Þessa spurningu fékk ég á göngutúrnum mínum úti í snjónum í gær þegar sól skein á skjannahvíta heiðina og maður gat ekki hugsað sér neitt fegurra og hreinna en nákvæmlega umhverfið þar sem ég stóð. Spurningu sem tengist mannanna verkum og afleiðingu viss sóðaskaps í heilbrigðismálum undanfarin ár. Vissa samlíkingu höfum við í öðru nærumhverfi og sem við höfum verið svo rækilega vel minnt á nýlega, umræðu um mengun m.a. díoxíns og áhrifa á flóru landsins. Hér erum við þó sjálf fórnarlömbin, eða flóran sem er í okkur og á. Afleiðingar sem síðan koma harðast niður á börnunum okkar þegar þau veikjast. Upptaka á viðtalinu við Kristófer og Þorgeir í Reykjavík síðdegis má heyra heyra hér : http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP2735 en tilefnið var bloggfærsla mín í gær.