Ein megin forsenda hugmynda með sameiningu Landspítalans á Hringbraut, Landspítalans í Fossvogi (gamla Borgarspítalans), Landakotsspítala og jafnvel St. Jósefsspítala í Hafnarfirði upp úr aldarmótunum, var hagræðingin að geta haft alla starfsemi bráða- og meðferðartengdar lækninga á einum og sama staðnum. Reiknaður var út 2 milljarða króna sparnaður á ári hverju hvað þetta varðar. Ekki var […]
Dags daglega er þjóðlífið ekki brothætt á Ströndum eins og síðasti pistill ber vel með sér og mannlífið þar afskaplega gott. Brotalamir eru þó í aðgengi að neyðarþjónustu þegar mest liggur við, eins og reyndar víða á landbyggðinni. Jafnvel má stundum tala um afturfarir í því sambandi. Óöryggi sem frekar er til þess fallið að […]
Það var skemmtileg tilviljun að ég fór í sunnudagsgöngutúr á Strákatanga í Hveravík á Ströndum, rétt nýbúinn að lesa bókina hans Kim Leine Spámennina í Botnleysufirði sem gerist seint á 18 öld og reyndar hálfnaður með Rauður maður, svartur maður sem gerist á svipuðum slóðum hálfri öld áður, í nýlendum Dana á suðurhluta Grænlands. Þar […]
Við höfum verið rækilega minnt á hættuna sem skapast getur með smiti í sameiginlegri flóru manna og dýra með faraldrinum á STAC E. coli O26 sem virðist hafa átt upptök sín í Efstadal II þar sem ég átti góða kvöldstund með fjölskyldu minni og barnabörnum 28.6 sl. Grunur vaknaði um smit tæpum 2 vikum síðar […]
Umræðan nú um STAC E-Coli í íslensku kjöti og sem er í sjálfu sér athyglisverð sem MAST birti í gær, virðist af mörgum vera notuð nú til að afvegaleiða umræðuna um kjötmálið svokallaða og sem mótsvar við varnaðarorðum um hættuna sem getur skapast með frjálsum innflutningi á hráu kjöti erlendis frá. Kjöt og grænmeti sem […]
Sú var tíðin, rétt fyrir aldarmótin síðustu, að Íslendingar fengu yfir sig faraldur fjölónæmra pneumókokka sem lagðist verst á börn og gamalmenni, m.a. alvarlegum lungnabólgum. Flórubaktería sem annars finnst gjarnan í nefkoki flestra barna, en getur valdið algengustu bakteríusýkingum í loftvegum s.s. eyrum og lungum. Nú var hins vegar kominn fjölónæmur stofn sem aðeins sterkustu […]
Fullkomlega óábyrg stefna stjórnvalda, hjá Samtökum versunarinnar og RÚV ohf. í “kjötmálinu” svokallaða gagnvart lýðheilsunni á Íslandi og sem m.a. fellst í afnámi frystiskyldu á hráu erlendu kjöti strax í haust og sem smitað getur okkur af sýklalyfjaónæmum flórubakeríum (m.a. sýklalyfjaónæmum colibakteríum og klasakokkum) út um allt, ekki síst í verslunum landsmanna. Kjöt sem smitað […]
Við Íslendingar höfum búið við ótrúlegt heilbrigðisöryggi sl. áratugi. Aðgengi verið nokkuð gott að heilbrigðisþjónustu hverskonar og nýjum lyfjum. En það eru blikur á lofti. Í dag erum við farin að sjá merki um hvers kyns oflækningar og kraftaverkalyfin, sýklalyfin, sem jók meðalaldur mannsins um meira en áratug fyrir rúmlega hálfri öld, eru notuð til […]
Mikils misskilnings virðist gæta á gagnsemi frystingar á hráu kjöti erlendis frá og sem fjölmiðlarnir vilja ekki ræða, sennilega til að styggja ekki Samtök verslunarinnar og til að ógna ekki auglýsingatekjum. Frysting heftir vöxt örveira og drepur jafnvel sumar og sem kæling gerir aðeins takmarkað. Það sem er meira um vert að fryst kjöt lekur […]
Stjórnvöld ætla að fara leyfa innflutning á ófrosnu kjöti erlendis frá, oft í lekum umbúðum og smitar þá auðveldlega frá sér sýklalyfjaónæmar bakteríur allt í kring, í kjötborðinu og jafnvel á aðrar nærliggjandi vörur eða í margnota innkaupapokann okkar. Sem frosið kjöt gerir þúsundfalt minna! Álíka viturleg ákvörðun og leggja til að handþvottur sé […]