Færslur fyrir flokkinn ‘Dægurmál’

Miðvikudagur 21.03 2012 - 10:16

Hin „saklausa“ unga sjálfstæða þjóð

Síðastliðna mánuði hefur umræðan fyrir utan stjórnmálakreppur og landsdóm vegna hrunsins þar sem allir virðast jafn saklausir, snúist m.a. um ógnvænlegar staðreyndir um heilsuleysi þúsunda kvenna sem eru með misleka brjóstapúða. Sem þjóðfélagið hefur í raun ekki getu eða burði til að meðtaka ofan á allar aðrar hörmungar og þess sem misfarist hefur í okkar þjóðfélagi sl. áratugi. […]

Sunnudagur 18.03 2012 - 15:26

Frumhlaup að heilbrigði ungra stúlkna?

Sjaldan hefur maður orðið meira undrandi í umræðunni um heilbrigðismál og viðhorfunum sem nú koma fram í frumvarpi velferðarráðherra um hverjir eigi að geta ávísað getnaðarvarnahormónum til ungra kvenna. Ekki síst þar sem frumvarpið slakar á kröfum um þekkingu á lyfjunum sem um ræðir og mati með tilliti til aukaverkana. Eins að breyttu hlutverki heilsugæslunnar, […]

Sunnudagur 11.03 2012 - 14:28

Læknisfræðin á Alþingi

Ákvörðun um lyfjameðferð er venjulega ákveðin eftir viðtal og mat á öllum hugsanlegum áhættuþáttum meðferðar. Ekki síst þegar um langtíma lyfjameðferð er að ræða hjá ungum stúlkum. Þegar ræða á getnaðarvarnir almennt til að koma megi í veg fyrir ótímabæra þungun og að umgangast þurfi P-pilluna eins og öll önnur lyf og hvað tegund hentar í hverju tilviki. […]

Föstudagur 09.03 2012 - 11:13

Gullmolarnir í skjóðunni

Loks er kominn mars, sem í mínum huga boðar vorið framundan og haldið er upp á með sólarkaffi á mínum bæ. Í þriðja sinn er nú hvatt til árvekni gegn einu algengasta krabbameini karla, krabbameini í eistum, með „mottumarsinum“ svokallaða. Gegn krabbameini sem aðeins að hluta tengist lífsstíl okkar karlanna eins og flest önnur krabbamein annars gera. Því er […]

Fimmtudagur 01.03 2012 - 08:02

Nýtt og flókið heilbrigðisvandamál meðal þúsunda kvenna á Íslandi

Fáir efast um alvarleika PIP (Poly Implant Prothese) málsins svokallaða, ísetningu gallaðra og jafnvel eitraðara íhluta í tæplega 450 íslenskar konur á besta aldri. Brjóstapúða sem vega hátt í eitt prósent af þyngd hverrar konu og sem leka getið um líkama þeirra, skemmt líffæri, vöðva og sogæðakerfið. Vandamálið endurspeglar samt sennilega aðeins toppinn á ísjaknum, […]

Mánudagur 27.02 2012 - 11:54

Vonsviknar konur og brostnir brjóststrengir

Alltaf er betur að koma fram hvað illa hefur verið staðið að eftirliti með ígræddum brjóstafyllingum hjá konum síðustu áratugina og jafnvel löngum litið framhjá hvort þeir séu farnir að leka. Jafnvel Krabbameinsfélagið taldi ekki í sínum verkahring að kanna ástandið, þegar ítarleg skoðun fór fram með ómskoðun af brjóstum og aðeins leitað að því allra versta, […]

Þriðjudagur 14.02 2012 - 11:56

Hvað eru ungar stúlkur að hugsa í dag?

Brjóstapúðamálið svokallaða frá áramótum  sem að mestu er bundið við PIP púðana illræmdu, hefur einkennst af undanbrögðum hverskonar frá sannleika og alvarleika málsins og að vissu leiti máttlausum vörnum heilbrigðisyfirvalda, hérlendis og erlendis á öllu ábyrgðaleysinu um áraraðir. Sem nú birtist í mikilli reiði og heift í garð lækna í opinberri umræðu. Reynt var að láta líta út eins […]

Sunnudagur 12.02 2012 - 13:58

Áður

Allt er hverfult þessa daganna. Líka gullið okkar og skartgripir, kannski það eina sem við eigum í veraldlegum verðmætum. Sorg og reiði í bland við örvæntingafulla eftirvæntingu hvað framtíðin ber í skauti sér og hvort hún verði byggð á meiri sannleika og trausti en verið hefur. Á svindli og græðgi þar sem menn og konur svífast einskins […]

Fimmtudagur 09.02 2012 - 12:15

Gúmíbirnir og „sæt brjóst“

Í fljótu bragði skyldi maður halda að þetta tvennt ætti ekkert sameiginlegt. Tengslin eru hins vegar þau að þetta er leið framleiðenda til að markaðssetja gervibrjóst í konur sem breyta mætti lögun að vild og gera þau um leið „sætari“ eftir tilefni og klæðnaði hverju sinni. Að minnsta kosti ef marka má auglýsingu framleiðenda sem kalla […]

Laugardagur 04.02 2012 - 10:55

Skelfilegir þjóðvegatollar

Þjóðvegur hlýtur að vera vegur lands og þjóðar sem allir vilja standa vörð um og leiði okkur sem mest fram veginn. Líka um alla afkima landsins sem maður hugsar nú meira til þegar daginn er aðeins farið að lengja. Athyglisverð grein er birt í nýjasta hefti Læknablaðsins eftir Þórodd Bjarnason félagsfræðing og Svein Arnarsson félagsfræðinema […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn