Ákvörðun um gamla Landspítalann var tekinn um aldarmótin 1900 og honum valin besti staður í útjaðri miðborgarinnar í Þingholtunum. Þjóðarátak þess tíma þegar menn og konur hugsuðu stórt á stærstu ríkisframkvæmdinni sem gagnaðist þjóðinni síðan vel fram eftir öldinni og höfuðborgin lagði til landsvæðið án endurgjalds. Löngu síðar, eða um hálfri öld, reyndar einnig með byggingu […]
Sennilega eru flestir sammála að við þurfum nú nýjan og góðan þjóðarspítala sem jafnframt verður áfram okkar háskólasjúkrahús, hvar sem hann kynni svo sem að rísa. Ef marka má undirbúning sl. áratugar og umræðu sl. vikna í ræðu og riti meðal stjórnmálamann og stjórnenda Landspítalans, virðist málamiðlunin um bráðabrigðarkost og bútasaum á gömlu og nýju húsnæði […]
Stefna Reykjavíkurborgar er að þétta miðbæinn eins og hægt er af atvinnustarfsemi og íbúasvæðum og fjölga arðsemi sem mest af túristunum. Reisa m.a. hótel og veitingastaði, helst þannig að túristarnir haldist sem lengst í miðbænum og að vinsældir Reykjavíkurborgar nái að skora hærra í erlendum ferðamannaauglýsingapésum. Í sjálfu sér nokkuð göfugt markmið fyrir kannski […]
Heilbrigðisástand þjóðar hlýtur alltaf að vera afstætt hugtak og þar sem við sjáum t.d. í dag víða hörmulegt ástand erlendis og sem stendur fortíðinni hér heima miklu nær en nútíðinni. Af sögunni má best sjá hvað hefur áunnist á síðustu öldum, og vissulega eru sumar heilsuhagtölur í dag góðar miðað við önnur lönd, eins og […]
Í skýrslu Hagfræðistofnun HÍ (HHÍ) frá því í september 2014 um byggingakostnað á Nýjum Landspítala við Hringbraut miðað við fyrirliggjandi áfanga (nefndur Kostur 2), byggingahraða og nýtingu eldra húsnæðis sem fyrst var gerð opinber fyrir nokkrum dögum, er lagður kostnaðarsamanburður á að reisa alfarið nýtt sjúkrahús eða að hluta og gera upp gömlu byggingar sem […]
Nýjum lyfjum á markaði ber auðvitað að fagna í heilbrigðisþjónustunni, en sem fá meiri athygli fjölmiðlanna en oft takmarkaður aðgangur að lífsnauðsynlegum eldri lyfjum. Stundum ódýrum lyfjum sem ekki er nógu mikil hagnaður lyfjainnflytjanda af og sem tryggja ekki einu sinni að séu alltaf til. Mörg lyf hafa þannig verið ófáanleg mánuðum saman á landinu, […]
Nú er verslunarmannahelgin framundan, ein mesta ferðamannahelgi ársins. Þegar oft skín í hárfína hvíta línu milli lífs og dauða ef óvarlega er farið. Framúrakstur er hættulegasti hluti í akstri úti á vegunum, á oft þröngum íslenskum þjóðvegum og aðstæður ekki góðar. Stundum fram úr þungaflutningabílum, jafnvel með jafnlangan aftanívagn, í brekkum og beygjum. Þar sem […]
Á sama tíma og ný blóðsuga, lúsmý, gerir mönnum og dýrum lífið leitt á Íslandi rifjast upp saga sem tengist annarri blóðsugu, moskítóflugunni, en sem hefur ekki enn tekið sér bólfestu hér á landi, einhverja hluta vegna. Lítil fluga sem náði að smita unga stúlku á Haítí upphaflega af fílaveiki fyrir rúmum þremur áratugum, en […]
Stálvaskurinn, sem auðvelt er að halda hreinum, var mikil búbót fyrir íslensk heimili fyrir tæplega tveimur öldum. Nokkuð sem stórbætti hreinlæti og matarvinnslu þjóðarinnar og þar með heilsuna okkar. Þegar ég dvelst erlendis hjá börnunum mínum, þótt ekki sé nema um stundarsakir, sér maður hlutina oft í allt öðru ljósi en heima. Hvað gerir það […]
Undanfarna mánuði hefur glöggt komið í ljós, að ríkið er ekki tilbúið að borga nema lágmarkslaun til starfsmanna heilbrigðiskerfisins, samanborið við sambærilega menntun og ábyrgð á hinum frjálsa vinnumarkaði og erlendis. Vaxandi áhugi virðist hinsvegar á einkarekstri og sem skaffað getur starfsmönnum betri laun, jafnvel arðgreiðslur af rekstri heilbrigðisþjónustu. Fjárfestar, m.a. lífeyrissjóðirnir, virðast líka spenntir […]