Haustið er komið og haustpestirnar líka. Veturinn er síðan aðaltími pesta og loftvegasýkinga. Um 20% af öllum komum sjúklinga til heilsugæslunnar og vaktþjónustu hennar 2009 var vegna öndunarfærasýkinga (Talnabrunnur Landlæknisembættisins). Um helmingur koma veikra barna til læknis er talin vera vegna miðeyrnabólgu eingöngu. Íslendingar nota mest allra á Norðurlöndunum af sýklalyfjum og hvergi er sýklalyfjaónæmi helstu sýkingarvaldanna meira. […]
Séra, Örn Bárður Jónsson gagnrýndi fjölmiðla í útvarpspredikun í útvarpi allra landsmanna í gærmorgun og ásakaði þá um að fara hörðum og ósanngjörnum höndum um málefni kirkjunnar. Talaði hann um einelti og jafnaði umræðu um úrsagnir úr þjóðkirkjunni nú við þá óskastöðu ef kirkjan gæti sagt sig frá fjölmiðlum. Það er með ólíkindum að prestar […]
Mikið er rætt um trúmál þessa daganna. Mest hefur verið rætt um stjórnunarvanda kirkjunnar og afleiðingarnar á íslenskt þjóðfélag. Minna er rætt um þýðingu trúarinnar. Sennilega höfum við sjaldan verið í meiri þörf fyrir trú en einmitt þessa daganna. En hvað er trú og fyrir hvað stendur trúin? Trúum við á guð eða eitthvað annað? Sumir […]
Skoðun Hr. Karls Sigurbjörnssonar núverandi biskups er að ímyndin sem birtist í embættisgjörðum forvera síns, Ólafs Skúlasonar heitins gagnvart fyrrverandi sóknarbörnunum, þurfi ekki að vera svo sköðuð. Beiskleiki hans megi ekki skyggja á björtu stundirnar og gleðiathafnirnar í kirkjunni. Heilögustu stundunum sem almenningur treysti prestinum sínum fyrir. Frá vöggu til grafar, gegnum súrt og sætt. Sunnudagaskólarnir og fermingarundirbúningurinn og […]
Málefni Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið mikið í opinberri umræðu eftir að tilkynnt var um allt að þriðjungs hækkun á rafmagni og hita í haust. Forsendur fyrir hækkuninni er gríðarleg skuldabyrgði fyrirtækisins á nokkrum árum, langt út fyrir það sem eðlilegt getur talist. Stjórn þessa ætlaðs gullkálfs í meirihlutaeigu höfuðborgarinnar vekur upp margar spurningar um ábyrgð […]
Nú húmar að hausti og farið að kólna. Styttist í göngur og fjárréttir um allt land. Þá verður féð flokkað og dregið í dilka. Tími uppskerunnar er runninn upp og mikil eftirvænting er meðal bænda hvernig lömbin koma af fjalli. Hér áður fyrr var óspart beitt í úthagana og féð hafði úr nógu að moða. […]
Nú fer að verða tímabært að kveðja frábært sumar. Töðugjöld hétu hátíðir hér áður fyrr þar sem menn gerðu sér glaðan dag og fögnuðu að hafa komið björginni í bú fyrir veturinn. Mosfellingar hafa haldið upp þessi tímamót með bæjarhátíð sem kölluð er „Í túninu heima“ sem er tilvitnun í fyrstu minningarskáldsögu sveitungans Halldórs Laxness […]
Aðalatriðið er varðar umræðuna nú um meint kynferðisafbrot séra Ólafs Skúlasonar heitins á sínum tíma er hvernig kirkjan ætlar að bæta þann trúnaðarbrest sem þegar hefur átt sér stað gagnvart sóknarbörnum hans um árabil og þar með almenningi. Mat á sannleiksgildi frásagna fórnalamba kynferðisofbeldis, afsökunarbeðnir kirkjunnar til brotaþola, þagnarskylda presta varðandi kynferðismisbeitinngu á börnum ásamt fyrirbyggjandi aðgerðum gegn þöggun innan kirkjunnar eru […]
Enn og aftur erum við minnt á innustæðuleysi þess sem við töldum okkar traustustu stofnanir. Þetta á meðal annars við um flestar fjármálastofnanir í dag. Sorglegasta dæmið er þó stofnun sem var treyst til að sjá um auðlind höfuðborgabúa og orkudreyfinguna. Stofnun sem fékk allt upp í hendurnar og sem sat á gullkistu en sem nú er orðin að einum mesta skuldaklafa almennings. Skuldir sem hanga […]
Trúin er heilög og einstaklingsbundin. Íslenska þjóðkirkjan er samnefnari þess sem almenningur trúir á og hefur trúað á. Til þess að geta trúað verður maður að treysta, skilyrðislaust. Æðra máttarvald er vanfundið dags daglega en öll viljum við njóta vafans og við tökum þátt í athöfnum kirkjunnar í góðri trú. Ef í ljós kemur að […]