Aftur held ég jólin mín á Ströndum. Nú einn fjarri ástvinum og fjölskyldu. Samt umlukinn ástsælu landinu mínu, hafinu og fjöllunum sem eru klædd sínu fegursta eftir snjóhretið í nótt. Á stað þar sem öll ljós virðast jólaljós í myrkrinu, jafnvel blikkandi ljósið í vitanum hér á Hólmavík. Hjá vinum mínum til margra ára […]
Fá myndbönd hafa slegið jafn rækilega í gegn um þessi jól og jólalagið, Jólin eru að koma, í flutningi krakkanna í barnaskólanum á Drangsnesi. Sannkölluð jólabörnin í ár. Börnin sem ég ætla að passa vel eins og aðra íbúa á Ströndum þessi jól og ef einhver verður alvarlega veikur. Strax og maður er kominn norður […]
Um jól hugsar maður oft langt og til ferðalaganna á árinu sem er að líða. Eins allra ferðanna sem maður á enn eftir að fara, óloknum köflum í lífinu. Í jólastressinu er líka fátt betra en hugsa til sveitasælunnar og nálægðar við fjöllin. Halla sér jafnvel upp að þeim, horfa á bleiku jólaskýin fyrir vestan […]
Ég er heilsugæslulæknir og vinn hjá ríkinu. Að mörgu leiti líkar mér vel þar og finnst að þar eigi ég heima með minn starfsvettvang, þrátt fyrir ólgusjó og stefnuleysi opinbera stjórnvalda. Þetta hefur mér aldrei verið ljósara en einmitt í dag eftir næstum þriggja áratuga starf. Starf sem í sjálfu sér er sniðið að þörfum samfélagsins þar […]
Nokkrar góðar rannsóknir benda nú til að sýklalyfjanotkun, jafnvel hjá verðandi mæðrum, trufli ónæmiskerfið og sýklaflóruna hjá ungbörnum sem leitt getur til ónæmissjúkdóma svo sem asthma og eczema. Aðrar rannsóknir benda einnig til aukinnar hættu á nýjum bakteríusýkingum eins og miðeyrnabólgum eftir sýklalyfjagjöf og sem var til umfjöllunar á blogginu mínu fyrir 2 árum. Ég vil […]
Margoft hefur verið bent á óhemjumikið álag á vaktþjónustuna á höfuðborgarsvæðinu sem jafnast á við þann fjölda sem sækir slíkar þjónustu í milljónaborgum erlendis. Mikil undirmönnun í heilsugæslunni á mörgum sviðum og niðurskurður í sjúkrahústengdri þjónustu utan höfuðborgarsvæðisins tel ég fyrst og fremst vera um að kenna. Vandinn í heilsugæslunni hefur varað í áratugi og aldrei verið […]
21. febrúar 1953 birtist þessi forsíðufrétt í Morgunblaðinu. Þá þegar var ofnotkun kraftaverkalyfsins penicillíns vandamál. Lyf sem ætlað var að bjarga fólki frá lífshættulegum bakteríusýkingum eins og lungnabólgu, en fólk var farið að taka við allskonar pestum, ekki síst inflúensu og sem síðar olli framgangi óvinveittra sýkla og munnbólgum en virkaði ekkert á inflúensuna sjálfa. Síðan hefur mikið vatn […]
Nú eru að nálgast þrjú ár síðan ég skrifaði pistil um frábæra kvöldstund á sjávarréttarveitingarstað eitt laugardagskvöldið þar sem allir sem komu að þjónustunni lögðu sig fram að gera kvöldið frábært fyrir okkur gestina og sem heppnaðist svo vel. Á veitingarstað þar sem við fengum að bragða það besta sem landið og miðin hafa upp […]
Svo virðist sem sterk tengsl séu á milli félagslegs þrýstings, kynímyndarinnar, tísku og jafnvel klámvæðingu nútímans. Eins hvernig yngri kynslóðirnar vilja oft marka sína sérstöðu á ystu nöf, hvað sem um almenna skynsemi og hollustu má segja og við hin látum óátalið. Líka hlutir sem við tökum upp frá frumbyggjum í fjarlægum heimsálfum af hentisemi, en sem tengjast jafnvel ævafornri menningu […]
Í dag er Umferðaþing þar sem umræða um umferðaöryggi er megin málið. Í gær var fórnarlamba umferðaslysanna hér á landi minnst á Bráðamóttöku LSH og sem eru allt of mörg. Ekkert öryggistæki er hjólreiðamönnum jafn mikilvægt og hjálmur á hausinn. Allt annað tengist síðan vel útbúnu hjóli og góðum aðstæðum í umferðinni sjálfri sem getur komið í […]