Föstudagur 02.10.2020 - 09:56 - FB ummæli ()

Engin bylgja enn á Ströndum…

Enn sem komið er hefur enginn í Strandasýslu greinst með Covid19. Sennilega má þakka það tilviljun, en íbúar og heilbrigðisstarfsfólk hafa frá byrjun verið vel vakandi fyrir smithættunni. Allt í kring hafa komið upp hópsýkingar, aðallega í fyrstu bylgju faraldursins í apríl.

Að sama skapi má áætla að hjarðónæmið fyrir Covid19 sé lítið sem ekkert og þannig næmið mjög mikið í samfélaginu í vetur. Mögulegt er auðvitað að einhverjir séu með mótefni og hafi fengið einkennalausa sýkingu, án þess að veikjast fyrir sunnan.

Hætt er við að næm samfélög eins og Strandirnar geti fengið yfir sig holskeflu Covid19 faraldursins, ef ekki er varlega farið. Spurningar hafa svo sem verið frá byrjun að loka eigi fyrir ónauðsynlegar samgöngur á Strandir í þessum tilgangi. Hvergi á landinu er meðalaldur hærri. Heilbrigðisþjónustan miðast við lítið sjúkrahús og heilsugæslustöð á Hólmavík. Einn læknir og enginn hjúkrunarfræðingur flesta daga. Einn sjúkrabíll og hérað sem spannar meira en 100 km, norður, suður Strandir og allt innra Djúp. https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2016/11/01/thjodbrautin-um-innra-djup-og-strandir/

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn