Þriðjudagur 08.03.2011 - 18:43 - FB ummæli ()

Púður á sprengidag

Umræðan í dag um bankastjóranna er ansi eldfim og púðrið er heitt og þurrt. Fólki blöskrar græðgi þeirra sem fara með og geyma þá fáu peninga sem eftir eru í landinu. Og allra mest blöskrar fólki þróun mála miðað við það sem á undan er gengið og almenna launaþróun í landinu.  Hvað halda þessir menn og þessar konur að þau séu. Var ekki komið nóg og skilja ekki allir að ábyrgð þeirra er ekkert meiri en hjá öðrum íbúum þessa lands þegar upp er staðið? Og auðvitað hangir miklu meira á spýtunni því í toppunum hanga bankaráðsmenn að aðrir yfirmenn. Sennilega munu margir mótmæla yfirganginum með því að færa öll sín viðskipti yfir á Landsbankann, sé þess nokkur kostur. Nýr banki sem lætur almenning sig að minnsta kosti varða og étur ekki vextina af okkur hinum.

Vonandi borðar almenningur ekki yfir sig í kvöld af saltkjöti og baunum sem markar upphaf langrar föstu. Það er hins vegar annað komið að því að springa í þjóðfélaginu á þessum fallega degi þegar saklaus púðursnjór þekur jörð og hylur það sem undir liggur. Og sumir þurfa ekki að fasta á páskaföstu og hafa væntanlega nóg að bíta og brenna. Ein af ljótustu löstum mannsins er græðgin sem Hallgrímur Pétursson orti svo vel um. Raunverulegt púður á sprengidag sem stendur okkur svo nærri.

Undirrót allra lasta
Ágirndin kölluð er
Frómleika frá sér kasta
Fjárplógsmenn ágjarnir,
Sem freklega elska féð,
Auði með okri safna,
Andlegri blessun hafna,
En setja sál í veð.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn