtilega á óvart. Síðastliðið föstudagskvöld var farið á vídeóleiguna til að ná í barnaefni fyrir barnabörnin, en um leið tekinn diskur fyrir okkur eldra fólkið enda ekkert sérstakt í sjónvarpinu. Fyrir valinu varð, með semingi að minni hálfu, myndin Mamma Gógó eftir Friðrik Þór Friðriksson. Í sjálfu sér […]

Sunnudagur 21.11 2010 - 23:45

Fálm í myrkri

Hver kannast ekki við það að þurfa að ganga einstaka sinnum í myrkri? Oftast er það heima við þar sem við þekkjum vel aðstæður og ekkert kemur á óvart. En stundum erum við á ókunnum slóðum og verðum að treysta á önnur skilningarvit en sjónina og þá fálmum við fram fyrir okkur í þeirri von […]

Fimmtudagur 18.11 2010 - 23:26

Félagslegar aðstæður, sállíkamleg einkenni og bætur

Sennilega endurspeglast sjaldan jafn vel tengsl sálarinnar við líkamann og þessa daganna. Sállíkamlegir sjúkdómar er stór hluti þeirra kvilla sem við heimilislæknar fáumst við dags daglega. Spenna, kvíði og þunglyndi sem birtist í álagseinkennum hverskonar og myndgervingu líkamlegra kvilla frá vöðvabólgu til gerviþungunar. Það sem er sérstakt við stöðuna í dag er að sífellt fleiri […]

Fimmtudagur 18.11 2010 - 11:53

Svartir svanir

Í dag, 18. nóvember er Evrópudagur til áréttingar um rétta notkun sýklalyfja og áminningar um vaxandi sýklalyfjaónæmi. Mikill skilningur hefur áunnist í þýðingu sýklalyfjaónæmis tengt mikill sýklalyfjanotkun í þjóðfélaginu, ekki síst hér á landi þar sem ástandið er orðið grafalvarlegt. Sýklalyfin hafa verið notuð óspart á vesturlöndum og nú nálgumt við óðfluga þann tíma sem var fyrir tilkomu […]

Miðvikudagur 17.11 2010 - 14:24

Kaffibætirinn

Í gamla daga var það hluti af sveitamenningunni að fá kaffimjólk með sykri og ekki var verra að fá kringlu til að dýfa ofan í. Kaffiuppáhellingin var eitt af skyldustörfunum heima í húsi sem maður gekk undir með glöðu geði. Alltaf man ég eftir kaffirótinni, þeirri lúxus vöru sem ég þá taldi að kaffibætirinn væri, í rauðu […]

Laugardagur 13.11 2010 - 18:31

Vatnsflöskuvísitalan

Fátækt er afstætt hugtak, að minnsta kosti ef við hugsum um fátækt hér á landi miðað við fátækt eins og hún gerist verst úti í hinum stóra heimi. Fátækt er engu síður alltaf sár hvernig svo sem við skilgreinum hana og hlýtur alltaf að miðast við þær grunnþarfir sem við sjálf skilgreinum í þjóðfélaginu. Það […]

Fimmtudagur 11.11 2010 - 13:34

Það sem við viljum ekki vita, sjá eða heyra

Sé ekki, heyri ekki, veit ekki eru, skulum við segja, athafnir sem því miður oft eru notaðar í heilbrigðisvísindum og stjórnun, sennilega ekkert síður en örðum vísindagreinum og stjórnsýslufræðum. Þótt læknir vilji yfirleitt alltaf gera allt það besta fyrir sjúklinginn getur greiðinn verið á misskilningi byggður eða þá að læknirinn taki ekki nógu mikla samfélagslega ábyrgð eða afstöðu með gjörðum sínum. […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn