Fimmtudagur 15.03.2018 - 23:08 - FB ummæli ()

Þróttmiklir á Ströndum

    Skíðaganga Strandamanna um síðustu helgi

Lífsgæði er afstætt hugtak. Heilsa og atvinnutækifæri skipa þar a.m.k. stóran sess. Í mesta þéttbýlinu er vissulega mikið meira um atvinnutækifæri og menntunarmöguleika. Ókostirnir eru hins vegar stressið, mengunin og jafnvel félagsleg einangrun í öllu fjölmenninu.

Lækna- og heilbrigðisvísindin leita nú allra ráða að fá almenning til að stunda heilbrigðari lífstíl vegna lífstílsvandamálanna sem eru að sliga heilbrigðiskerfið. Að margra mati er heilbrigðiskerfið langt í frá að koma á móts við þarfirnar og sem þar að auki er farið að molna. Erfiðara er að fá þjónustu, jafnvel í heilsugæslunni og sjúklingar sem hafa efni á, kaupa sér einkarekna heilbrigðisþjónustu. Gamla fólkið víða á vergangi í kerfinu, með ótal skammtímalausnir og heimsóknir á bráðamóttökur á bakinu.

Samt er það svo að fólk leitar alltaf meira og meira í þéttbýlið. Oft á kostnað almenns heilbrigðis og bestu nærþjónustunnar. Það er a.m.k. mín reynsla á Ströndum. Þar sem samfélagið er samheldið og stress yfirleitt víðsfjarri. Gott aðgengi samdægurs að grunnheilbrigðisþjónustu og öldrunarvistunarmál nær eingin. Greitt aðgengi að hvíldarinnlögnum og heimaþjónustan til fyrirmyndar, ólíkt því sem er í höfðborginni. Stabíl þjónusta alla daga ársins eins og ég hef best kynnst sl. áratugi.

Umhverfið er ægifagurt og stórbrotið á Ströndum. Við sjóinn og fjöllin, svo vítt sem augað eygir. Hreint loft og gott veðurfar í öllum almennum skilningi. Útivistarmöguleikar óteljandi til sjós og lands. Góð nýtískuleg sundlaug og stórt íþróttahús og félagsmiðstöð. Golfvöllur og mjög virkt Skíðagöngufélag Strandamanna. Varla hægt að biðja um mikið meira.

Gamli snjótroðarinn Fúsi, skírður eftir Sigfúsi Ólafssyni lækni.

Forveri minn, Sigfús heitinn Ólafsson, læknir var frumkvöðull í heilsurækt seint á síðustu öld á Hólmavík og beitti sér fyrir henni hvar sem við var komið. Stofnaði gönguhópa og stóð fyrir gerð göngustíga. Fyrir eru allar gönguvörðurnar á heiðunum. Hann stóð fyrir gerð golfvallar við Skeljavík og stofnaði Golffélag Strandamanna. Áður hafði hann stofnað skíðafélagið. Keypti sjálfur snjótroðara. Farandsbikar gönguskíðafélagsins sem heilbrigðisstofnunin gaf upphaflega, Sigfúsarbikarinn, var veittur sigurvegara Strandagöngunnar 2018 um síðustu helgi. Þar sem um hundrað manns á öllum aldri tóku þátt inn í Selárdal. Til hamingju allir Strandamenn og með ykkar góða samfélag.

 

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Íþróttir · Lífstíll · Menning og listir · Stjórnmál og samfélag · útivist

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn