Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 12.03 2015 - 16:13

Eitthvað er þetta öfugt – velferð barna og næring fyrir einni öld og nú (Eir X)

Í dag er ungbarnadauði á Íslandi með því sem lægst gerist í heiminum, eða um 0.1% lifandi fæddra barna. Öll þekkjum við enda öryggið sem viðhaft er við fæðingu barns og síðan með góðu ungbarnaeftirliti og bólusetningum sem hafa nær útrýmt algengust smitsjúkdómunum þeirra. Áhersla er lögð brjóstgjöf og ýtarlegar ráðleggingar liggja fyrir um fæðuval. […]

Sunnudagur 08.03 2015 - 12:18

Yfirflæði og stíflur á spítölum vegna skorts á öldrunar- og heilsugæsluþjónustu

  Aldraðir nota bráðamóttökur mest allra tengt alvarlegri veikindum, eins og gefur að skilja. Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir á höfuðborgarsvæðinu hinsvegar, eru endurteknar komur, oft af minni ástæðum og víðtækt úrræðaleysi í málefnum aldraða heima. Legutími þeirra sem að lokum leggjast inn á spítalana lengist auk þess stöðugt og þar með hæfni til […]

Fimmtudagur 05.03 2015 - 12:15

Til „hamingju“ með 100 ára afmælið, CocaCola !!

Í dag heldur Vífilfell upp á 100 ára afmæli kókflöskunnar og hefur keypt moggann handa allri þjóðinni til að lesa í auglýsingaskyni. Sennilega hefur engin „fæða“ haft jafnmikil slæm áhrif á neysluvenjur nútímamannsins og einmitt þessi eini drykkur á sl. öld og sem vissulega er allra drykkur frægastur. Breytir þar engu um þótt „Contour“ CocaCola-flaskan […]

Föstudagur 27.02 2015 - 17:47

Eiga aukaefnin í matvælum þátt í offituvandanum?

Mjög áhugverð grein birtist í vísindatímaritinu Nature 25.2. sl. um hugsanleg tengsl neyslu aukaefna (food additives (E-efnanna)) í matvælum, nánar tiltekið tvíþáttaefnum sem hafa bæði vatns- og fitusækna eiginleika (emulsifiers) og áhrifa til svokallaðrar efnaskiptavillu og offitu. Þessi sápuefni eru mikið notuð í tilbúnar sósur og krem hverskonar, til að fita og vatnskend efni skiljist […]

Föstudagur 20.02 2015 - 13:55

„Ef bólan tekur hann ekki“ – Eir IX (seinni hluti)

„Mikill lærdómur og vinna liggur að baki þeim árangri að geta ráðið við smitsjúkdóma sem stundum voru drepsóttir á öldum áður og lagt gátu heilu þjóðfélögin í rúst. Ekki bara með hjálp vísindanna að finna bóluefnin og framleiða réttu sýkla- og veirulyfin, heldur einnig hvernig við getum farið rétt með þessi lyf og viðhaldið því […]

Miðvikudagur 18.02 2015 - 22:34

„Ef bólan tekur hann ekki“ – Eir IX (fyrri hluti)

Almennt má segja að bólusetningar ásamt smitvörnum og góðu hreinlæti séu bestu varnir okkar gegn smitsjúkdómunum og sem við treystum hvað mest á í heimi okkar með örverunum og sem eru mörg billjón sinnum fleiri en við sjálf og dýrin. Ákveðin lögmál ríkja í þessum heimi eins og öllu öðru sem tilheyrir sameiginlegu lífríki okkar, en sem […]

Þriðjudagur 17.02 2015 - 12:28

Svo bregðast krosstré sem önnur tré

Bólusetningar er helst vörn okkar mannanna fyrir smitsjúkdómum, sem fyrrum voru kallaðir næmir sjúkdómar. Með ónæminu okkar vinna þeir ekki á okkur. Bóluefni við hverskyns smitsjúkdómum eru mestu framfaraspor læknisfræðinnar og sem lengt hefur meðalaldur í þjóðfélögum um marga áratugi. Árleg Inflúensa er oft skæð og hættuleg gömlu fólki og ungum börnum. Því hefur verið […]

Þriðjudagur 27.01 2015 - 12:41

Hvað erum við eiginlega að hugsa varðandi börnin?

Í síðustu viku hélt ég erindi á Læknadögum 2015 undir fyrirsögninni, „Verðum að gera mikið betur“. Þrátt fyrir meira en tveggja áratuga vitneskju um mikla sýklalyfjanotkun barna hér á landi og tvo faraldra af sýklalyfjaónæmum pneumókokkum (typu 6B, Spænsk-íslenska stofninum og nú síðustu ár, 19F stofninu) stöndum við í svipuðum sporum og bíðum í raun […]

Fimmtudagur 15.01 2015 - 15:51

Þegar litlu skrefin telja mest

Fá vestræn ríki eyða jafn litlu til forvarna og heilsugæslu og Ísland. Heildræna stefnu vantar og heilsugæslan er á fallandi fæti. Reiknað hefur verið út að 68 þúsund góð æviár gætu verið glötuð í dag vegna aðgerðarleysis heilbrigðisyfirvalda sl. ár og endurtekið hefur komið fram í úttekt hjá Guðmundi Löve, framkvæmdastjóra SÍBS. Nú síðast um daginn í […]

Sunnudagur 04.01 2015 - 15:22

Flensan er slæm í ár

Inflúensufaraldur er þessa dagana að skella á í norður-Evrópu og sem víða er í fréttum. Fyrstu tilfellin greindust fyrir jól hér heima og sem reyndar var af tveimur meginstofnum A og B. Hin árleg vetrarflensa er hins vegar alltaf af stofni A eins og nú er. Undirstofninn í ár er H3N2 eins og reiknað var […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn