Í ljósi síðustu frétta um sameiningu heilsugæslustöðva og áframhaldandi niðurskurð þjónustunnar við höfuðborgarbúa koma fréttir nú á óvart. Borgarstjórn hefur samþykkt tillögu borgarfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingar um að óska eftir formlegum viðræðum við ríkisvaldið um framtíðarfyrirkomulag heilsugæslunnar í Reykjavík. Markmiðið með viðræðunum er að Reykjavíkurborg taki við heilsugæslunni eins og segir á fréttavef RÚV. Spurning […]
Nú heyrir maður kröfu um enn meiri niðurskurð á heilsugæslunni ofan á allan annan niðurskurð sl. 2 ár eins og greint var frá í bloggi mínu nýlega um sameiningu heilsugæslustöðva og að fjárvana bæjarfélög taki aftur ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni. Sameining heilsugæslutöðva er reyndar fáránleg ráðstöfun sem ræðst gegn aðgengilegri þjónustu og skilar engu nema litlum […]
Ef við værum uppi á tímum gamla testamentisins væri gaman að ímynda sér hvað skaparinn myndi gera við okkur. Hann eyddi Sódómu og fleiri borgum vegna synda mannanna hér forðum. Aðeins þeir syndlausu áttu að geta bjargað borginni en sem að lokum reyndist aðeins vera einn maður. Hann fékk að sleppa með dætur sínar og eiginkonu. Svo segir […]
Oft getur þögnin verið þægileg. Helst ef maður getur lokað augunum og látið hugann reika. Síðan dettur maður inn draumalandið og hugurinn endurnærist. Sennilega mest af þeim draumum sem aldrei ná að verða einu sinni til. En síðan vaknar maður hress og endurnærður. Á göngu minni í dag í einstaklega góðu síðsumarsveðri hrökk ég við. […]
Enn og aftur ætla stjórnvöld að fara fram með valdi gegn þeim sem hafa sérþekkinguna og vinna vinnunna í grasrótinni. Sameining heilsugsælustöðva í Efra Breiðholti við Heilsugæsluna í Mjódd og Heilsugæslu Hvamms í Kópavogi við Hamraborg í miðbæ Kópavogs eru dæmi um slík áform sem eru með ólíkindum en samt langt komin á teikniborðinu. Hvortveggja […]
En áfram skröltir hann þó, er byrjun sönglagatexta sem allir Íslendingar þekkja og sem gæti verið lýsing á þjóðfélaginu okkar í hnotskurn þessa daganna. Ómar, hinn fyrsti eins og nafnið þýðir lætur hins vegar engan bilbug á sér finna. Hann hefur leitt þjóðina gegnum súrt og sætt með bros á vör í hálfa öld. Í dag er kallinn 70 […]
Í dag er rok og rigning. Haustverkin bíða og gera þarf allt klárt fyrir veturinn. Í sveitinni „í gamla daga“ var haldið upp á tímamótin þegar sumarverkunum var lokið, sérstaklega heyskapnum með svokölluðum töðugjöldum. Allir voru ánægðir með sitt ef náðist að heyjast og séð fram á að skepnurnar fengju nóg fyrir veturinn. Þá fengju […]
Þessa mynd tók ég á leiðinni í vinnuna í gærmorgun í Hafnarfirði. Stór og mikill regnbogi blasti yfir bænum í lengri tíma. Eitt augnablik staldraði maður við og hugsaði með sér hvað væri svona sérstakt við þennan dag. Regnboginn gerði gæfumuninn. E.t.v. hefði verið betra að dagurinn í gær hefði verið í dag. En vonandi […]
Haustið er komið og haustpestirnar líka. Veturinn er síðan aðaltími pesta og loftvegasýkinga. Um 20% af öllum komum sjúklinga til heilsugæslunnar og vaktþjónustu hennar 2009 var vegna öndunarfærasýkinga (Talnabrunnur Landlæknisembættisins). Um helmingur koma veikra barna til læknis er talin vera vegna miðeyrnabólgu eingöngu. Íslendingar nota mest allra á Norðurlöndunum af sýklalyfjum og hvergi er sýklalyfjaónæmi helstu sýkingarvaldanna meira. […]
Séra, Örn Bárður Jónsson gagnrýndi fjölmiðla í útvarpspredikun í útvarpi allra landsmanna í gærmorgun og ásakaði þá um að fara hörðum og ósanngjörnum höndum um málefni kirkjunnar. Talaði hann um einelti og jafnaði umræðu um úrsagnir úr þjóðkirkjunni nú við þá óskastöðu ef kirkjan gæti sagt sig frá fjölmiðlum. Það er með ólíkindum að prestar […]