Sennilega má segja að ég sé í lúxus aðstöðu sem höfuðborgarbúi og starfsmaður á einum annasamasta vinnustað landsins, bráðadeild LSH, að geta skroppið í aðra náskilda en miklu rólegri vinnu, nokkrar vikur í senn, norður á Strandir. Burt frá öllu ráðaleysinu og skipulagsmistökunum. Fengið um leið að njóta þess besta sem slíkir staðir hafa upp […]
Það var heldur betur skemmtileg og óvænt upplifun að koma til Hólmavíkur fyrir helgina og sjá yfirhlaðna bryggjubakkana, af stórum hvítum heyböggum og sem gaf bænum alveg nýjan og hátíðlegan svip í anda jólanna. Fleiri þúsund heybakkar, nokkur hundruð tonn alls og sem bíða nú flutningaskips frá Noregi sem væntanlegt er á föstudaginn. Hreinasta jólaskraut í […]
Málefnalegri gagnrýni um áframhald framkvæmda á Hringbrautarlóðinni er ósvarað og reyndar eins og aldrei hafi verið gærdagurinn. Framkvæmdaraðilinn Nýr Landspítali ohf. lætur sér fátt um finnast. Ekki heldur að umræðan sé tekin upp hjá systurhlutafélaginu RÚV ohf., með þöggunina að vopni eins og verið hefur sl. ár. Alls ekki má ræða forsendubrestina nú, vöntun á […]
„Miklabraut, stokkur. Samgönguáætlun ríkisins í áfanga 2024-2030 ef samkomulag næst við Reykjavíkurborg um skipulag og kostnað í tengslum við framkvæmdir við Borgarlínu.“ (kostnaður samtals um 150 milljarðar). „Lagt er til að Miklabraut verði að hluta lögð í stokk á milli Kringlumýrarbrautar (Hafnarfjarðarvegar) og Snorrabrautar (Bústaðavegar) í tengslum við framkvæmdir við Borgarlínu á 2. og 3. […]
Raunveruleg ný hættuvá er komin upp gagnvart lýðheilsunni á Íslandi og mögulega nýjum dýrasmitsjúkdómum sem berast munu til landsins með fersku innflutti kjöti frá Evrópu. Með markmiðum Samtaka verslunarinnar á Íslandi, vegna gróðasjónarmiða en undir formerkjum neytendhagsmuna og „neytendaverndar“, en viðspyrnuleysi Ríkisstjórnar Íslands. Vegna markaðsákvæða ESB landa og EFTA dómstóllinn úrskurðaði sl. vetur að […]
Í tilefni nýrrar skýrlsu Landlæknisembættisins og Sóttvarnarlæknis um sýklalyfjanotkun á Íslandi 2017 og sem kom út í dag, degi heilbrigðis barna, endurbirti ég hér ritstjórnargrein mína í hefti Læknablaðsins, febrúar 2016, Betur má ef duga skal, ásamt nýjum skýringarmyndum. Góð vísa er enda aldrei of oft kveðin og sem á aldrei betur við en einmitt í […]
Góð hreyfing er heilsunni jafn nauðsynleg og góð næring og svefn. Hjólreiðar eru vissulega góð hreyfing og sannarlega góð fyrir líkama og sál í flestum tilvikum. Hjólreiðar eins og þær eru stundaðar á höfuðborgarsvæðinu í dag eru engu að síður ein áhættumesta frístundin sem þú getur valið og um leið óöruggasti samgöngumátinn sé litið til […]
Í gamla daga var hægt að taka þægilega hraðferð með Strætó, milli miðborgarinnar, Lækjargötu eða Hlemm, og úthverfanna. Ferð sem tók oft aðeins 10-15 mínútur og þegar maður átti oftast skemmtilegt og gott erindi í miðborgina. Þetta kom upp í hugann ekki eingöngu tengt umferðavandanum í dag heldu meira þegar ég hugsa um “Hlemm heilbrigðiskerfisins”, […]
Klasakokkar valda flestum sárasýkingum meðal manna og dýra. Sýklalyfjaþolnir klasakokkar, svokallaðir Samfélags-MÓSAR (MRSA) eru sem betur fer ekki almennt þekktir í okkar almennu manna- og dýraklasakokkaflóru á Íslandi og sýkingar tengdir þeim því sjaldséðar hér á landi. Þessu er öðruvísi farið í öðrum löndum þar sem hlutfall slíkra sýkinga eru oft algengar. Upphafleg uppspretta slíkra […]
Umræða og áhyggjur stjórnvalda nú eftir að EFTA dómsúrskurðurinn í vetur sem kvað á um að öll höft íslenska ríkisins á innflutningi á erlendum sláturafurðum væru óheimilar hefur litast fyrst og fremst af hræðslu á matareitrunum og ef marka má t.d. ríkisfjölmiðillinn RÚV. Aðallega er um að ræða hræðslu á Salmonellu- og Kamphýlobaktersmiti sem er miklu hættumeira úr erlendri […]