Færslur fyrir flokkinn ‘Dægurmál’

Mánudagur 03.06 2019 - 21:36

Vítin til að varast!

Sú var tíðin, rétt fyrir aldarmótin síðustu, að Íslendingar fengu yfir sig faraldur fjölónæmra pneumókokka sem lagðist verst á börn og gamalmenni, m.a. alvarlegum lungnabólgum. Flórubaktería sem annars finnst gjarnan í nefkoki flestra barna, en getur valdið algengustu bakteríusýkingum í loftvegum s.s. eyrum og lungum. Nú var hins vegar kominn fjölónæmur stofn sem aðeins sterkustu […]

Fimmtudagur 23.05 2019 - 12:49

Fullkomlega óábyrg stefna stjórnvalda gegn lýðheilsunni á Íslandi

Fullkomlega óábyrg stefna stjórnvalda, hjá Samtökum versunarinnar og RÚV ohf. í “kjötmálinu” svokallaða gagnvart lýðheilsunni á Íslandi og sem m.a. fellst í afnámi frystiskyldu á hráu erlendu kjöti strax í haust og sem smitað getur okkur af sýklalyfjaónæmum flórubakeríum (m.a. sýklalyfjaónæmum colibakteríum og klasakokkum) út um allt, ekki síst í verslunum landsmanna. Kjöt sem smitað […]

Miðvikudagur 03.04 2019 - 15:56

Hinn brostni lífskjarasamningur þjóðarinnar

Við Íslendingar höfum búið við ótrúlegt heilbrigðisöryggi sl. áratugi. Aðgengi verið nokkuð gott að heilbrigðisþjónustu hverskonar og nýjum lyfjum. En það eru blikur á lofti. Í dag erum við farin að sjá merki um hvers kyns oflækningar og kraftaverkalyfin, sýklalyfin, sem jók meðalaldur mannsins um meira en áratug fyrir rúmlega hálfri öld, eru notuð til […]

Sunnudagur 17.03 2019 - 01:15

Mikilvægi frystingar til að takmarka sem mest smithættu sýklalyfjaónæmra baktería með erlendu kjöti til landsins.

Mikils misskilnings virðist gæta á gagnsemi frystingar á hráu kjöti erlendis frá og sem fjölmiðlarnir vilja ekki ræða, sennilega til að styggja ekki Samtök verslunarinnar og til að ógna ekki auglýsingatekjum. Frysting heftir vöxt örveira og drepur jafnvel sumar og sem kæling gerir aðeins takmarkað. Það sem er meira um vert að fryst kjöt lekur […]

Laugardagur 02.03 2019 - 10:24

Kaupmaðurinn og margnota innkaupapokinn okkar

  Stjórnvöld ætla að fara leyfa innflutning á ófrosnu kjöti erlendis frá, oft í lekum umbúðum og smitar þá auðveldlega frá sér sýklalyfjaónæmar bakteríur allt í kring, í kjötborðinu og jafnvel á aðrar nærliggjandi vörur eða í margnota innkaupapokann okkar. Sem frosið kjöt gerir þúsundfalt minna! Álíka viturleg ákvörðun og leggja til að handþvottur sé […]

Miðvikudagur 13.02 2019 - 21:28

Blóðvatn og lækningar næmra sjúkdóma

Við sem teljum okkur lifa í svo öruggum heimi í dag, en sem læknavísindin sköpuðu okkur á löngum tíma! Skoðum aðeins sögu blóðvatnslækninga og sem fékk nýja þýðingu í neyðarmeðferð gegn Ebolu-veirunni um árið og sem er enn og aftur að blossa upp í Afríku og glænýtt bóluefni er enn af skornum skammti. Blóðvatn nær […]

Mánudagur 28.01 2019 - 12:09

Aðgangshindranir og fyrirséð stórslysahætta á Hringbraut!

Einn varasamasti hluti framkvæmdaáætlana þjóðarspítalans nýja nú á Hringbraut snýr að stórvarasömum aðstæðum til þyrlulendinga á fyrirhuguðum palli á 5 hæð rannsóknarhússins við hlið meðferðarkjarnans. Vandamál sem hefur verið víðs fjarri sl. áratugi á góðum þyrluflugvelli við hlið bráðamóttökunnar í Fossvogi nú og þótt verulega hafi þrengt þar að í seinni tíð. Öll nútíma bráðasjúkrahús […]

Þriðjudagur 22.01 2019 - 14:19

Heilsuvernd fyrir lífið

Grein sem á enn betur við í dag en þegar hún var skrifuð fyrir 4 árum í tilefni 75 ára afmælis SÍBS og sem ég nú endurbirti í tilefni Læknadaga 2019 og 100 ára afmælis Læknafélags Íslands sem er að ljúka. – Þegar hins vegar allskyns heilsukúrar tröllríða yfir þjóðina, yfirálag plagar 2/3 hluta lækna […]

Laugardagur 29.12 2018 - 11:16

Þöggun ársins 2018 – fréttastofa RÚV

Ekki mátti ræða opinberlega almannaheill, dýrustu skipulagsmistök aldarinnar og óöryggi sjúkraflutninga að fyrirhuguðum nýjum þjóðarspítala, frekar en árin á undan!!! Á sama tíma og þjóðin lofsyngur björgunarsveitirnar um hver áramót og sem vinna sína vinnu ókeypis og án stjórnmálalegs hagsmunapots. “Málefnalegri gagnrýni um áframhald framkvæmda á Hringbrautarlóðinni er ósvarað og reyndar eins og aldrei hafi […]

Sunnudagur 23.12 2018 - 11:55

Íslendingasagan lifandi á Ströndum

Sennilega má segja að ég sé í lúxus aðstöðu sem höfuðborgarbúi og starfsmaður á einum annasamasta vinnustað landsins, bráðadeild LSH, að geta skroppið í aðra náskilda en miklu rólegri vinnu, nokkrar vikur í senn, norður á Strandir. Burt frá öllu ráðaleysinu og skipulagsmistökunum. Fengið um leið að njóta þess besta sem slíkir staðir hafa upp […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn