Fimmtudagur 24.09.2020 - 08:05 - FB ummæli ()

Íslandsmosinn gæti verið gagnlegur gegn Covid

Í dag og þar sem engin góð lækning er til, samkvæmt sannreyndum vísindum, gegn Covid19 smitsjúkdómnum, er ekki úr vegi að líta til fortíðar og sögu læknisfræðinnar. Ótal margar forskriftir eru til að lyfjum sem bæta áttu allskonar ástand og lina þjáningar. Saga læknisfræðinnar og grasafræðin eru þessu til frekari til staðfestingar. Sjálfsagt má efast um mátt ýmissa gömlu lyfjanna, en sem í flestum tilvikum sköpuðu sér fasta sess sem lækningameðferðir vegna reynslunnar. Ekkert í nútíma læknavísindum er heldur til sem beinlínis er græðandi, aðrar en skurðaðgerðir. Allskonar gagnleg lyf hins vegar til að hefta sjúkdómsgang, eða til að drepa bakteríur sem herjar á líkamann, ef þær eru þá á annað borð næmar fyrir lyfjunum vegna ofnotkunar, en því miður fæstar veirur.

Erfitt og kostnaðarsamt getur verið að sýna fram á græðandi mátt náttúrulyfja. Ónæmiskerfið okkar og sem var ekki skilgreint sem slíkt fyrr en snemma á þessari öld, á stærstan þátt í að viðhalda almennu heilbrigði samkvæmt bestu vísindaþekkingu og sem er líka lykillinn í flestum sjúkdómsmyndum ef það bregst. Kerfi sem líklega hjálpa má með ýmsu móti. Vítamín og ýmiss fæðuefni eru þar mikilvæg (mikið rætt um mikilvægi D vítamíns t.d. í dag), og svo allskonar önnur sérstök efni úr jurtaríkinu, en sem er okkur hulið í nútímanum. Ljósefnin (phytochemicals) þar á meðal og ég hef áður skrifað um. Eins er mér minnisstætt kremið hennar Siggu sem við notuðum á Ströndum fyrir meira en áratug og sem unnið var úr uppleystum íslenskum lækningagrösum, blandað í lýsi og repjuolíu og sem grætt gat legusár í bókstaflegum skilningi. Allt náttúruleg efni til lækninga í misjöfnum skömmtum til mislangs tíma og önnur fyrirbyggjandi í langtímanotkunar gegn margskonar sjúkdómum.

Vandamálið með Covid lækninguna er einmitt ekki bara vöntun á eigin svörun ónæmiskerfisins, heldur bólguferlarnir sem fara í gang og geta verið lífshættulegir. Lungnabilun t.d. vegna bólgna í æðum og eitlakerfi, sem og tilhneying til blóðstorknunar þegar líður þekur á sjúkdóminn. Sein viðbrögð ónæmiskerfisins með mótefnum gegn veirunni og síðari virkni frumubundna ónæmiskerfisins í bólguferlunum er sennilega um að kenna. Bólgur gefa okkur hins vegar tækifæri að ráða við með ákveðnum bólguheftandi lyfjum og jafnvel ónæmisbælandi. Cortcoid sterar (sykursterar) hafa þannig sýnt fram á góðan árangur með þetta að markmiði og jafnvel hafa verið uppi hugmyndir um gigtarlyfið Plaquenil, en sem ekki hefur verið sannreynt vísindalega. Aukaverkanirnar geta líka verið alvarlegar. Síðan eru ákveðin ný veirulyf sem vonir eru bundnar við e.t.v. síðar. Bólusetningar er þó sú lausn sem flestir vonast eftir að geti orðið fyrirbyggjandi gegn Covidsýkingu. Ekki eru allir þó jafn bjartsýnir með áreiðanleikann og varanleikann og ef vörn mannsins býr fyrst og fremst í frumubundna ónæmiskerfinu, án myndunar sérhæfðra mótefna sem bólusetningar byggjst á. Ónæmi sumra gegn Covid19 núna gæti líka byggst á ósérhæfðum mótefnum, með jafnel krossónæmi gegn skyldum coronaveirum sem við höfum smitast af áður með krossónæmi, kannski ekkert óskylt svörun okkar og var með kúabóluefni gegn stórubólu frá því fyrir meira en tveimur öldum síðan.

Að þessu öllu sögðu langar mig að nefna sérstaklega tilvist tveggja jurtaefna sem um aldir hafa verið talin hafa sérstakan lækningarmátt, sennilega fyrst og fremst í því að temja og slá á bólgur, en jafnvel til almennrar græðingar. Sennilega þekkjum við Íslendingar best, fjallagrösin (cetraria islandica), hvíta mosann. Eins mætti hugsanlega nefna blóðberg sem er þekkt í mörgum forskriftarlyfjum hér á landi. Eins jafnvel stórunetlu sem er mjög sjaldgæf hvannategund hér á landi og sem sennilega var upphaflega flutt til landsins um 1200 vegna lækningarmáttar síns.

Algengustu sjúkdómarnir sem fjallagrösin áttu að lækna voru einkenni í öndunarfærum og meltingarvegi. Fjallagrösin innihalda glúkan, líkenín og ísólíkenín. Sterk seyði af fjallagrösum var jafnvel talin hafa berklahemjandi áhrif, sem eru rakin til fúmarprótócetrarsýru. Jurtin hefur lengi verið talin gagnleg til lyfjaframleiðslu gegn kvefi. Lyfið auðveldar sjúklingum að hósta upp slími og dregur úr slæmum hóstahviðum. Beiskjuefnið í jurtinni er talið hafa styrkjandi áhrif á maga og garnir, örva meltingu og matarlyst. Þessa eiginleika skal ekki vanmeta þegar sjúklingur er haldinn þróttleysi eftir erfiðan smitsjúkdóm.

Hornstrendingur einn sagði um grösin: „Þau voru notuð þannig við brjóstveiki og lungnabólgu. Þau voru soðin í 2 klukkustundir, grösin síuð frá grasavatninu, það látið í flöskur og tekið inn 3svar á dag. Við magaveiki voru þau líka notuð. Það meðal var búið þannig til að 4 lítrar af nýmjólk voru látnir í pott ásamt dálítið stórri visk af fjallagrösum. Þetta var soðið í 4 klukkustundir, en þá var það orðið aðeins 1 og hálfur pottur (eða 11/2 lítri). Þetta var orðið svo gott meðal að það jafnvel læknaði víst 2 sjúklinga sem voru með spænsku veikina 1918, norður í Hælavík. Þeir höfðu áður langan tíma fengið meðul frá þrem læknum, en ekkert af þeim dugði.“ Eins segir að sumir bæir á Ströndum hafi getað haldið berklunum algjörlega frá börnum, þótt börnin sóttu skóla með berklasmituðum börnum, með því einu að gefa þeim daglega fjallagrasamjólk!

Aðgerðir stjórnvalda nú í þriðju bylgju Covid-faraldursins og sem engan enda viðist ætla að taka, miðast að smitvörnum og rakningu smits. Hefðbundnar læknismeðferðir eru ekki til nema í allra verstu tilfellum í gjörgæslumeðferð. Langt er í áhrifaríkar bólusetningar og góð veirulyf eru ekki í augnsýn. Nú verðum við því að treysta örlítið á söguna, almenn vísindi og grasafræðina, eins og mannkynið hefur gert um aldir gegn pandemíum m.a., oft á áhrifaríkan hátt. Gullinrót (tumeric) sem ég hef fjallað um áður með ljósefnunum góðu og fjallagrösin íslensku koma þar sannarlega við sögu. Það sakar a.m.k. ekki að drýgja hafragrautinn sinn með nokkrum fjallagrösum í vetur.

https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2020/07/16/brunavarnir-okkar-og-ljosefnin-godu/

https://www.laeknabladid.is/2000/4/umraeda-frettir/nr/270

https://www.google.com/…/fjallagroes-rannsoknir-og-fle…/amp/

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn