Fimmtudagur 10.03.2011 - 12:13 - FB ummæli ()

Eru sýklalyfin hætt að virka?

Þessa spurningu fékk ég á göngutúrnum mínum úti í snjónum í gær þegar sól skein á skjannahvíta heiðina og maður gat ekki hugsað sér neitt fegurra og hreinna en nákvæmlega umhverfið þar sem ég stóð. Spurningu sem tengist mannanna verkum og afleiðingu viss sóðaskaps í heilbrigðismálum undanfarin ár. Vissa samlíkingu höfum við í öðru nærumhverfi og sem við höfum verið svo rækilega vel minnt á nýlega, umræðu um mengun m.a. díoxíns og áhrifa á flóru landsins. Hér erum við þó sjálf fórnarlömbin, eða flóran sem er í okkur og á.  Afleiðingar sem síðan koma harðast niður á börnunum okkar þegar þau veikjast. Upptaka á viðtalinu við Kristófer og Þorgeir í Reykjavík síðdegis má heyra heyra hér :  http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP2735 en tilefnið var bloggfærsla mín í gær.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn