Hvað er betra en góður kaffibolli á morgnana. Uppáhellingin sjálf er sem morgunbæn fyrir góðum degi og ilmurinn gefur fyrirheit um að draumarnir geti jafnvel rættst. Fyrir utan að vakna kemur kaffið blóðinu til að renna betur gegnum æðakerfið, þótt eflaust hækki blóðþrýstingurinn eitthvað aðeins tímabundið. En hvað segja vísindin og getur verið að þetta „lyf“ sem flestir neyta sé […]
Vegna umræðunnar um „læknadóp“ sem hefur orðið í kjölfar þátta Kastljóss og ítarlegrar umfjöllunar Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, fréttamanns, er rétt að árétta að allt má misnota, líka góð lyf sem gefin eru í góðri trú til að líkna. Ofnotkun lyfja er stórt vandamál í nútímanum sem snertir almennt heilbrigði og sem stundum leiðir til misnotkunar á lyfjum. Oft af hálfu sjúklings en stundum annarra […]
Íslendingar eru bjartsýn þjóð og hugsa alltaf að bráðum komi betri tíð með blóm í haga. Hjá þjóðinni hefur enda alltaf skipst á skin og skúrir, blómaskeið og hamfarir, góðæri eða kreppur. Stundum hamfarir, öflug eldgos og kreppa allt í senn, eins og maður hugsar nú til í norðan nepju, ösku og frosti í lok maí. Sumir segja að á Íslandi búi […]
Eins og aðrir höfuðborgarbúar hef ég litið mikið til austurhiminsins í dag. En í kvöld á kvöldgöngunni var ekki um að villast að „hann“ var kominn, Svarta öskuskýið frá Vatnajökli, rétt frá þeim stað sem ég heimsótti hann fyrir aðeins 2 vikum síðan. Nema hvað þá var allt hvítt og fallegt. Átti hann kannski eitthvað […]
Við erum auðvitað stolt af forfeðrum okkar sem tóku sér bólfestu hér á landi fyrir 1100 hundruð árum. En rúmlega þúsund ár er stuttur tími í landfræðilegum skilningi. Mannfólkið hefur engu að síður orðið að aðlagast aðstæðum sem ekki hafa alltaf verið auðveldar. Jörðin víða hrjóstug, veðráttan erfið og alltaf má búast vetrarhretum langt fram […]
Vor, er stutt orð. Kalt vor, er stutt setning. Sumrin á Íslandi eru líka stutt og nú er aðeins um mánuður í sumarsólstöður. Hvernig má þetta vera? Við bíðum og bíðum og áður en við vitum af er aftur farið að snjóa fyrir norðan og dýrin komin í hús. Og áður en maður veit af […]
Í gamla daga sem barn ímyndaði ég mér oft að sjúklingar væru sérstakur þjóðfélagshópur. Gamalmenni og óheppið fólk sem fengi alvarlega sjúkdóma sem þyrfti síðan að leggjast inn á spítala. Fólk sem síðan lægi þar oft í langan tíma. Stundum allt of lengi, en sem vikulegir óskalagaþættir í útvarpinu styttu stundirnar. Óskalög sjúklinga á RÚV voru enda […]
Spennan er okkur í blóð borin, Íslendingum, hvernig ætti annað að vera. Blóðþrýstingur er okkur líka, eins og öllum öðrum, hjartans mál og afar mikilvægt að hann sé ávalt sem bestur. Í ólgu lífsins er spennan samt oft við suðumark og stundum sýður upp úr. Í lífsins leik getur spennan líka verið óbærileg, jafnvel bara […]
ÁTVR telur að framleiðslu og sölu á íslensku neftóbaki verði hætt í núverandi mynd ef frumvarp til laga um tóbaksvarnir verður samþykkt í óbreyttri mynd. Samkvæmt frumvarpinu verður bannað að flytja inn, framleiða og selja allt bragð- og lyktblandað reyklaust tóbak. Þessari frétt sem kom fram hjá RÚV í vikunni ber að fagna og vonandi […]
Það þarf ekki stórglæsilega Hörpu til að geta notið. Hljómlistar, litadýrðar eða menningar yfirhöfuð, allt hvernig á það er litið. Jöklaævintýri er t.d. aðeins hluti þess sem íslensk náttúra sjálf býður upp á. Maður þarf aðeins að vera tilbúinn að þiggja, vera með, ganga, horfa og hlusta. Með erfiðari göngum sem ég hef farið á lífsleiðinni var ferð […]