Umræðan nú á Alþingi okkar Íslendinga, á síðustu dögum þingsins, á sér ekki nokkurt fordæmi held ég. Almenningur er algjörlega gáttaður og margir búnir að missa alla trú á stjórnmálamennina okkar. Af þessu tilefni vil ég fá að endurskrifa hluta úr tæplega 3 ára gömlum pistil sem ég kallaði, Afmæli og jarðarfarir, enda veit ég ekki hvort ég […]
Nú er það aftur landið okkar og vorið sem er á næsta leiti, sem eru tilefni skrifanna. Hækkandi sól og vangarnir okkar farnir að roðna. Þegar samsvörun íslenskrar náttúru sem vaknar af vetrardvalanum er mest við lífið sjálft. Skynjun sérstakrar fegurðar rétt á milli veturs og sumars í okkar nánasta umhverfi. Bráðum fara lækirnir að […]
Mikið hefur verið fjallað um falsaðar kjötvörur og rangar merkingar á matvörum hverskonar sl. vikur. Ekkert virðist koma manni lengur á óvart, en hver fréttin reynir þó alltf að toppa þá fyrri og ganga lengra í að sýna hvað neytandinn hefur látið teyma sig lengi á asnaeyrunum. Hrosskjötsát úr oft nær sjálfdauðum dýrum sem blandað […]
Marsmánuður er mest tileinkaður mottumarsinum í fjölmiðlum, hvatningu til að þukla á líkamanum í leit að meinsemdum, jafnhliða peningasöfnun Krabbameinsfélagsins. Einnig þeirri ákvörðun stjórnmálamannanna að byggja nýtt háskólasjúkrahús á Landspítalalóð. Átaksverkefni sem snýr að eigin árvekni og að karlar þurfi að þukla punginn og hinu málinu sem farið er mikið mýkri höndum um að margra mati. Allt of mjúkum og […]
Í tilefni af mottumarsinum 2013, vil ég benda á mikilvægi HPV (Human Pappiloma Virus) bólusetningar kvenna til að verjast leghálskrabbameini og sem gagnast líka körlum. Ekk síst er varðar áhættuna á af fá HPV orsakað krabbamein í munn og jafnvel endaþarm. Krabbameinum sem tengjast langvinnum veirusýkingum í slímhúðum og kynhegðun í nútíma samfélagi hjá báðum […]
Hvort skyldi vera verðmætara á Íslandi, efnið eða andinn, veraldagæðin eða mannauðurinn? Svar við spurningunni um líf og dauða fer þó varla á milli mála. Ég er heimilislæknir og starfa líka sem sérfræðingur á Slysa- og bráðamóttöku LSH, 4-5 vaktir í mánuði á kvöldin og um helgar. Ég er með 16 ára sérnám í læknisfræði […]
Þessa mynd tók ég á morgungöngunni minni í morgun, áður en ég mætti til vinnu, og þegar ég lét hugann reika og dásamaði útsýnið og hreinleikann í loftinu. Eftir fréttir sl. daga, meira erlendis en hér heima að vísu, er maður alveg gáttaður á þeim trúnaðarbresti sem hefur orðið á milli matvælaframleiðenda og neytandans í […]
Í fyrra var PIP gelbrjóstapúðamálið skandall ársins í Evrópu, fölsuð lækningavara er varðaði síðan heilsutjón hundruð þúsunda kvenna og sem er ekki komið nema að litlu leiti upp á yfirborðið hvað varðar langtímaafleiðingar. Iðnaðarsílikongel sem ætlað var í húsgagnaframleiðslu og sem át upp skelina á undurskjótum tíma eða yfir 60% á 10 árum í lífi […]
Sennilega átta ekki allir sig á alvarleika hrossakjötsmálsins sem tröllriðið hefur matvælamarkaðinum í Evrópu og skyndibitamenningunni. Ekki að hrossakjötið sé endilega verra kjöt undir tönn en nautakjöt og sem það er sagt vera, nema e.t.v. miklu eldra og seigara. Heldur ekki vegna bragðsins, heldur annars sem er miklu alvarlegra. Að ekki sé hægt að rekja uppruna kjötsins til framleiðsluhátta, […]
Mikil umræða fer nú fram um að heilbrigðiskerfið sé að molna, líka hjá stjórnmálamönnunum og er það nýtt. Mikilvæg umræða sem hefur kraumað í töluverðan tíma, en verið haldið niðri af stjórnvöldum og sem ég hef m.a reynt að gera grein fyrir hér á blogginu mínu og víðar. Sameining spítalana í nafni hagræðingar upp úr aldamótunum […]