Færslur fyrir október, 2013

Fimmtudagur 03.10 2013 - 10:11

Fyrirmynd eða víti til varnaðar?

Fyrir hrun var Ísland fyrirmyndarland eins og ÓRG þreyttist seint á að auglýsa erlendis. Nú 5 árum síðar er rykið dustað af þessari ómótstæðilegu hugmynd. En hætt er við að fyrir utan landsteinana sé Ísland ekki fyrirmynd heldur víti til varnaðar. Fræg er ræða Alex Salmond helsta sjálfstæðisleiðtoga Skota, sem hann hélt á Harvard háskóla […]

Miðvikudagur 02.10 2013 - 21:37

Stéttskipt „fyrirmyndarland“

Íslensk stéttaskipting fer í auknum mæli eftir gjaldmiðlatengingu launa.  Tvær stéttir eru að myndast – Krónuíslendingar sem fá sín laun í krónum í samræmi við íslenska kjarasamninga og Evruíslendingar sem vinna erlendis eða fá laun sín tengd erlendum gjaldmiðli. Evruíslendingar eru að mörgu leyti forréttindahópur og margir í þeim hópi hafa þegar fengið “höfuðstólsleiðréttingu” í […]

Miðvikudagur 02.10 2013 - 09:47

Tækjakaup

Nýjustu tækin eru ekki á Landsspítalanum heldur hjá Landsbankanum. Það er nefnilega ekki sama Jón og séra Jón hjá ríkinu. Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að endurreisn fjámálastofnanna hefur kostað ríkið um 250 ma kr.  Þar af er líklega um 190 ma kr. vegna Landsbankans og SpKef.  Fáar stofnanir hafa fengið jafnmikið fjármagn frá skattgreiðendum frá […]

Þriðjudagur 01.10 2013 - 18:34

Fjárlagafrumvarp 2014

Góðu fréttirnar eru að stefnt er að hallalausum fjárlögum, en varla er hægt að tala um að það sé gert á sjálfbæran hátt. Á tekjuhliðinni eru það þrotabú gömlu bankanna sem standa undir stærstu tekjuaukningunni.  Hvað aðhaldsaðgerði snertir eru það tilfærslur, viðhald og ný verkefni sem bera þungann. Að þrotabú gömlu bankanna skuli 5 árum […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur