Stórkostlega aukin vitneskja hefur skapast á skilning mannsins á samspili líkamsfrumanna og örvera (The human microbiome), í okkur og á. Okkar nánasta nærumhverfi og sem tengist heilsunni, ekkert síður en næringin. Gen í örverum sem eru tíu sinnum fleiri en frumur líkamans og geta deilt ólíkum upplýsingum í samspili með okkar eigin erfðaefni og hjálpað til við stjórn lífrænna efnaferla. Myndun t.d. próteina og ensíma í hinum ólíku líffærum og líffærakerfum og sem getur fyrirbyggt sjúkdóma. Þar sem reiknað er með stærstu sóknarfærum læknavísindanna á næstu áratugum.
Þúsundfaldar erfðafræðilegar upplýsingar hafa orðið til í sameiginlegri þróun mannsins og örveranna. Aðlögun að ólíkum aðstæðum og tímum, í öllum heimshlutum. Örverur sem í dag geta t.d. tekið þátt í að koma jafnvel í veg fyrir svokallaða lífstílssjúkdóma ef rétt er staðið að málum, s.s. gegn offitu og sykursýki, ásamt réttu mataræði. Eins komið í veg fyrir ákveðnar sýkingar og styrkt okkur að ákveðnu marki gegn eituráhrifum og krabbameinum. En ekki ef vantar, t.d. með röngu mataræði, mengun og kemískri eitrun í matvælum, lofti og drykkjarvatni. Eins með ofnotkun lyfjanna okkar s.s. sýklalyfja.
Samspil erfðaefnis fruma og örvera í görn er þannig talið miklu þýðingameira en áður var talið og nátengt umhverfisvernd í öllum sínum ólíku myndum. Virtustu vísindatímarit heims eins og t.d. Science og Nature hafa verið uppfull af greinum um þessi mál sl. ár. Umfangsmiklar rannsóknir eru nú gerðar á erfðamengi þessara örvera og hvaða þættir ráða mestu samspilinu. Hvað þættir opna og loka hinum ýmsu gluggum á sameiginlegu erfðamengi, til góðs eða ills. Eins og reyndar líka er verið að rannsaka varðandi mikilvægustu þætti í okkar félagslega umhverfi, frá vöggu til grafar, jafnvel strax í móðurkviði og ég hef skrifað um áður. Heimurinn er þannig miklu flóknari en við töldum áður og við sjálf ekki jafn stór og fullkomin og margir vilja halda. Gervigreindin leysir síst úr þessum vanda og margir eru farnir að treysta á. En um leið eru sóknarfærin líka miklu fleiri ef betur er að gáð og sem við ættum að nýta betur með hjálp vísindanna.
Gott lífrænt ræktað fæði, ekki síst gróf kolvetni, hnetur, fræ og korn hverskonar, trefjar, jurtafitur, grænmeti og ávextir (með líka öllum sínum góðu ljósefnum (phytochemicals) og vítamínum), styrkja örveruflóruna okkar hvað mest. Gerlar sem eru góðri meltingu nauðsynlegir allt frá fæðingu. Probiotics (enskt orð í andstöðu við anti-biotics) er síðan náttúrulyf af hagstæðum þarmaflórustofnum sem hægt er að taka inn í stöðluðu magni eftir ákveðnum fyrirmælum, og sannreynd hafa getað gert gagn með vísindalegum rannsóknum.
Sýklalyf og önnur lyf í menguðum matvælum, geta hins vegar haft mikil neikvæð áhrif á flóruna. Hins vegar er það svo að ýmsir gerlar og hagstæðar bakteríur geta framleitt sjálf sín sýklalyf, sem síðan geta hjálpað ónæmiskerfi mannsins ef utanaðkomandi árás er gerð af óvinveittum sýklum. Allt „sýklar“ sem við köllum svo á íslensku af misskilningi, enda valda ekki allir sýklar sýkingum, heldur jafnvel þvert á móti. Óvinveittum sýklum hins vegar oft haldið frá eða í skefjum eins og á sér stað með hættulegasta niðurgangssýkilinn, Clostridium difficile sem allt af fjórðungur okkar ber í litlu mæli, djúpt í slímhúðum garnar. Á síðustu árum er einmitt litið til vinveittu sýklana, saurgerlanna til að koma jafnvægi á meltinguna okkar eftir stranga sýklalyfjakúra og hægt er að koma í jafnvægi með að gefa heilbrigðan saur, t.d. í hylkjaformi. Eins er með hjálp saurgerla verið að vinna að framleiðslu nýrra flokka sýklalyfja, sem t.d. actinomycetes gerlarnir framleiða, og hafa þar til nýlega verið óþekktir. Innflutningur á sýklalyfjaónæmum colibakteríum í matvælum (aðllega hráu kjöti en jafnvel grænmeti) eins og ESBL eða CPO er síðan enn annað og hættulegri þróun á sl. árum á Íslandi og sem eyðileggur gott forskot Íslands í sýklalyfjanæmi colibaktería.
Sennilega á betri skilningur á öllu þessu samspili eftir að veita okkur allt aðra sýn í þróun og meðferð alvarlegustu lýðheilsusjúkdómanna í dag. Löngu er kominn tími á að við stöndum okkur betur í fæðuvalinu. Eins hvernig við getum fyrribyggt uppsöfnum kemískra efni í umhverfinunu okkar (t.d. rykefnin (nanoproducts), PFC efnin í matvæliðnaði og þalötin (hormónahermana) í plast- og fataiðnaði. Eins allskonar eiturefni og skordýraeitur í landbúnaði og sýklalyf sem frammleidd voru i upphafi til að lækna okkur en eru nú notuð oft í allt öðrum tilgangi og til að auka á framleiðni í landbúnaði (jafnvel með genabreytingu jurta til að þola eituráhrifin t.d. með glyphosphat-samböndum). Um 75% allrar notkunar sýklalyfja í heiminum er síðan í landbúnaði, m.a. til að auka á kjötþyngd eldisdýra sem geta haft áhrif á okkar eigin ofþyngd. Mestu máli hlýtur þó alltaf að vera hvernig við ætlum að varðveita hreina og villta náttúru landsins og lítt mengaðar landbúnaðarvörur sem víða í veröldinni eru að verða vandfundnar. Stærstu vandamál framtíðar ásamt afleiðingum hlýnunar jarðar þar sem maðurinn sjálfur leikur mikilvægasta hlutverkið.
Genin okkar og í nærflórunni, tala ennþá hvort við annað, eins og þau hafa alltaf gert í þróunarsögunni. Hvernig væri að við nú sjálf færum að tala betur saman hvort við annað, m.a. um betri skipulagningu lýðheilsu- og heilbrigðismála og hvernig við ætlum að nálgast náttúruna okkar og nánustu nærflóruna okkar og umhverfi í framtíðinni, en þar sem sumir eins og Samtök verslunarinnar eru alltaf tilbúnir að fórna fyrir skammtímahagsmuni og viðskiptahagnað?
(ný uppfærsla 1.apríl 2014)
http://www.nature.com/nature/focus/humanmicrobiota/
http://www.sciencemag.org/content/336/6086/1245.full.pdf
http://www.broadinstitute.org/annotation/genome/streptomyces_group/MultiHome.html
http://www.dv.is/blogg/vilhjalmur-ari/2014/2/6/tilveran-og-orveran-i-skugganum/
https://www.dv.is/blogg/vilhjalmur-ari/2013/10/21/hinir-osynilegu-gluggar-heilsunnar/
http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2010/10/12/godu-gaejarnir-a-moti-theim-slaemu/
http://www.dv.is/blogg/vilhjalmur-ari/2014/1/11/arasirnar-okkur-sjalf-bak-vid-tjoldin/