Nú er Alþingi loks komið aftur saman eftir langt jólafrí til að ræða mikilvægustu málefni þjóðfélagsins. Á sama tíma hefur Kári Stefánsson, læknir stofnað til undirskriftarlista, endurreisn.is sem hátt í 20.000 manns hafa þegar skrifað undir á tæpum sólarhring og þar sem skorað er á alþingi að auka fjárframlög sem hluta þjóðartekna til fjársvelts heilbrigðiskerfisins um árabil. Fjárhæðir sem myndu nema um 2% þjóðarteknanna og samsvarar þá rúmlega 30 milljörðum króna á ári í dag. Enn það má líka fara mikið betur með peningana sem leggja á í heilbrigðiskerfið á komandi árum og stefnt er að, m.a. á dýrustu ríkisframkvæmd sögunnar, nýjum Landspítla sem fyrirhugað er að byggja á gömlu Hringbrautarlóðinni, svo að segja í gamla miðbæ Reykjavíkur og sem á sér allt aðra sögu!
Frá því sl. sumar hefur krafa almennings um endurskoðun á staðarvali Nýs Landspítala við Hringbraut stöðugt orðið háværari, þrátt fyrir fyrri ákvörðun Alþingis að hefja skuli framkvæmdir á gömlu Hringbrautarlóðinni. Heilbrigðisráðherra segir sig bundinn af þeirri ákvörðun og sem hann tók sjálfur þátt í að móta ásamt stjórnendum spítalans á sl. áratug og eftir endurskoðun sérskipaðrar fasteignanefndar ríkisins um málið og skilaði lokaáliti haustið 2008. Eftir tveggja ára nefndarvinnu og sem hefur verið mikið gagnrýnd, í raun bara byggð á sömu forsendum og borgarskipulagi sem menn gáfu sér í upphafi aldarinnar. Gagnrýni hefur hins vegar komið fram í allan vetur um þöggunina sem ríkt hefur um allt málið innan heilbrigðiskerfisins sjálfs. Í raun allt frá ákvörðun um sameiningu spítalana frá aldarmótum og þar sem í raun aldrei verið hleypt af stað opinberri gagnrýnni umræðu um staðarval hins nýja spítala. Þar á meðal starfsmanna gömlu sjúkrahúsanna og sem glöggt þekkja til málsins og minnsta umræða jafnvel talin lífshættuleg vegan tafa sem kynnu að hjótast af. Vissir arkitektar og skipulagsfræðingar hafa líka lengi látið sig málið varða og gagnrýnt harðlega byggingaráformin við Hringbraut. Talið þau algjört skipulagsklúður en þar sem líka mikil þöggun hefur ríkt vegna hagsmunatengsla í byggingariðnaðinum.
Sl. sumar varð til sterk vakning meðal almennings og fagfólks og þegar glögg sást í hvað stefndi m.a. með Samtökum um betri spítala á betri stað. Skoðanakannanir sýndu gríðamikla andstöðu með ákvörðun stjórnvalda. Samtökin hafa haldið uppi fésbókarsíðu og staðið fyrir kynningum. Rúmlega 7000 manns hafa líkað við síðuna og sem á miklum vinsældum að fangna í lestri meðal almennings og sem jafnast á við lestur vinsælustu dagblaða landsins. Margar greinar hafa verið skrifaðar um málið og mikill gagnagrunnur orðið til í röksemdafærslum sem mæla allar eindregið gegn staðsetningu spítalans við Hringbraut. Samtökin vilja þó fyrst og fremst að málið verði endurskoðað frá grunni og skorað á Alþingi að endurskoða sínar fyrri ákvarðanir. Ákvarðanir sem eru sennilega mest tilkomnar af upplýsingaskorti í upphafi og á seinni stigum málsins.
