Föstudagur 12.04.2024 - 13:05 - FB ummæli ()

Hættuleg stjórnsýsla hjá VG

Í stjórnartíð VG hefur margt farið á versta veg í heilbrigðismálum. Loforð hafa ekki staðist, þrátt fyrir fögurð orð um uppbyggingu. Grunnþjónustan hrunið niður, í heilsugæslunni og á BMT LSH. Óafturkræfar skipulagsbreytingar í heilbrigðiskerfinu sem hefur fært okkur aftur um jafnvel öld. Við þessu hefur verið endurtekið varað, en stjórnvöld ófús að hlusta.
Fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svarsdóttir á þarna stærstan hlut að máli. Aðallega að vilja ekki hlusta á grasrótina og hundsað endurtekin varnaðarorð sem beint hefur verið til hennar. Hlustaði heldur ekki á þau orð frá sínu eigin ráði, Sóttvarnaráði Íslands, í heimsfaraldri Covid-19 og þar sem margt gat farið á betri veg en raun varð á. Ef við tölum saman og gerum þetta saman. Þann vilja vantaði.
Um alla þess hluti hef ég skrifað um áður, en fjölmiðlar feimnir að ræða. Kannski vegna eigin hagsmuna. Við sitjum á rústum kerfis sem fyrir nokkrum áratugum var með því framsæknasta sem þekkist í heiminum. Ábyrgðin er fyrst og fremst á VG og sem fyrir tvær síðustu alþingiskosningar lofaði að standa vörð um almannaheill. Slíka pólitíska hreyfingu, flokk, ættum við að forðast að fenginni reynslu.Þar sem jafnvel ber á hroka og valdbeitingu gagnvart lýðræðinu og stjórnskipun landsins í fleiri málaflokkum. Fyrst og fremst til að halda áframhaldandi völdum.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn