Það er mikið ævintýri að koma til framandi lands og leggja nýja jörð undir fætur sér. Sérstaklega þegar menningin er mjög ólík því sem við eigum að venjast, gróður, dýralíf og veðurfar sömuleiðis. Þar sem þarfasti þjóninn er múlasninn sem skiptir sköpum í fjöllunum. Kaktusar og ilmandi ávaxtatré og kryddjurtir. Við hjónin heimsóttum Atlasfjölin í […]
Vegna umræðunnar um vægt hækkaðan blóðþrýsting og hvar meðferðamörkin nákvæmlega liggja og fram kom í viðtali við Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor við Heimilislæknisfræði HÍ í Fréttablaðinu í gær, vil ég fá að leggja nokkur orð í belg og vísa jafnframt í ársgamlan pistil minn um efnið, Háþrýstingur og hættumörk. Rétt er samt að benda strax á, að ekki er ástæða […]
Á undanförnum vikum höfum við fengið að kynnast ágætum forsetaframbjóðendum sem allir boða nýja tíma, en hver á sinn hátt. Í miðri kreppu og á viðsjárverðum tímum, um það eru allir sammála. Sitjandi forseti er hins vegar tákn síns eigin tíma, tíma sem við viljum öll gera upp sem fyrst. Gamla bóndans þar sem búskapurinn […]
Sennilega finnst einhverjum ég hafa furðulegan smekk fyrir rósum fyrst ég fæ mig til að skrifa um rós sem er ekki til að njóta nú í byrjun sumars og meðan við bíðum í ofvæni eftir að jafnvel fyrstu laukarnir láti á sér kræla. Á þessu kalda vori, á landi elds og ísa. Þegar aðeins er rúmlega mánuður í sumarsólstöður og bara fíflarnir eru farnir […]
Í sjálfu sér er eins og að bera í bakkafullan lækinn að ræða um öryggið sem reiðhjólahjálmur getur veitt. Slík er umræðan búin að vera um reiðhjólaslysin á undanförnum áratugum, líka hér á landi og slysatölurnar sýna svo vel. En einhverja hluta vegna geta sumir ekki skilið vandann eða vilja ekki. Gegn því sjálfsagða að nota reiðhjólahjálma, alltaf og […]
…eiga að nota hjálm við hjólreiðar og sem skiptir „höfuðmáli“ ef högg kemur á höfuðið við fall. Þetta hélt maður reyndar að allir vissu þótt umræðan á síðustu árum hafi stundum verið villandi í baráttu þeirra sem berjast gegn lögleiðingu reiðhjólahjálmanotkunar fullorðinna. Umræða sem hætt er við að snúist upp í andstæðu sína og verði […]
Jean-Claude Mas, fyrrum aðalforstjóri og eigandi Poly Implant Protheses (PIP) fyrirtækisins franska sem frammleiddi sílikon brjóstapúðana margfrægu er loks kominn í leitirnar eftir mikla leit alþjóðalögreglunnar, Interpol. Hann hefur nú verið yfirheyrður af frönsku lögreglunni og viðurkennt að hafa allt frá árinu 1993, „falið sannleiknann“ um innihald brjóstapúðanna margfrægu og sem m.a. ætaðir voru fyrir ungar konur. Púðar sem […]
Seint verður sagt að hunangið drjúpi af hverju strái hér á landi um þessar mundir. Þó má segja að annað hunang, gullið og fljótandi en sem við viljum ekki sjá, fari forgörðum í stórum stíl í hafið þaðan sem það spratt upp. Líka eitt af því nauðsynlegasta til að við gátum lifað heilbrigðu lífi um […]
„Blessuð sólin elskar allt, allt með kossi vekur„. Sólin er grundvöllur lífs á jörðinni og okkar mesti lífsgjafi. En sólargeislunum er misskipt og sólin sést ekki alls staðar allt árið um hring. Á Íslandi sést hún lítið hálft árið og geislarnir oft ansi veikir og landinn því oft fölur. Framleiðsla D-vítamíns í líkamanum sem er okkur öllum […]
Nú má segja að sumarið sé nánast liðið og haustið að taka við. Sumarhitinn liggur samt ennþá í loftinu og jörðin er hlý og köld í senn. Nóttin heit en dimm. Haustið sem er svo fallegt með allri sinni litadýrð, en um leið sorglegt því það markar það sem koma skal. Og eftirsjá hvað tíminn leið […]