Ráðmenn hafa neitað að hlusta og yfirfara rök fyrir heildarendurskoðun og saka samtökin, fræðimenn og jafnvel Hagfræðistofnum HÍ um rangfærslur og ósannyndi. Þau keppa hins vegar við tímann eins og þau eigi lífið sjálft að leysa (sem væru þá fyrst og fremst pólitísk) og reyna að hraða byrjunarframkvæmdum eins og hægt er. T.d. með byggingu sjúkrahótels, með sprengingum og látum sem varu munu í Þingholtunum næstu 2-3 árin. Að þegar sé hvort sem er of seint sé að endurskoða málið! Legudeildir bráðvantar hins vegar og sem leysa hefði mátt strax með sama fjármagni og lagt er til í sjúkrahótelið, t.d. með byggingu einnar legudeildarálmu í Fossvogi og sem til hefur verið á teikningum þar lengi. Úr því sem komið er og ekki mátti endurskoða málið strax í haust, e.t.v. nú með lágmarksbreytingum strax á byggingu sjúkrahótelsins á Hringbrautarlóðinni fyrir legudeild, en sem verður alls ekki eins vel staðsett og ef hún væri tengd öldrunardeildinni í Fossvogi næsta áratuginn. Fráflæðisvandi aldraða er enda stærsti vandi Landspítalans í dag og sem stöðugt í fréttum. Aðflæðisvandinn sem einnig er mikill verður síðan ekki leystur nema með stórkostlegri eflingu heilsugæslunnar og sem hefur búið við viðvarandi fjársvelti allt frá hruni, hvort sem það verður nú Kára að þakka eða einhverjum öðrum í framtíðinni.
Undirbúningur og framkvæmdir á Hringbraut hafa þegar kostað um 3 milljarða króna, en sem auðvitað eru þegar glataðir peningar ef annar kostur reynist miklu betri og hagkvæmari þegar til lengri tíma er litið og samtökin SBSBS hafa margsinnis bent á. Á nýframkvæmd þjóðarsjúkrahúss sem standa á fram á næstu öld og skiptir heilbrigðiskerfið og okkur öll mestu máli þegar mestrar hjálpar er þörf. Fyrir veikustu og mest slösuðu sjúklingana og aðstandendur, sem og minna veika þar sem rétt greining og meðferð skiptir öllu máli fyrir framtíðina. Framkvæmd sem áætlað er að sé dýrasta ríkisframkvæmd sögunnar og langtímafjárfesting í heilbrigðiskerfinu upp á allt að 100 milljarða króna. Hvernig sem hún er reiknuð og sem væri grátlegt að þurfa að endurskoða frá algjörlega frá gruni á næsta áratug vegna fyrirsjáanlegra mistaka strax í dag en ekki virðist mega endurskoða. Af þessum ástæðum vil ég rifja upp helstu staðreyndirnar varðandi samanburðinn á núverandi framkvæmdum og áformum og framkvæmdum á hugsanlega mikið betri stað (SBSBS). Alþingi er annars með boltann og ef þessi „leikur“ klúðrast áfram í höndunum á þeim án endurskoðunar er víst að boltinn sá verði eitt af heitustu málunum í næstu alþingiskosningum og þegar þjóðin gefur núverandi stjórnmálamönnum lokadóm fyrir framistöðu sína. Hverjum og einum fyrir frammistöðu sína á yfirstandandi kjörtímabili. Ákvörðun sem Alþingi tók ef til vill í góðri trúi en sem meirihluti landsmanna virðist nú hundóánægður með. Þokkaleg þjóðargjöf það og þar sem endalaust virðist auk þess farið út fyrir hliðarlínurarnar á sjálfum heimaleikvellinum er varðar framtíðarfjármögnun, eins og í feluleik fyrir staðreyndunum og dómaranum, sjálfri þjóðinni.
Öll rök fyrir neðantöldum atriðum 1 – 7 má finna í ótal greinum sem skrifaðar hafa verið um málið og birtar opinberlega sl. mánuði og sannarlega er vert að rifja upp. Til að opinberir aðilar geti nú a.m.k. farið að svara fyrir sig (þögnin þar kannski frekar lífhættulega):
1) Framkvæmdir á besta hugsanlegum stað kostar þjóðarbúið allt að 100 milljörðum minna næstu hálfa öldina ef allt er talið með og byggingaráformin nú við Hringbraut gera ráð fyrir. Söluhagnaður eldri bygginga við Hringbraut og í Fossvogi, hagkvæmari byggingamáti og síðan hagkvæmari rekstur spítala á betri stað, að mestu undir einu þaki, skýrir þennan mun og miðað við árlegar fjárveitingar til Landspítalans í dag (um 60 milljarða króna á ári). Framkvæmd á besta stað gæti þá staðið undir lántökukostnaði og gott betur, en ekki við Hringbrautina.
