Færslur fyrir flokkinn ‘Lífstíll’

Þriðjudagur 23.11 2010 - 17:04

Uppeldið og ramminn fyrir stjórnlagaþingið

Þjóðfélagið endurspeglar vel þá einstaklinga sem það byggja. Þroski og uppeldi er mikilvægast í fari hvers manns og skapar þá eiginleika að gera einstaklinginn að góðri félagsveru í samfélaginu. Að mörgu leiti höfum við Íslendingar gert hlutina öðruvísi en aðrar þjóðir og þroski okkar sem þjóðar hefur verið mjög hraður, kannski allt of hraður. Við höfum […]

Mánudagur 22.11 2010 - 20:37

Vegir liggja til allra átta

Listin eins lífið er sífelt að koma manni skemmtilega á óvart. Síðastliðið föstudagskvöld var farið á vídeóleiguna til að ná í barnaefni fyrir barnabörnin, en um leið tekinn diskur fyrir okkur eldra fólkið enda ekkert sérstakt í sjónvarpinu. Fyrir valinu varð, með semingi að minni hálfu, myndin Mamma Gógó eftir Friðrik Þór Friðriksson. Í sjálfu sér […]

Sunnudagur 21.11 2010 - 23:45

Fálm í myrkri

Hver kannast ekki við það að þurfa að ganga einstaka sinnum í myrkri? Oftast er það heima við þar sem við þekkjum vel aðstæður og ekkert kemur á óvart. En stundum erum við á ókunnum slóðum og verðum að treysta á önnur skilningarvit en sjónina og þá fálmum við fram fyrir okkur í þeirri von […]

Fimmtudagur 18.11 2010 - 11:53

Svartir svanir

Í dag, 18. nóvember er Evrópudagur til áréttingar um rétta notkun sýklalyfja og áminningar um vaxandi sýklalyfjaónæmi. Mikill skilningur hefur áunnist í þýðingu sýklalyfjaónæmis tengt mikill sýklalyfjanotkun í þjóðfélaginu, ekki síst hér á landi þar sem ástandið er orðið grafalvarlegt. Sýklalyfin hafa verið notuð óspart á vesturlöndum og nú nálgumt við óðfluga þann tíma sem var fyrir tilkomu […]

Laugardagur 06.11 2010 - 22:33

Samráð

Eitt af því leiðinlegasta sem ég geri er að sitja fundi þar sem allt er fyrirfram ákveðið. Frekar verið að boða en leita ráðgjafar og samráðs. Ég sjálfur óska þess heitast að til mín sé leitað eftir ráðgjöf, sérstaklega í þeim efnum sem sérfræðiþekking mín nýtist best. En áhuginn virðist oft takmarkaður og sennilega er […]

Föstudagur 05.11 2010 - 23:38

Eitthvað fyrir börnin

Nú er kominn tími að snúa við blaðinu. Ræða eitthvað uppbyggilegt og gott. Eitthvað einfalt og fallegt, stórt og ævintýralegt. Segja börnunum sögur.  Barlómur hefur tröllriðið þjóðinni síðastliðin tvö ár og það er rétt eins og sumir segja í dag. „Það er komið nóg“. Með neikvæðninni endalaust eyðileggjum við okkur innan frá. En hver […]

Fimmtudagur 04.11 2010 - 20:02

Svarta myrkur

Í gærkvöldi var minnst á lífsfyllingu hér á eyjublogginu hjá Jónu Ingibjörgu. Stórfengleg ferð á suðurpólinn var sérstaklega tilnefnd. Ekkert síður allur undirbúningurinn og áhugamálið en ferðin sjálf. Eitthvað sem gæfi lífinu lit þegar skyldum sleppir. Eða eitthvað annað þarna á milli, eins og kom upp í hugann hjá mér í gærkvöldi. Ferð á dimmri nóttu […]

Miðvikudagur 03.11 2010 - 21:18

Brotunum raðað saman

Flestir hafa einhvern tímann haft gaman af því að púsla. Fyrst með stórum kubbum og síðan litlum þar sem heildarmyndin getur orðið ansi stórfengleg að lokum. Eftirvænting ríkir að leggja til síðasta kubbinn og heildamyndin verður loks skýr og falleg. Oft tekur mikið á þrautseigjuna  og þolinmæðina. En það tekst að lokum og maður fyllist […]

Miðvikudagur 27.10 2010 - 15:19

Hættuleg blanda

Lágt testósterón og hátt kólesteról virðist geta verið hættuleg blanda. Ný rannsókn um efnið  sýnir verndandi þátt testósteróns (karlkynshormónsins) gagnvart kransæðadauða hjá karlmönnum sem eru með staðfestan kransæðasjúkdóm. Um 20% karlmanna yfir 60 ára hafa lækkað frítt testósterón í  blóði svo niðurstöðurnar vekja að vonum mikla athygli. Greint var frá niðurstöðunum í nýjasta hefti læknatímaritsins HEART í vikunni. Niðurstöðurnar vekja […]

Þriðjudagur 26.10 2010 - 17:50

Íslendingar og heimurinn allur

Hvert okkar er einstakt en við myndum fjölskyldur sem ganga saman gegnum sætt og súrt. Í andlit hvers okkar er greypt saga sem fylgir okkur alla ævi, oft saga sem er aldrei sögð en mótar okkur samt og þroskar fyrir lífstíð. Samspilið innan fjölskyldunnar skipir okkur þannig mestu máli. Lífskjör okkar og menntun er að lokum síðasta tækifærið […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn