Færslur fyrir flokkinn ‘kirkjan’

Þriðjudagur 23.11 2010 - 17:04

Uppeldið og ramminn fyrir stjórnlagaþingið

Þjóðfélagið endurspeglar vel þá einstaklinga sem það byggja. Þroski og uppeldi er mikilvægast í fari hvers manns og skapar þá eiginleika að gera einstaklinginn að góðri félagsveru í samfélaginu. Að mörgu leiti höfum við Íslendingar gert hlutina öðruvísi en aðrar þjóðir og þroski okkar sem þjóðar hefur verið mjög hraður, kannski allt of hraður. Við höfum […]

Fimmtudagur 04.11 2010 - 20:02

Svarta myrkur

Í gærkvöldi var minnst á lífsfyllingu hér á eyjublogginu hjá Jónu Ingibjörgu. Stórfengleg ferð á suðurpólinn var sérstaklega tilnefnd. Ekkert síður allur undirbúningurinn og áhugamálið en ferðin sjálf. Eitthvað sem gæfi lífinu lit þegar skyldum sleppir. Eða eitthvað annað þarna á milli, eins og kom upp í hugann hjá mér í gærkvöldi. Ferð á dimmri nóttu […]

Miðvikudagur 03.11 2010 - 21:18

Brotunum raðað saman

Flestir hafa einhvern tímann haft gaman af því að púsla. Fyrst með stórum kubbum og síðan litlum þar sem heildarmyndin getur orðið ansi stórfengleg að lokum. Eftirvænting ríkir að leggja til síðasta kubbinn og heildamyndin verður loks skýr og falleg. Oft tekur mikið á þrautseigjuna  og þolinmæðina. En það tekst að lokum og maður fyllist […]

Mánudagur 25.10 2010 - 15:11

Vantrú eða trú

Ég ætlaði upphaflega að blogga einhver góð hvatningarorð til kvenna í tilefni að deginum í dag en varð „kjaftstopp“ eftir að hafa heyrt úr predikun biskups, Hr. Karls Sigurbjörnssonar í gær og eftir að hafa séð viðtal við hann í fréttum á Stöð 2. Er maðurinn veruleikafyrtur eða er ég svona blindur að sjá ekki ljósið. Hver er í […]

Þriðjudagur 19.10 2010 - 13:59

Svartari en hrafninn

Við vitum flest að jólasveinninn eins og við þekkjum hann er ekki til og að ímyndinn er kaþólskari en sjálfur páfinn. Íslenski jólasveininn er ekki eins helgur enda fábrotnari og treystir minna á skrautið og brosið. En hvað skyldi liggja þarna að baki og við skulum ekki láta glepjast af góðlátlegu yfirbragðinu. Í dag er jólasveinninn fyrst […]

Sunnudagur 19.09 2010 - 11:37

Sódóma Ísland

Ef við værum uppi á tímum gamla testamentisins væri gaman að ímynda sér hvað skaparinn myndi gera við okkur. Hann eyddi Sódómu og fleiri borgum vegna synda mannanna hér forðum. Aðeins þeir syndlausu áttu að geta bjargað borginni en sem að lokum reyndist aðeins vera einn maður. Hann fékk að sleppa með dætur sínar og eiginkonu. Svo segir […]

Mánudagur 06.09 2010 - 13:17

Englar og djöflar

Séra, Örn Bárður Jónsson gagnrýndi fjölmiðla í útvarpspredikun í útvarpi allra landsmanna í gærmorgun og ásakaði þá um að fara hörðum og ósanngjörnum höndum um málefni kirkjunnar. Talaði hann um einelti og jafnaði umræðu um úrsagnir úr þjóðkirkjunni nú við þá óskastöðu ef kirkjan gæti sagt sig frá fjölmiðlum. Það er með ólíkindum að prestar […]

Sunnudagur 05.09 2010 - 10:23

Helgafellið

Mikið er rætt um trúmál þessa daganna. Mest hefur verið rætt um stjórnunarvanda kirkjunnar og afleiðingarnar á íslenskt þjóðfélag. Minna er rætt um þýðingu trúarinnar. Sennilega höfum við sjaldan verið í meiri þörf fyrir trú en einmitt þessa daganna. En hvað er trú og fyrir hvað stendur trúin? Trúum við á guð eða eitthvað annað? Sumir […]

Miðvikudagur 01.09 2010 - 13:55

Nauðvörn þjóðkirkjunnar

Skoðun Hr. Karls Sigurbjörnssonar núverandi biskups er að ímyndin sem birtist í embættisgjörðum forvera síns, Ólafs Skúlasonar heitins gagnvart fyrrverandi sóknarbörnunum, þurfi ekki að vera svo sköðuð. Beiskleiki hans megi ekki skyggja á björtu stundirnar og gleðiathafnirnar í kirkjunni. Heilögustu stundunum sem almenningur treysti prestinum sínum fyrir. Frá vöggu til grafar, gegnum súrt og sætt. Sunnudagaskólarnir og fermingarundirbúningurinn og […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn