Nýlega var ég á ferðalagi í Bandaríkjunum. Á langri flugferð með ókunnugu fólki verður maður oft hugsi um nútíðina og hvað augnablikið getur verið afstætt. Til dæmis að líf manns skuli geta verið komið undir góðum flugstjóra og góðri flugvél. Maður verður samt að vera svolítið kærulaus og ef eitthvað gerist að þá tekur þetta […]
Það er vægt til orða tekið þegar maður segir að það séu blikur á lofti með sama aðgang að heilbrigðisþjónustu hér á landi í náinni framtíð eins og við þekkjum hana í dag. Ógnvænlegur niðurskurður er þegar orðinn og afleiðingarnar er að mörgu leiti duldar. Það sem almenningur sér eða fær að vita er aðeins toppurinn […]
Oft gleymum við því að við getum sýnt fyrirhyggju í lífinu og gert varúðarráðstafanir til að forðast skakkaföll. Margir bíta samt bara í skjaldarrendurnar og bjóða framtíðinni birginn eins og sönnum víkingum sæmir. Þetta þekkjum við Íslendingar vel sem og afleiðingarnar. Nú er byrjað að bólusetja gegn árlegri Inflúensu á flestum heilsugæslustöðvum og stærri vinnustöðum sem talin […]
Nú er eitt ár síðan ég byrjaði að blogga á Eyjunni. Ég þakka Eyjunni fyrir að vera vera til og gefa mér þetta tækifæri. Það er gott að getað tjáð sig um þjóðfélagsmálin, ekki síst heilbrigðismál á tímum þegar verulega er skorið niður í velferðarsamfélaginu. Þvílík rússíbanareið enda stórtíðindi á hverjum degi og af mörgu að taka. […]
Algengasta íslenska þýðingin á bakteríum eru sýklar sem er slæmt orð enda valda ekki allir sýklar sýkingum heldur þvert á móti eru verndandi gegn öðrum slæmum bakteríum og sýkingum. Hann er vandrataður meðalvegurinn. Í mörgu sem þessu höfum við Íslendingar farið kolvitlausa leið og sennilega alltaf misskilið þýðingu „sýkla“. Ein slík er hvað við höfum […]
Oft er það sjálfsagðasta í heimi sem fer forgörðum, ekki síst hjá okkur Íslendingum sem þrátt fyrri allt telst með betur stæðari þjóðum heims á alla almenna mælikvarða. Helstu heilsuógnirnar eru einmitt okkur sjálfum að kenna. Hjá ung- og leikskólabörnum er það meðal annars afleiðingar ofnotkunar sýklalyfja, nánar tiltekið alvarlegt sýklalyfjaónæmi helstu sýkingavalda og óþarflega […]
Engin heilbrigðisógn er meiri í hinum vestræna heimi en offitan enda oft talað um offituna sem alvarlegasta heimsfaraldur 21. aldar. Offitunni tengjast margir algengustu sjúkdómarnir í dag sem sífellt verða algengari og alvarlegri. Ber helst að nefna æðakölkun, hjartasjúkdóma, háþrýsting, sykursýki, heilablóðföll, gigtsjúkdóma og krabbamein. Þunglyndi og kvíði ásamt skort á nauðsynlegri hreyfingu tengist offitunni […]
Það eru myrkir dagar framundan. Og kvíðinn í þjóðfélaginu er þegar orðinn mikill. Hræðsla um það ókomna, reiði, ásakanir og leit að einhverju sem heitir réttlæti. Endalausar slæmar fréttir um að almenningur sé að gefast upp. Þetta kom meðal annars fram í Kastljósviðtali gærkvöldsins um skuldir heimilana. Kvíðaviðbrögð eru einnig algengari hjá skjólstæðingum heilsugæslunnar þessa […]
Við ræktum garðana okkar. Við höldum húsunum okkar við og pössum upp á smyrja bílinn reglulega og fara með hann í skoðun á hverju ári. Allt slétt og fellt á yfirborðinu. Ekkert vantar síðan upp á heilbrigði og fegurð móður náttúru þar sem við búum eins og meðfylgjandi mynd frá Breiðafirði sýnir. Hreint land með […]
Sala listaverka til að borga upp skuldir gömlu bankanna erlendis er dálítið táknrænt fyrir stöðuna í dag. Og sem betur fer er kreppan ekki allsstaðar. Í gær var seld á uppboði hjá Sotheby´s í New York ljósmyndasería af íslensku fossunum eftir Ólaf Elíasson sem var áður í eign Lehman Brothers fyrir tæpl. hálfa milljón dollara […]