Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 21.11 2012 - 19:48

Íhlutun og íhlutir (fyrri hluti)

Svo virðist sem sterk tengsl séu á milli félagslegs þrýstings, kynímyndarinnar, tísku og jafnvel klámvæðingu nútímans. Eins hvernig yngri kynslóðirnar vilja oft marka sína sérstöðu á ystu nöf, hvað sem um almenna skynsemi og hollustu má segja og við hin látum óátalið. Líka hlutir sem við tökum upp frá frumbyggjum í fjarlægum heimsálfum af hentisemi, en sem tengjast jafnvel ævafornri menningu […]

Mánudagur 19.11 2012 - 09:45

Öryggi, svo langt sem það nær..

Í dag er Umferðaþing þar sem umræða um umferðaöryggi er megin málið. Í gær var fórnarlamba umferðaslysanna hér á landi minnst á Bráðamóttöku LSH og sem eru allt of mörg. Ekkert öryggistæki er hjólreiðamönnum jafn mikilvægt og hjálmur á hausinn. Allt annað tengist síðan vel útbúnu hjóli og góðum aðstæðum í umferðinni sjálfri sem getur komið í […]

Laugardagur 17.11 2012 - 14:51

Að hitta beint í mark

18. nóvember er Evrópudagur vitundarvakningar um sýklalyf og sem aðallega beinist gegn ofnotkun sýklalyfja. Landlæknisembættið hefur sett inn pistil á heimasíðu sína til að gera grein fyrir áherslum embættisins og sem við öll verðum að tileinka okkur til að ná meiri árangri í skynsamlegri notkun sýklalyfja en verið hefur. Það sem vantar hins vegar í greinina, er að […]

Þriðjudagur 13.11 2012 - 21:17

Í og á, PiP og tattoo

Það er ekki alltaf jafn gaman og hjá honum þessum. Um það ætla ég m.a. að fjalla næstkomandi föstudag á Fræðadögum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og sem verða haldnir á Grand Hotel 15-16. nóvember n.k. Hér má sjá úrdrátt úr fyrirlestrinum. Á síðastliðnu ári hefur margt opinberast um okkar innri mann, hégóma og veikleika, til sálar og […]

Laugardagur 03.11 2012 - 14:24

Miklu meira en bara aðlögun ungra lækna sem er ábótavant

Á nýyfirstöðnum aðalfundi Læknafélags Íslands (LÍ) á Akureyri var samþykkt nær einróma tillaga frá Félagi almennra lækna (FAL) svohljóðandi ályktun. Ályktun um aðlögun lækna við upphaf starfs Aðalfundur Læknafélags Íslands, haldinn á Akureyri 18.-19. október 2012, hvetur stjórnendur heilbrigðisstofnana að tryggja tilhlýðilega aðlögun lækna, við upphaf starfs. Engin eða lítil aðlögun er veruleiki sem blasir […]

Fimmtudagur 01.11 2012 - 15:06

„Kíghóstafaraldur“ hér á landi

Full ástæða er að vera betur á verði gagnvart einkennum kíghósta (pertussis) hér á landi og sem bakterían Bordetella pertussis veldur. Sérstaklega meðal ungbarna, enda hefur tilfellum fjölgað mikið hér eins og víða í nágranalöndunum sl. misseri. Sjúkdómurinn gekk reyndar líka undir heitinu kikhósti á öldum áður og sumstaðar enn, kannski þar sjúklingurinn kiknar stundum undan honum í […]

Þriðjudagur 30.10 2012 - 13:11

..og getur ráðið miklu um ávísun lyfja?

Lyfjamál eru nær daglega til umræðu í þjóðfélaginu, en því miður oftast ekki af góðu þar sem ofnotkun eða misnotkun ber oft á góma. Sumum reynist auk þess erfitt að skilja tengsl notkunarinnar við gæði heilbrigðisþjónustunnar. Gæði viðtalsins við sjúklinginn skiptir þannig oft meira máli en magn eða fjöldi viðtala m.a. í bráðaþjónustunni og sem velferðarráðherra hefur […]

Laugardagur 27.10 2012 - 11:04

Þar sem vítamínið vantar..

Seint verður sagt að hunangið drjúpi af hverju strái hér á landi um þessar mundir. Ekkert síður í heilsugæslunni sjálfri og þangað sem þeir veikustu leita oft ráða. Þó má segja að nóg sé af öðru hunangi, gullnu og seigfljótandi sem kemur úr hafinu okkar, en sem því miður fer oft forgörðum eða við náum ekki að […]

Fimmtudagur 25.10 2012 - 23:10

Verður „íslenski ruddinn“ bannaður líka?

Mikið hefur verið fjallað um söluhöft munntóbaks í Evrópu sl. daga, m.a. í fjölmiðlum hér á landi, en minna um sölu á íslenska fínkornótta neftóbakinu hér á landi. „Íslenska ruddanum“ eins og hann er oft kallaður, enda oftast notaður sem munntóbak nú orðið. Munntóbakið snus er hins vegar framleitt undir ströngu gæðaeftirliti í stöðluðum neytendapakningum […]

Miðvikudagur 24.10 2012 - 18:18

Allskonar „monsterdrykkir“ líka algengir hér á landi

Eins og kemur fram í DV í dag, greindi Bloomberg fréttaveitan frá því í vikunni að Monster drykkurinn sé talinn hafa átt þátt í dauða fimm einstaklinga á árinu 2009 í Bandaríkjunum en sama ár fengu rúmlega þrettán þúsund einstaklingar læknishjálp þar í landi eftir að hafa neytt orkudrykkja. Um helmingur þeirra voru einstaklingar á […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn