Nokkrar góðar rannsóknir benda nú til að sýklalyfjanotkun, jafnvel hjá verðandi mæðrum, trufli ónæmiskerfið og sýklaflóruna hjá ungbörnum sem leitt getur til ónæmissjúkdóma svo sem asthma og eczema. Aðrar rannsóknir benda einnig til aukinnar hættu á nýjum bakteríusýkingum eins og miðeyrnabólgum eftir sýklalyfjagjöf og sem var til umfjöllunar á blogginu mínu fyrir 2 árum. Ég vil […]
Margoft hefur verið bent á óhemjumikið álag á vaktþjónustuna á höfuðborgarsvæðinu sem jafnast á við þann fjölda sem sækir slíkar þjónustu í milljónaborgum erlendis. Mikil undirmönnun í heilsugæslunni á mörgum sviðum og niðurskurður í sjúkrahústengdri þjónustu utan höfuðborgarsvæðisins tel ég fyrst og fremst vera um að kenna. Vandinn í heilsugæslunni hefur varað í áratugi og aldrei verið […]
21. febrúar 1953 birtist þessi forsíðufrétt í Morgunblaðinu. Þá þegar var ofnotkun kraftaverkalyfsins penicillíns vandamál. Lyf sem ætlað var að bjarga fólki frá lífshættulegum bakteríusýkingum eins og lungnabólgu, en fólk var farið að taka við allskonar pestum, ekki síst inflúensu og sem síðar olli framgangi óvinveittra sýkla og munnbólgum en virkaði ekkert á inflúensuna sjálfa. Síðan hefur mikið vatn […]
Nú eru að nálgast þrjú ár síðan ég skrifaði pistil um frábæra kvöldstund á sjávarréttarveitingarstað eitt laugardagskvöldið þar sem allir sem komu að þjónustunni lögðu sig fram að gera kvöldið frábært fyrir okkur gestina og sem heppnaðist svo vel. Á veitingarstað þar sem við fengum að bragða það besta sem landið og miðin hafa upp […]
Önnur umræða og miklu alvarlegri um íhlutina en greint var frá í síðasta pistli, fór af stað erlendis í lok síðasta árs, en minna hér heima. Umræðan um PIP (Poly Implant Protheses) sílikon gervibrjóstin og sem síðan opinberaði miklu stærra vandamál um tíðni leka og hugsanlegra afleiðinga ísetninga gervibrjósta almennt. Til dæmis að í stað […]
Svo virðist sem sterk tengsl séu á milli félagslegs þrýstings, kynímyndarinnar, tísku og jafnvel klámvæðingu nútímans. Eins hvernig yngri kynslóðirnar vilja oft marka sína sérstöðu á ystu nöf, hvað sem um almenna skynsemi og hollustu má segja og við hin látum óátalið. Líka hlutir sem við tökum upp frá frumbyggjum í fjarlægum heimsálfum af hentisemi, en sem tengjast jafnvel ævafornri menningu […]
Í dag er Umferðaþing þar sem umræða um umferðaöryggi er megin málið. Í gær var fórnarlamba umferðaslysanna hér á landi minnst á Bráðamóttöku LSH og sem eru allt of mörg. Ekkert öryggistæki er hjólreiðamönnum jafn mikilvægt og hjálmur á hausinn. Allt annað tengist síðan vel útbúnu hjóli og góðum aðstæðum í umferðinni sjálfri sem getur komið í […]
18. nóvember er Evrópudagur vitundarvakningar um sýklalyf og sem aðallega beinist gegn ofnotkun sýklalyfja. Landlæknisembættið hefur sett inn pistil á heimasíðu sína til að gera grein fyrir áherslum embættisins og sem við öll verðum að tileinka okkur til að ná meiri árangri í skynsamlegri notkun sýklalyfja en verið hefur. Það sem vantar hins vegar í greinina, er að […]
Það er ekki alltaf jafn gaman og hjá honum þessum. Um það ætla ég m.a. að fjalla næstkomandi föstudag á Fræðadögum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og sem verða haldnir á Grand Hotel 15-16. nóvember n.k. Hér má sjá úrdrátt úr fyrirlestrinum. Á síðastliðnu ári hefur margt opinberast um okkar innri mann, hégóma og veikleika, til sálar og […]
Á nýyfirstöðnum aðalfundi Læknafélags Íslands (LÍ) á Akureyri var samþykkt nær einróma tillaga frá Félagi almennra lækna (FAL) svohljóðandi ályktun. Ályktun um aðlögun lækna við upphaf starfs Aðalfundur Læknafélags Íslands, haldinn á Akureyri 18.-19. október 2012, hvetur stjórnendur heilbrigðisstofnana að tryggja tilhlýðilega aðlögun lækna, við upphaf starfs. Engin eða lítil aðlögun er veruleiki sem blasir […]