2) Endurnýjunarkostnaður á tæplega 60.000 fermetrum í eldra húsnæði er stórkostlega vanáætlaður í dag á Hringbraut (um 110.000 krónur á fm2) og sem er reiknaður aðeins um fimmtungur af nýbyggingakostnaði þrátt fyrir að vera meira eða minna ónýtt húsnæði og heilsuspillandi. Slíkar breitingar eru þó ekki fyrirhugaðar næstu árin meðan á nýbyggingum stendur (til 2023) og þurfa sjúklingar og starfsfólk að sætta sig á meðan við heilsuspillandi umhverfi og myglu. Breytingar á lagnakerfi miðbæjarins og byggingar umferðamannvirka er ekki fullreiknaður í dag. Áætla má að nauðsynlegt nýtt skólplagnakerfi eitt og sér fyrir spítalann og sem þarf að vera aðskilið almenningsskólpkerfinu með sótthreinsistöð verði mikið dýrara að koma fyrir í gamla miðbænum.
3) Tryggja má nýjum spítala á betri stað nóg rými til stækkunarmöguleika í framtíðinni, m.a. vegna meiri íbúafjölda en reiknað er með í dag og hratt vaxandi þörf heilbrigðisþjónustu vegna ferðamannastraumsins til landsins og sem á eftir að aukast mikið. Eins fyrir byggingar í nátengdri starfsemi svo sem fyrir nám heilbrigðisstétta, vísindastarfsemi, líf- og lyfjaiðnað. Hanna má um leið sjúklingavænni spítala (samanber nýja Hilleröd spítalann í Danmörku) að þörfum samtímans í dag og framtíðarinnar, ekki síst með tilliti til sóttvarna og sál- of félagslegra þátta. Mikill misskilningur fellst í þeirri staðreynd að aðalbygging HÍ þurfi a vera í göngufæri frá spítalanum.
4) Tryggja má öruggari sjúkraflutninga og örugga aðkomu sjúkraþyrluflugs á betri stað og sem á eftir að stóraukast í framtíðinni. Aðstaða sem verður alls ófullnægjandi á Hringibrautarlóðinni og sem kosta mun þar að auki tugi milljarða króna aukalega að útfæra og reka (stærri og mikið dýrari þyrlur). Bráðasjúkrahús landsins þá þannig með ófullnægjandi aðgengi frá láði, lofti og legi, svo ekki sé talað um ef Reykjavíkurflugvöllur verður látinn fara í náinni framtíð og stefnt virðist að hjá borginni.
5) Framkvæmdir á besta stað á opnu svæði má klára á 5-7 árum eftir 1-2 ára undirbúningstíma eins og reyndslan er nú víða erlendis og þannig jafnvel á undan áætluðum lokum nú við nýbyggingar á þröngu Hringbrautarlóðinni (2023-26) og sem mun auk þess skaða mikið starfsemi sem þar er fyrir og valda miklu ónæði fyrir sjúklinga og strfsfólk á byggingatíma.
6) Tryggja má öruggara og betra aðgengi sjúklinga, náms- og starfsfólks af höfuðborgarsvæðinu öllu með minni tilkostnaði í akstri og byggingu umferðamannvirkja (áætlað um 9000 ferðir á dag) enda helstu umferðarásar í dag þegar staðsettir mikið austar í borginni.
7) Byggingaframkvæmdirnar nú á Hringbraut eru andstæðar þeirri meginhugsun að þétta aðra íbúakjarna höfuðborgarsvæðins og dreifa atvinnustarfsemi í aðra bæjarhluta til fólksins sem mest. Sjúkrahús á besta stað jafnar hins vegar aðgengi íbúa höfuðborgarsvæðisins að stærsta vinnustað landsins. Staðsetning sem liggur mikið austar en nú er í gamla miðbæ Reykjavíkur og sem ekki á að vera sérhagsmunamál Reykjavíkurborgar einnar, sér í lagi 101-102 Reykjavíkur.