Mánudagur 07.12.2020 - 20:25 - FB ummæli ()

Aldarspegillinn á Ströndum

Um helgina kom út ritið Strandir 1918. – Ferðalag til fortíðar sem Sauðfjársetrið og Rannsóknasetur HÍ á Ströndum -Þjóðfræðistofa stóðu að. Merkilegt rit og fróðlegur aldarspegill fyrir nútíðina. M.a. með tilliti til heilbrigðisþjónustunnar og viðbragða á tímum heimsfaraldurs.

Spænska-veikin barst til Reykjavíkur 19.október, viku eftir að Kötlugos hófst, og varð útbreiðslan mjög hröð og náði hámarki þar á aðeins 3 vikum. Fljótlega og fréttir spurðust út voru settir verðir á Holtavörðuheiði og við Jökulsá á Sólheimasandi til að takmarka óþarfa ferðir milli landshlutana. Læknarnir í Reykjarfjarðarhéraði (nú Árneshreppur) og á Hólmavík þar sem sjúkrahúsið var, skrifuðu íbúunum svokallað umburðarskjal sem borið var til allra íbúa héraðanna 18-20. nóvember og þar lagt á samgöngubann úr héraði, jafnvel innan héraða og allt óþarfa samneyti við ókunnuga. Ekki fara neinar sögur af smiti Spænsku-veikinnar á Ströndum um veturinn og heldur ekki sumarið eftir í annarri bylgju og hún gerði vart við sig á Akureyri.

Spænska veikin 1918-1919 náði aldrei norður á Strandir. Einn Standamaður féll þó fyrir sóttinni og þar sem hann var staddur í Reykjavík. Þegar fréttist af pestinni skæðu um haustið og mannfallinu fyrir sunnan voru strax gerðar ráðstafanir til að hefta útbreiðsluna norður. Frostaveturinn mikli var nýliðinn og sem hafði farið illa með tún sumarið eftir og erfiðlega hafði gengið að afla nauðsynlegra aðfanga framan af. Vöruskortur var þannig töluvert áhyggjuefni.

Ekkert Covid-smit hefur enn sem komið er komið nú upp á Ströndum í Covid19-faraldrinum og sem teljast verður sérstakt. Héraðið er reyndar miklu fámennara nú, eða ekki nema tæplega helmingur af íbúafjöldanum sem var 1918. Þéttbýliskjarnarnir þótt stærri í dag og aðeins einn læknir og nú engin hjúkrunarkona. Innviðirnir þannig mjög viðkvæmir/viðkvæmari og þótt vegasamgöngur séu auðvitað miklu betri. En samt langan veg oft að fara, ófærð til sveita á veturna og þar sem síðan þjóðleiðin norður til Ísafjarðar liggur gegnum héraðið yfir Steingrímsfjarðarheiði og Innra-Djúp.

Árvekni íbúanna er sennilega mest að þakka hvað vel hefur tekist til, hingað til og ég hef skrifað um áður. Faraldurinn er enn í gangi fyrir sunnan og hefur náð nýjum hæðum víða um heim. Enn er verið að bíða eftir bóluefnum og sem menn óttuðust í byrjun að kæmu að litlu gagni gagnvart kórónaveirunni, en sem virðast síðan ætla að virka afbragðs vel með nýjum aðferðum við gerð bóluefna (a.m.k. tímabundið enda tengjast nýju bóluefnin ekki frumubundu ónæimi fyrir veirunni, aðeins yfirborðspróteinum). Þannig ekki fyrir samfélagið allt fyrr en raunverulegt hjarðónæmi hefur skapast eftir nokkra mánuði. Þegar þjóðarhjörðin sjálf heftir útbreiðsluna, með bæði frumubundnu og ófrumubundnu ónæmi, líka norður á Ströndum og landið er ekki eldrautt.

Aldarspegillinn sem m.a. hægt er að sjá vel í ritinu Strandir 1918, gefur einstaka sýn á breytt mannlíf til sjávar og sveita á einni öld. Líka á þeim þáttum sem einkenna enn mannlífið þar og helstu lífsgildi. Samstöðuna, náungakærleika og seigluna þegar mest á reynir, nú reyndar enn á alhvítum Ströndum.

https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2020/11/28/akvordun-strax-i-dag-besta-jolagjofin-i-ar/

https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2020/04/10/hus-laeknanna/

https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2020/10/04/kortin-hans-fusa/

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn