Fimmtudagur 30.08.2012 - 21:18 - FB ummæli ()

„Verðbólgan“ í apótekinu

Nýlega var mér bent á mikinn verðmun á lausasölulyfinu Voltaren geli og sem er ætlað til útvortis notkunar á undirliggjandi bólgur, hér á landi og í Danmörku. Túba (50 grömm) sem keypt var fyrir nokkrum dögum í Danmörku (m.a. með íslenskum leiðbeiningum) kostaði 758 ísl. kr (37 kr danskar), en sama túba hér á landi kostar 2.079 kr. Etthundraðgramma túba kostar hér 3.815 kr., en 1.598 (78 krónur danskar) í Danmörku. Munurinn er vel yfir 100%.

Það er umhugsunarvert hvað álagningin er oft há hér á landi á lausasölulyfjum sem fólk reynir að bjarga sér með án þátttöku hins opinbera. Þegar fólk leitar sér beint hjálpar í apótekið. Á sama tíma og hvatt er til minni lyfjanotkunar á gigtartöflum til inntöku og sem sýnir sig geta verið varsöm meðferð til lengdar og mikið var fjallað um í sumar. Gigtarlyf sem við samfellda notkun getur átt þátt í þróun hjarta- og æðasjúkdóma. Þess vegna og minni aukaverkana er gelið umtalaða mikið vinsælla nú en áður, enda virkar það ágætlega ef grunnt er á bólguna. Ekki hins vegar þegar bólgan liggur djúpt, ekkert frekar en á sjálfa verðbólguna sem er jú þjóðarmein númer eitt og öllu er kennt um og engin lyf eru til gegn.

Flestir þurfa hins vegar stundum að gripa til lausasölulyfja eins og t.d. veikra verkja- og bólgulyfja. Ekki síst þegar sú meðferð getur komið í veg fyrir ótímabærar læknisheimsóknar og sparað ríkinu ávísanir á dýrari lyf. Þegar ríkið borgar oft meiripartinn í kostnaðinum að lokum. Óeðlilega há verðlagning á lausasölulyfjum í apótekunum er ósanngjörn, sem kemur ekki síst niður á barnafjölskyldum og gömlu fólki. Reyndar á öllum heimilum í landinu. Eitt augnablik datt mér í hug umræðan nú um okurvexti smálána í þessu sambandi. Þar sem vextirnir einir geta reyndar farið upp í 150%, en sumir hafa samt orðið að treysta á, í neyð sinni á Íslandi í dag.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn