Færslur fyrir flokkinn ‘Íþróttir’

Miðvikudagur 29.01 2014 - 17:25

Hvíti dauði

Mikið hefur verið rætt um offitu í vetur og allskonar kúra og föstur. Sitt sýnist hverjum og kúrarnir í besta falli sniðir að þörfum þeirra verst settu eins og kolvetnaskerti kúrinn  fyrir þá sem eru með einkenni, efnaskiptavillu. Nýjar ráðleggingar norræna manneldisráða hafa verið birtar og ljóst að algjöra hugafarsbreytingu þarf nú hjá þjóðinni til […]

Fimmtudagur 09.01 2014 - 09:24

Klukkan góða í Prag

Auðvitað ætti að seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund til leiðréttingar við sólstöðuna eins og nú er rætt um á Alþingi og til að dagsbirtan haldist í takt við svefn- og lífsklukkuna okkar. Jafnvel þótt við náum ekki að nýta síðdegissólina eins vel og við gjarna viljum á góðum sólardegi, eftir vinnu á hinu […]

Mánudagur 06.01 2014 - 09:37

Hvíti hvalurinn og skipsstjórinn Ahab

Skáldsagan um hvalinn Moby-Dick á sér ekki aðeins margar samsvaranir í heimsbókmenntunum, heldur einnig í íslenskum veruleika. Við vorum einu sinni mikil hvalveiðiþjóð og þekktum norðurhöfin og hætturnar þar þjóða best. Samsvörunin er enn raunverulegri ef við rifjum upp hvernig sjálfri þjóðarskútunni var siglt um árið. En hver er boðskapurinn okkar í dag með sögunni […]

Laugardagur 28.12 2013 - 16:26

Ertu eins og epli eða pera?

Eplin geta verið skemmd. Þau geta líka verið forboðin og villt á jólunum. Þeir sem þeim líkjast verða umfram aðra að hugsa sinn gang til að geta dregið úr alvarlegum afleiðingum efnaskiptavillu og áhættum á lífsstílssjúkdómum. Umfram allt að hætta að reykja, hreyfa sig meira, forðast hvíta sykurinn og dýratólgina. Allt til að fá að […]

Þriðjudagur 10.12 2013 - 16:18

Tólgin og lífskertin okkar

„Að velja frekar tólg í stað góðra og grófra kolvetna sem uppistöðu í fæðunni er stórhættulegt og stuðlar að allt annarskonar bruna en er okkur ætlaður.“ Meðfylgjandi mynd er af blóði úr ungum manni með allt of háar blóðfitur, en sem staðið hafði á rannsóknarborðinu í nokkrar klukkustundir. Á þeim tíma nær fitan að setjast […]

Laugardagur 02.11 2013 - 21:29

Lífsstíllinn, ekki kúrinn

“ Í dag ná almennt aðeins um 10% offitusjúklinga að léttast. Flestir, um 90%, ná ekki að léttast þrátt fyrir oft óteljandi kúra. Og það sem verra er, halda áfram að fitna.“ Það er eins og að bera í bakkafullan lækinn að fara ræða offituvandann enn einu sinni. Ég má þó til vegna umræðunnar um […]

Fimmtudagur 22.08 2013 - 20:21

Hættulegt sveppalyf í umferð

Í dag fékk ég sent bréf um hættulegar aukaverkanir af sveppalyfi sem hefur verið talsvert notað hér á landi, m.a. geng sveppasýkingum í tánöglum. Um er að ræða lyfið Fungoral (ketokonazol) sem Lyfjastofnun Evrópu (EMA) og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA hefur stórlega varað við vegna eiturverkana á lifur. Lagt er til að markaðsleyfi á lyfinu verði […]

Mánudagur 10.06 2013 - 14:30

Förum út og vestur

Nú er sumarið vonandi loks komið og tilvalið að rifja upp góða ferðasögu. Lífið er hreyfing- njótum hennar, eru einkunnarorð ferðaþjónustu Út og vestur sem vinir mínir, Jón Jóel og Maggý, reka. Ferðir sem þau bjóða upp á m.a. um Snæfellsnes, í Dölunum, á Fellsströnd og Dagverðarnes. Um einstaka upplifun var að ræða fyrir okkur […]

Mánudagur 27.05 2013 - 16:43

„Kremið hennar Siggu“

Stundum kemur læknisfræðin manni svo sannarlega á óvart, sérstaklega þegar hún flokkast ekki undir hin sannreyndu vísindi. Meðferðir sem þó áttu rætur til alþýðuvísinda gegnum aldirnar. Jafnvel árþúsundir aftur í tímann, en sem við týndum einhvers staðar á leiðinni. Í dag notum við enda oftast lausnir sem vísindin ein segja okkur að séu bestar. Oftast […]

Þriðjudagur 14.05 2013 - 22:17

Hjól og hjálmar

Nú eru margir farnir að hlakka til sumarsins og þegar tekið fram hjólin sín úr geymslunum eftir langan vetur, ekki síst börnin. Ekkert kemur hins vegar betur í veg fyrir hjólaslysin en að varlega sé farið fyrstu daganna og að fullorðnir sýni börnunum gott fordæmi. Hjól séu vel yfirfarin og bremsur athugaðar. Hjólreiðar njóta auk […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn