Í fyrra var PIP gelbrjóstapúðamálið skandall ársins í Evrópu, fölsuð lækningavara er varðaði síðan heilsutjón hundruð þúsunda kvenna og sem er ekki komið nema að litlu leiti upp á yfirborðið hvað varðar langtímaafleiðingar. Iðnaðarsílikongel sem ætlað var í húsgagnaframleiðslu og sem át upp skelina á undurskjótum tíma eða yfir 60% á 10 árum í lífi […]
Alltaf er að koma skýrar í ljós hvað fæðan og umhverfisáhrifin skipta okkur miklu máli á flestum sviðum, ekki síst fyrir erfðaefnið. Ekki aðeins til að okkur sjálfum líði betur og lifum lengur, heldur einnig að börnin okkar fæðist heilbrigðari og haldist hraustari. Mikið hefur verið skrifað um mikilvægi D-vítamíns ekki síst fyrir konur, svo og mikilvægi hollrar fæðu […]
Sennilega átta ekki allir sig á alvarleika hrossakjötsmálsins sem tröllriðið hefur matvælamarkaðinum í Evrópu og skyndibitamenningunni. Ekki að hrossakjötið sé endilega verra kjöt undir tönn en nautakjöt og sem það er sagt vera, nema e.t.v. miklu eldra og seigara. Heldur ekki vegna bragðsins, heldur annars sem er miklu alvarlegra. Að ekki sé hægt að rekja uppruna kjötsins til framleiðsluhátta, […]
Miðað við ástandið í heilbrigðisþjónusunni í dag og stöðugar fréttir berast af, er ekki úr vegi að líta aðeins um öxl og ímynda sér hvað framtíðin getur borið í skauti sínu. Fyrir rúmlega 20 árum síðan þegar ég starfaði sem læknir á Slysa- og bráðamóttökunni á gamla og góða Borgarspítalanum sem þá hét, fékk ég afar minnisstætt hlutverk […]
Eftir nokkuð langt starf í heilsugæslu og víðar í heilbrigðisþjónustunni hef ég náð að kynnast þjóðinni frá ólíkum landshornum nokkuð náið á annan hátt. Kynnst aðeins samnefnara í hinni íslensku sál ef svo má segja, en einnig mörgum ólíkum sérkennum og eiginleikum. Oft dugnaði, nægjusemi og æðruleysi, en líka því þveröfuga og öfgafulla. Ekkert síður þó […]
HPV veiran (Human Papilloma Virus) veldur ekki bara kynfæravörtum (condylomata acuminata) sem eru mjög algengar meðal ungs fólks hér á landi, heldur líka flöguþekjukrabbameini að undangengnum forstigsbreytingum í leghálsi þúsunda kvenna á ári hverju, auk hratt vaxandi nýgengi flöguþekjukrabbameina í munnholi og við endaþarm hjá báðum kynjum um heim allan. Krabbamein sem í dag má fyrirbyggja að miklu leiti með betri […]
Það er í raun ógjörningur fyrir mig að ætla að feta í fótspor listmálaranna og túlka með myndum sjónarspili birtunnar á Ströndum nú á miðjum vetri um áramót. Ég vil samt reyna það á annan hátt. Með lítilli ljósmynd og orðum um hugáhrifin sem náttúran vekur og sem kallar fram endurminningar sem allskonar ljósaspil ásamt sólinni […]
Aftur held ég jólin mín á Ströndum. Nú einn fjarri ástvinum og fjölskyldu. Samt umlukinn ástsælu landinu mínu, hafinu og fjöllunum sem eru klædd sínu fegursta eftir snjóhretið í nótt. Á stað þar sem öll ljós virðast jólaljós í myrkrinu, jafnvel blikkandi ljósið í vitanum hér á Hólmavík. Hjá vinum mínum til margra ára […]
Um jól hugsar maður oft langt og til ferðalaganna á árinu sem er að líða. Eins allra ferðanna sem maður á enn eftir að fara, óloknum köflum í lífinu. Í jólastressinu er líka fátt betra en hugsa til sveitasælunnar og nálægðar við fjöllin. Halla sér jafnvel upp að þeim, horfa á bleiku jólaskýin fyrir vestan […]
Nokkrar góðar rannsóknir benda nú til að sýklalyfjanotkun, jafnvel hjá verðandi mæðrum, trufli ónæmiskerfið og sýklaflóruna hjá ungbörnum sem leitt getur til ónæmissjúkdóma svo sem asthma og eczema. Aðrar rannsóknir benda einnig til aukinnar hættu á nýjum bakteríusýkingum eins og miðeyrnabólgum eftir sýklalyfjagjöf og sem var til umfjöllunar á blogginu mínu fyrir 2 árum. Ég vil […]