Færslur fyrir febrúar, 2010

Fimmtudagur 25.02 2010 - 09:08

Hundrað tómar íbúðir

Hundrað íbúðir á Austurlandi ganga ekki út. Íbúðalánasjóður þarf að taka þær til sín, segir i Fréttablaðinu – og sá kostnaður eykur vextina á almennum íbúðarlánum. Íbúðirnar hundrað urðu auðvitað til þegar Alcoa kom og allt átti að verða gott. Vituð þér enn?

Sunnudagur 21.02 2010 - 20:46

Birtið tilboðið

Nú er kominn tími til að birta tilboð Breta og Hollendinga opinberlega – þegar flokksformennirnir eru farnir að lýsa áliti sínu á því í fjölmiðlum. Forsendan fyrir að halda tilboðinu leyndu var að gefa forystumönnum í íslenskum stjórnmálum svigrúm til að ná samstöðu um næstu skref. Eftir viðbrögð formanns Framsóknarflokksins í kvöld, og raunar alla […]

Laugardagur 20.02 2010 - 19:48

Leynimakk og svikabrölt

Það einkenndi einusinni Morgunblaðið að þar var haft fremur hátíðlegt málfar. Bæði blaðamenn og pólitískir stjórnendur forðuðust gildishlaðnar upphrópanir í eigin texta, enda reyndi blaðið að sverja sig í ætt við fyrirmyndir sínar, stórblöð einsog Times og Mondinn og Berlingske og svo framvegis. Nú er annað hljóð í strokknum og gamli Moggi farinn að leika […]

Föstudagur 19.02 2010 - 12:16

Smáfasismi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hamast á þingi og í fjölmiðlum við að láta reka breskan hagfræðing, Önnu Sibert, úr peningastefnunefnd Seðlabankans vegna þess að hún skrifaði grein um Icesave-málið í evrópskt veftímarit. Þar hafi Anna Sibert mælt gegn „málstað Íslands“ og þarmeð óþolandi að hún sé að hjálpa Má Guðmundssyni að segja til um vextina – það […]

Þriðjudagur 09.02 2010 - 21:33

Svavar, aðstoðarmaðurinn og Samfylkingin

Svavar Gestsson er sennilega sá Íslendingur sem hefur setið undir hvað lágkúrulegustum skömmum og söguburði síðan um mitt ár í fyrra. Þessvegna var fróðlegt að hlusta á hann rekja gang Icesave-viðræðnanna frá sínum sjónarhóli í síðdegisútvarpinu á Rás tvö í dag (hér, um miðbik þáttarins). Svavar leggur áherslu á að Icesave-samningur II hafi verið pólitískur […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur