Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Mánudagur 25.01 2021 - 09:26

Litla guðsgjöfin á bráðamóttökunni-ferðaþjónustan snýst enda ekki bara um flug og hótel.

Hvað segir það okkur um uppbyggingu innviða heilbrigðiskerfisins eins og t.d. Bráðamóttöku LSH sl. áratug, að túristaleysið í kóvinu bjargi nú því sem bjargað verður og að klíniska þjónustan leggist ekki algjörlega á hliðina! Allt að 10-15% komusjúklinga á BMT voru fyrir kóvið erlendir ferðamenn. Rútuslys nánast mánaðarlegur viðburður og þar að auki tíðar komur […]

Mánudagur 07.12 2020 - 20:25

Aldarspegillinn á Ströndum

Um helgina kom út ritið Strandir 1918. – Ferðalag til fortíðar sem Sauðfjársetrið og Rannsóknasetur HÍ á Ströndum -Þjóðfræðistofa stóðu að. Merkilegt rit og fróðlegur aldarspegill fyrir nútíðina. M.a. með tilliti til heilbrigðisþjónustunnar og viðbragða á tímum heimsfaraldurs. Spænska-veikin barst til Reykjavíkur 19.október, viku eftir að Kötlugos hófst, og varð útbreiðslan mjög hröð og náði […]

Laugardagur 28.11 2020 - 11:05

Ákvörðun strax í dag, besta jólagjöfin í ár

Uppahaf fjórðu bylgju Covid19 faraldursins hér á landi eru mikil vonbrigði og þegar loks eygir í bólusetningu eftir jafnvel mánuð. Íslendingum hefur tekist með smitvörnum, samstöðu og smitrakningu að sýna meiri mótspyrnu gegn veirunni en flestar aðrar þjóðir frá upphafi faraldursins og smit í lok þriðju bylgju faraldursins með því minnsta í allri Evrópu og […]

Fimmtudagur 19.11 2020 - 10:54

Enn og aftur – bólusetning kemur okkur til bjargar

Bólusetning gegn Covid19 er mál málanna í dag og sem allir treysta á. Mikill lærdómur og vinna liggur að baki þeim árangri að geta ráðið við smitsjúkdóma sem stundum voru drepsóttir á öldum áður og lagt gátu heilu þjóðfélögin í rúst. Ekki bara með hjálp vísindanna að finna bóluefnin og framleiða réttu sýkla- og veirulyfin, […]

Mánudagur 26.10 2020 - 17:54

Covid og nándin

Allar líkur eru á langvarandi samfélagsbreytingum á Íslandi, sem og annars staðar í heiminum vegna Covid19 faraldursins nú. Faraldur sem hefur haft meiri áhrif samfélagshegðun okkar en nokkur annar faraldur í sögunni. Ekki með tilliti til alvarleika eða dauðsfalla, heldur félagslegra viðhorfa. Nándina hvort við annað, jafnvel til lengri framtíðar, atvinnumöguleika, menningaviðburða og annarra tækifæra […]

Sunnudagur 04.10 2020 - 19:02

Kortin hans Fúsa…

Í miðjum Covid-heimsfaraldri á Ströndum, staldrar maður auðvitað við. Sagan á Ströndum og upplýsingaflæðið úr fjölmiðlunum í þéttbýlinu vekur upp áður óþekktar tilfinningar og hugsanir. Í brothættri byggð vegna fráflæðis úr sveitum og sjávarplássum, í hina “eftirsóttu” menningu fyrir sunnan sl. áratugi. Heilu sveitirnar hafa tæmst, meðal annars vegna tilflutnings landbúnaðar- og sjávarauðlindakvóta. En auðvitað […]

Föstudagur 02.10 2020 - 09:56

Engin bylgja enn á Ströndum…

Enn sem komið er hefur enginn í Strandasýslu greinst með Covid19. Sennilega má þakka það tilviljun, en íbúar og heilbrigðisstarfsfólk hafa frá byrjun verið vel vakandi fyrir smithættunni. Allt í kring hafa komið upp hópsýkingar, aðallega í fyrstu bylgju faraldursins í apríl. Að sama skapi má áætla að hjarðónæmið fyrir Covid19 sé lítið sem ekkert […]

Laugardagur 26.09 2020 - 18:20

Kálfanes á Ströndum 2020

  Ekki er hjá því komist að tengja líðandi atburði við söguna og landið, í gær á göngu minni upp í Kálafanesfjall, eins og fyrir rúmlega 4 árum og sem ég skrifaði þá um. Í aðdraganda forsetakosninga og sem mig langar að rifja upp og þar sem sumir spá nú upphafi mestu efnahagskreppu Íslandssögunnar, hvað […]

Fimmtudagur 24.09 2020 - 08:05

Íslandsmosinn gæti verið gagnlegur gegn Covid

Í dag og þar sem engin góð lækning er til, samkvæmt sannreyndum vísindum, gegn Covid19 smitsjúkdómnum, er ekki úr vegi að líta til fortíðar og sögu læknisfræðinnar. Ótal margar forskriftir eru til að lyfjum sem bæta áttu allskonar ástand og lina þjáningar. Saga læknisfræðinnar og grasafræðin eru þessu til frekari til staðfestingar. Sjálfsagt má efast […]

Miðvikudagur 16.09 2020 - 15:54

Bólgustormurinn í vetur

Nú að hausti megum við búa daglangt við Covid19 ógnina sem hefur verið meira eða minna viðvarandi síðan snemma sl. vor og nú í upphafi annar bylgju aðeins lítill hluti þjóðarinnar ónæmur, (1-2%) samkvæmt mótefnamælingum. Fyrir 6 árum um svipað leyti að hausti, máttum við búa við gosmengun víða um land og yfirvofandi inflúensu og […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn