Heilbrigðisráðherra, Álheiður Ingadóttir hefur ákveðið að síðdegismóttökur heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu skulu vera að einhverju leiti opnar í sumar þrátt fyrir að löngu hafi verið búið að ákveða lokun á þeim frá kl. 16 alla virka daga frá 15. júní sl. og fram til 15. ágúst. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Ég fagna […]
„Myndin of dökk“ getur haft þrenna merkingu. Myndin er óskýr eins og á tölvuskjánum þegar birtan umhverfis er of mikil eða þá að mynd eins og ljósmynd sem fær ekki nóga lýsingu þegar hún er tekin og verður þannig dökk og óskýr á pappírnum. Í þriðja lagi getur mynd verið máluð dökk og drungleg sem […]
„hvernig ert þú í lit“, segir í frægum dægurlagatexta með Dúkkulísunum. Textinn er samt ekki svo voða gamall en höfðar til gömlu svart-hvítu kvikmyndanna, hetjudýrkunar og síðan hversdagsleikans eins og hann blasir við okkur. Nú er að nálgast mitt sumar, ég kominn í sumarfríið og litadýrðin í náttúrunni í hámarki. Hvað gefur lífinu meira lit […]
Það er með ólíkindum að í dag skuli vera auðveldara að fá þjónustu fyrir bílinn sinn en líkamann sinn. Eins er með ólíkindum að það skuli verða auðveldara að fá grunn heilbrigðisþjónustu á afskktustu stöðum landsins en í sjálfri höfuðborginni. Eins er með ólíkindum að almenningur skuli ekki vera farinn að gera kröfu um eðlilega […]
Nú nálgast 17. júní, þjóðhátíðardags okkar Íslendinga og visst stjórnleysi ríkir í höfuðborginni. Því verður manni hugsað til sögunnar. Eins hef ég alltaf haft dálæti á íslenska fánanum og ungur lærði ég að umgangast hann af mikilli virðingu hjá skátunum. Síðar fékk ég stundum af flagga á hátíðisdögum hjá afa mínum. Mig hefur reyndar alltaf langað til […]
Í gærkveldi fór ég í minn venjulega göngutúr með hundana mína. Það sem var e.t.v frábrugðið því venjulega var að veðrið var einstaklega gott. Kvöldsólin í vestri yfir Snæfellsnesinu og það grillti í tunglið yfir Úlfarsfellinu. Blankalogn og sól á heiði en klukkan samt tveimur tímum fyrir miðnætti. Mikil óveðursblika hefur verið í lofti í […]
Hingað til hefur maður staðið í þeirri trú að heilbrigðisyfirvöld teldu að heilsugæsluþjónustan væri nauðsynlegur hornsteinn heilbrigðisþjónustunnar, ekki bara úti á landi heldur einnig á höfuðborgarsvæðinu. Þannig er það að minnsta kosti í nágrannalöndunum. Heilbrigðisráðherra hefur einnig tjáð sig um málið að undanförnu og telur að tryggja þurfi mönnun í heilsugæsluþjónustunni í náinni framtíð, ekki […]
Mikill skjálfti virðist kominn í lyfjaframleiðendur erlendis ef marka má fréttir síðustu daga. Haft er eftir framkvæmdastjóra lyfjarisans Roche að íslenski örmarkaðurinn sé það lítill að hann skipti fyrirtækið ekki máli og það íhugi að hætta sölu lyfja til landsins vegna óstöðugs lyfjaverð á algengustu lyfjum. Eins er farið er að bera á því að lyfjafyrirtæki hætti […]
Það er ekki laust við að maður fyllist ákveðinni svartsýni og kvíða á þessum svarta föstudegi þegar yfir okkur rignir eldi og brennisteini og sem nú nálgast sjálft höfuðborgarsvæðið. Sumir hafa þurft að yfirgefa húsin sín á suðurlandi sl. vikur, ekki síst undir Eyjafjöllum. Mikill fjöldi húsa og íbúða standa hins vegar yfirgefin og tóm þessa daganna […]
Mikil öskumengun eins og íbúar í Vík í Mýrdal og öðrum stöðum undir Eyjafjallajökli og Vestur-Skaftafelssýslu mega nú þola getur breytt degi í nótt auk þess að geta valdið miklum búsifjum. Landlæknisembættið hefur gefið út ráðleggingar varðandi hugsanlegt heilsutjón sem kann að hljótast af öskumengun sem leggst ílla í öndunarfærin og augun. Auk þess getur […]