Nýlega fjallaði ég um framtíðarfyrirmynd að sjálfbærni í landbúnaði og plönturæktun hverskonar hér á landi í Draumnum um aldingarðinn Eden. Önnur sjálfbærni sem snýr að samfélagi fatlaða er ekki síður mikilvæg, þar sem Íslendingar hafa verið í fararbroddi í bráðum öld. En nú eru blikur á lofti með áframhaldið.
Í allri ljósadýrðinni sem naut sín best í mesta skammdeginu í vetur, velti ég fyrir mér hvað ljós væru fallegust. Sólin, ljós ljósanna var auðvitað ekki meðtalin nema þá ef til vill jólasólin með sína dimmrauðu geisla. Geislar sem gefa fjöllunum okkar lengri skugga og meiri vídd en bara þrívídd.
SJÁ FÆRSLU, Aðventuljósin á Sólheimum