Mikið hefur verið rætt og skrifað um það sem betur hefði mátt fara í stjórnsýsluákvörðunum rétt upp úr aldarmótunum síðustu og þegar ákvarðanir voru teknar um staðsetningu sameinaðs þjóðarsjúkrahúss á Hringbraut. Oft virðast sérhagsmunir verið látnir ráða á kostnað almannahagsmuna og sem öllum er ljóst í dag er varðar t.d. bankakerfið. Rannsóknarskýrsla Alþingis eftir […]
Skrifa þennan pistil í tilefni nýs frumvarps Pírata um reglur á lausasölu rafretta (veipa) með ákveðnum skilyrðum. Hef áður látið í ljós álit mitt á drögum að frumvarpi heilbrigðisráðherra sem vill setja veipur undir tóbaksvarnalög, sem og áróðurs Krabbameinsfélags Íslands (KÍ) gegn veipunum í nýliðnum Mottumarsi, einu helsta hjálparlyfi tóbaksreykingamannsins sem gengið hefur illa að […]
Á sunnudegi í blíðskapa veðri á vaktinni minni í byrjun mars á Ströndum er mér óljúft að þurfa að setjast við tölvuna og deila á kollega mína sem vinna fyrir Krabbameinsfélag Íslands í tilefni af áróðursherferðinni í ár gegn öllu nikótíni, ekki aðeins reyktóbakinu. Hjálparmeðulunum sérstaklega sem ekki eru seld sem nikótínlyf í apótekunum ef […]
Áfengi er sennilega miklu skaðlegra heilsunni en tóbak og ef allt er reiknað með. Okkur finnst sjálfsagt að takmarka aðgengið að tóbaksvörunum eins og hægt er, m.a. með því að taka tóbaksvörur úr hillum marvöruverslana og stinga þeim undir borðið hjá afgreiðslukössunum. Tóbaksauglýsingar eru líka bannaðar og aðvörunarmerkingar alls staðar. Samt berjast nú sumir fyrir […]
Fáfræði þegar kemur að skynsamlegri notkun lyfja, er mikil hér á landi og krafan á bráðalausnir hverskonar er meiri en í nágranalöndunum. Skortur er á heilsugæsluþjónustu á daginn, en meira álag á skyndiþjónustu og bráðalausnir í apótekunum á kvöldin. Allskyns kúrar þrífast sem og svart pýramídasölukerfi í fæðubótaefnunum, þar sem maður er settur jafnvel á […]
Mörgum finnst örugglega óviðeigandi af mér lækninum að bera saman lífveruna manninn við dauðann hlut, þótt tæknivæddur sé. Skilningur okkar í dag á lífeðlis- og efnafræðinni og rafeðlisfræðinni leyfir okkur það engu að síður. Hvernig orkan byndst í líkamanum eftir bruna næringarefna og hverning hún er síðan losuð í orkukornum þegar hennar er þörf. Til viðhalds lífsstarfseminnar […]
Athyglisverð grein birtist nýlega í the guardian um víðfengi sveppasýkinga í nútíma samfélagi sem sífellt verður alvarlegra. Ekki nóg með að tíðni sýkinga hefur stóraukist, einkum húðsveppasýkinga, heldur einnig hættulegra ífarandi sýkinga sem áður voru einkum bundnar ónæmisbilun viðkomandi (t.d. alnæmi, HIV) og ónæmisbælandi lyfjameðferðum í tengslum við alvarlega sjúkdómum eins og krabbamein. Eins fjallar greinin um […]
Í vikunni greindi RÚV frá góðum árangri í meðhöndlun djúpra legusára á Ísafirði með þorskroði. Nýsköpunarfyrirtækið Kerecis á Ísafirði hefur getið af sér gott orð áður fyrir árangur í meðferð langvinnra sára. Sérmeðhöndlað þorskroð án lifandi frumna og sem er ríkt af Omega 3 er notað sem gervihúð eða stoðgrind yfir sárin. Þessi meðferð er viðurkennd […]
Á þessum tíma árs byrja reiðhjólaslysin að streyma inn á Bráðamóttöku LSH. Greinileg aukning hefur orðið á tíðni þessara slysa milli ára og þar sem fullorðnir eiga ekkert síður í hlut en börnin. Fólk sem hjólar þá gjarnan í vinnuna eða er að keppa við sjálft sig eða aðra á göngu/hjólastígum borgarinnar. Eins eftir slys […]
Fátt er sameiginlegt með þessum sóttum nema að þær eru báðar alvarlegar veirusýkingar hjá mönnum. Sú fyrri með hárri dánartíðni og dæmigerðum útvortis bólum og sárum, en sú síðari með flóknari smitsjúkdómsmynd og fósturskaða. Stórabólan tilheyrir fortíðinni og sem er nánast búið að útrýma, þökk sé tilkomu bóluefnis fyrir meira en tveimur öldum, […]