Færslur fyrir flokkinn ‘Bloggar’

Sunnudagur 12.12 2010 - 16:10

Ævintýri gerast

Oft er erfiðara að fjalla um persónulega reynslu en þjóðmálin, þótt hvortveggja litist af hvoru öðru. Hversdagsleikinn og neikvæðnin heur átt allt of stóran hluta í hugsunum okkar síðastliðið ár, enda geisað mikið gjörningaveður í þjóðfélaginu og sem reynt hefur mikið á okkur öll. Árin líða hins vegar hraðar og hraðar eftir sem við eldumst og sem betur fer fjölgar líka minnisvörðunum […]

Föstudagur 10.12 2010 - 21:14

Grýluflókinn

Eftir sennilega bestu jólagjöf Íslandssögunnar, afsláttinn sem ávannst með nýjum Icesave samningi, líður manni samt einkennilega. Tómlæti og grámygla hversdagsins kemur fyrst upp í hugann og maður veit ekki hvort maður á að gleðjast eða gráta. Upplit ráðamanna gefur heldur ekki neinn fyrirboð um tilfinningarnar og úti er allt grátt eða svart. Samt er eitthvað kunnuglegt í gangi. […]

Fimmtudagur 09.12 2010 - 14:29

Eigum við að hækka hraðatakmörkin í umferðinni og sleppa umferðarljósunum?

Svarið við þessari spurningu er auðvitað nei þótt nú í kreppunni megi finna rök fyrir því að hægakstur í þröngum umferðargötum og sífeld stopp á ljósum við erfið umferðargatnamót auki á eldsneytiskostnað og seinki okkur aðeins þegar okkur liggur mikið á. Auðvitað er öryggið fyrir öllu. Í morgun las ég eins og landsmenn í Fréttablaðinu um hugmyndir ákveðinna þingmann […]

Miðvikudagur 08.12 2010 - 13:40

Lennon ljósið

Sitt sýnist hverjum um friðarsúlu Lennons í Viðey. Nýlega skrifaði ég pistil sem ég tileinkaði minningu John Lennons sem hefði orðið 70 ára á þessu ári, hefði hann lifað. Í dag eru heil 30 ár frá því hann var myrtur í New York og það er eins og það gæti hafa gerst í gær. Bítlarnir og […]

Þriðjudagur 07.12 2010 - 14:02

Eyðibýlin

Í upphafi jólaföstu þegar barnshjartað er farið að slá aðeins fastar og kveikt hefur verið á öllum jólaljósunum er ömurlegt að þurfa að fyllast svartsýni yfir málefnum þjóðarinnar. Á sama tíma og botninum er að verða náð eftir Hrunið mikla skuli vera yfirvofandi annað hrun sem að sama skapi er einnig okkur sjálfum að kenna. Landsflótti menntafólks […]

Miðvikudagur 01.12 2010 - 13:34

Handarbandið, hvað má það kosta?

Sumar tæknibreytingar í nútíma þjóðfélagi virðast vera til góðs. Sérstaklega á þetta við þegar tíminn skiptir miklu máli og við þurfum að komast fljótt á milli staða. Þá þurfum við að eiga góðan bíl og geta verið fljót að fylla á hann eldsneyti. Sem betur fer næ ég að keyra upp undir 7oo km á hverjum tanki á Príusnum mínum […]

Mánudagur 29.11 2010 - 07:52

Rauði björninn

Í framhaldi af síðustu færslu minni um gluggann okkar verð ég að sýna ykkur þessa mynd frá Langjökli. Í raun ganga öll vísindi mest út á að finna orsakir og samband á milli hluta til að við getum lært af niðurstöðunum og þróað okkar samfélag betur. Þannig er hægt að rannsaka allskonar tengsl milli athafna […]

Þriðjudagur 23.11 2010 - 17:04

Uppeldið og ramminn fyrir stjórnlagaþingið

Þjóðfélagið endurspeglar vel þá einstaklinga sem það byggja. Þroski og uppeldi er mikilvægast í fari hvers manns og skapar þá eiginleika að gera einstaklinginn að góðri félagsveru í samfélaginu. Að mörgu leiti höfum við Íslendingar gert hlutina öðruvísi en aðrar þjóðir og þroski okkar sem þjóðar hefur verið mjög hraður, kannski allt of hraður. Við höfum […]

Mánudagur 22.11 2010 - 20:37

Vegir liggja til allra átta

Listin eins lífið er sífelt að koma manni skemmtilega á óvart. Síðastliðið föstudagskvöld var farið á vídeóleiguna til að ná í barnaefni fyrir barnabörnin, en um leið tekinn diskur fyrir okkur eldra fólkið enda ekkert sérstakt í sjónvarpinu. Fyrir valinu varð, með semingi að minni hálfu, myndin Mamma Gógó eftir Friðrik Þór Friðriksson. Í sjálfu sér […]

Sunnudagur 21.11 2010 - 23:45

Fálm í myrkri

Hver kannast ekki við það að þurfa að ganga einstaka sinnum í myrkri? Oftast er það heima við þar sem við þekkjum vel aðstæður og ekkert kemur á óvart. En stundum erum við á ókunnum slóðum og verðum að treysta á önnur skilningarvit en sjónina og þá fálmum við fram fyrir okkur í þeirri von […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn