Mikið hefur verið rætt um það hvað við getum gert til að bæta heilsu okkar og líðan, ekki síst á krepputímum þegar tengsl líkama og sálar eru aldrei nátengdari. Ekki síst þar sem í nútíma þjóðfélagi má tengja flesta sjúkdóma við stress. Skortur á tíma og mikið álag má segja að sé faraldur 21. aldar […]
Síðasti mánuður, mars 2011 hefur verið með afbrigðum viðburðarríkur. Helst ber að nefna fréttir af hörmungunum í Japan þar sem talið er að allt að 30.000 manns hafi farist og eignartjón þar gríðarlegt. Heimsfréttir sem snerta okkur bæði beint og óbeint. Kjarnorkuógn í ofanálag sem virðist engan enda ætla að taka og mikil óvissa á margan hátt um varanlegar afleiðingar fyrir jafnvel […]
Lóan er komin að kveða burt snjóinn, að kveða burt leiðindin, það getur hún. Hún hefur sagt mér, að senn komi spóinn, sólskin í dali og blómstur í tún. Hún hefir sagt mér til syndanna minna, ég sofi of mikið og vinni ekki hót. Hún hefir sagt mér að vakna og vinna og vonglaður taka […]
Í góðærinu töldum við Íslendingar að okkur væru allir vegir færir. Við ofmátum verðleika okkar heldur betur og eftirleikinn þekkja flestir. Miklu meira var að baki því sem afvega fór en rannsóknarskýrsla Alþingis sagði ein til um. Á flestum sviðum þjóðlífsins í dag má sjá hvað hefði mátt fara betur ef skynsamlega hefði verið að málum […]
Flestir kannast við frásögnina af plágunum sjö sem sagt var frá í Gamla testamentinu sem var vegna reiði Guðs. Á Íslandi höfum við sem betur fer verið að mestu laus við alvarlegar plágur síðan í upphafi 15 aldar þegar svarti dauði gekk yfir. Orðið pest í seinni tíð er einmitt dregin af þessari plágu en […]
Það er yfirleitt ekki hægt að túlka nákvæmlega með orðum það sem maður sér með berum augum. Huglægt mat sem getur haft fleiri hliðar er enn erfiðara að túlka. Sífellt er maður samt að reyna að túlka skoðanir sínar fyrir aðra sem jafnvel eiga djúpar rætur í sálinni og virðast kristaltærar fyrir mann sjálfan. Sennilega eru frægustu skáldin svona fræg […]
Í upphafi skyldi endinn skoða er máltæki sem á vel við í dag á degi mottumarsins. Tilefnið að pistli mínum nú er samt annar af gefnu tilefni og snýr að öðrum endum í heilbrigðiskerfinu. Upplýsingar koma fram um mikla lyfjanotkun meðal gamla fólksins á hjúkrunarheimilunum í grein Önnu Birnu Jónsdóttur í Fréttablaðinu í dag sem rétt er […]
Vesalingarnir (Les Misérebles) er skáldsaga eftir rithöfundinn Victor Hugo sem gerist á tímum frönsku borgarastyrjaldarinnar á 19 öld og lýsir mjög vel mannlegum tilfinningum, stjórnleysi og baráttu fyrir frelsinu. Sagan fjallar öðru fremur af munaðarlausum og öðrum sem áttu undir högg að sækja á viðsjárverðum tímum. Vesalingarnir kom mér í hug þegar ég heyrði fréttir dagsins […]
Marsmánuður er fyrirboði vorsins. Sól hækkar hratt á lofti og við njótum útiverunnar meir en á köldum og dimmum vetrarmánuðunum á undan. Við gleðjumst í hjartanu og hlökkum til sumarsins. Staðreyndir sem breyta samt ekki lífins gangi hjá okkur strákunum og sem erum hvort sem er oftast glaðir. Við tökum allir þátt í mottumarsinum á […]
Barátta árstíðanna stendur nú yfir og í gær lá vorið í loftinu, og andvarinn bæði kaldur og hlýr í senn. Klakaböndin slitnuðu í móunum á heiðinni minni og margir lækir urðu til, þar þeir undir öðrum kringumstæðum áttu alls ekki heima. Drulluslettur komu á buxnaskálmarnar sem eru kunnuglegar frá því gamla daga, þegar maður var lítill drengur og […]